Ræða forsætisráðherra á Landsfundi.

Eitthvað held ég að forsætisráðherrann sé að misskilja hlutina, nema að hún tali gegn betri vitund.

„Við munum klára þetta mál. Til þessa verks vorum við kosin og því umboði verðum við trú, allt til enda," sagði Jóhanna. „Áður en gengið verður til kosninga verðum við að ljúka aðildarviðræðum okkar við ESB."

Það er pínu misskilningur hjá henni að ríkisstjórnin hafi verið kosin til að ljúka aðildarviðræðum.  Í fyrsta lagi eru þetta aðlögunarviðræður en ekki aðildarumræður, þar sem ríkið hefur EKKi unnið skilgreiningu á vilja sínum til viðræðnanna einu sinni.  Og það að auki unnu Vinstri grænir sinn kosningasigur beinlínis út af andstöðu sinni við aðild.  Fólk kaus flokkinn vegna einarðrar afstöðu gegn ESB.  Samfylkingin þvíngaði VG til að samþykkja að sækja um AÐILD gegn vilja sínum, til að fá að verma stólanna hlýju og góðu.

Tilraunir ESB-andstæðinga, meðal annars forystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa blessunarlega mistekist að stöðva viðræðurnar áður en niðurstöður þeirra liggja fyrir. Vaxandi meirihluti þjóðarinnar vill klára viðræðurnar og sjá hvað í samningi gæti falist og hafnar því að fulltrúar flokkanna taki þann lýðræðislega rétt af þjóðinni," sagði Jóhanna.

Aftur smá misskilningur.  Þetta eru engar viðræður og niðurstöðurnar eru þær að þegar búið er að loka pakkanum og áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram, stöndum við frammi fyrir gjörðum hlut, og verður ekki aftur snúið.  Allt regluverk okkar er þá aðlagað ESB og við búin að taka það upp hvort sem það hentar íslensku þjóðinni eða ekki.

Hún fjallaði talsvert um stjórnarandstöðuflokkana tvo og sagði m.a. að stefna þeirra ætti ekkert erindi við íslensku þjóðina lengur. Sagði Jóhanna að það hefði verið hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að um hinn frjálsa, hagkvæma markað, sem átti að leysa ef eignagleðin fengi að ráða för, laus við óþarfa eftirlit og hömlur í nafni almannahagsmuna.

Að hluta til rétt, en Jóhanna varst þú ekki við stjórnvölin þegar hrunið varð og í lykilstöðu?  Að hvaða leyti er stefna ykkar öðruvísi en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks?  Mér sýnist nú að þið hafið haldið áfram þeirri stefnu sem þeir mörkuðu, þ.e. að aðstoða útrásina og bankana á kostnað almennings.  Eignagleðin er í þessum skrifuðu orðum á þínu borði og fjármálaráðherra, þar sem þið svífist enskis að skera almenning niður við trog, sér í lagi öryrkja og gamalt fólk. Þannig að þú skalt nú tala varlega um almannahagsmuni.

Aukinn jöfnuður bætir heilsu

Þá sagði Jóhanna, að með auknum jöfnuði aukist traust og samstaða fólks í samfélaginu.

„Glæpum mun fækka, streita mun minnka, geðsjúkdómar, hjartasjúkdómar, vímuefnaneysla, næringarvandamál og fleiri þekkt einkenni velmegunarsamfélags munu minnka samhliða auknum jöfnuði. Það munu niðurstöður Richards Wilkinsons sýna okkur framá hér á landsfundinum," sagði Jóhanna.

Í hvaða veröld býrð þú Jóhanna Sigurðardóttir?  Aukinn jöfnuður?  Samstaða fólks, glæpum fækkað, streita minnkuð svo við tölum nú ekki um velmegunarsamfélagið?

Hvar er þetta sem þú ert að tala um?  Dreymdi þig svona fallega í nótt eða......

Efnahagsleg og samfélagsleg nauðsyn

Jóhanna sagði, að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og VG markaði ekki aðeins söguleg þáttaskil heldur hefði árangur hennar sýnt að hún hafi verið efnahagsleg og söguleg nauðsyn.

Ja hérna hér, árangur???? söguleg þáttaskil??? aldrei hafa biðraðir verið lengri eftir matargjöfum, og svo er komið að fjölskylduhjálpin hefur þurft að vísa fólki frá, og skammta verulega það sem fólk fær.  Aldrei hafa fleiri misst heimili sín eða eru staddir mitt í martröð eignamissis og óbilgirnis banka og lánastofnana.  Hvað á Íbúðalánasjóður til dæmis margar íbúðir sem fólki hefur verið vísað úr á síðustu mánuðum?

Þrátt fyrir ýmsar erfiðar uppákomur og þrátt fyrir að kvarnast hafi úr meirihlutanum vegna brotthvarfs úr þingflokki samstarfsflokksins hefur samstarfið gengið vel og það hefur verið ótrúlega árangursríkt," sagði hún

Smá brandari svona í lokin.  Hahahaha... ýmsar erfiðar uppákomur og kvarnast úr meirihlutanum, hefur samstarfið gengið vel????

Ætlastu til þess Jóhanna að fólk með heilbrigða skynsemi taki mark á því sem þú ert að bera hér á borð?  Ertu virkilega svo skyni skroppinn að þú hvorki sjáir né heyrir það sem er að gerast í kring um þig.  Hlustarðu ekki einu sinni á fólkið sem þó kaus ykkur síðast en er nú einn af öðrum að lýsa yfir vonbrigðum með atkvæði sitt vegna aðgerða ykkar og árásum á þá sem minnst mega sín.

Á sama tíma og þið eruð að skera heilbrigðisþjónustu niður við trog, eruð þið á fullu að reisa hátæknisjúkrahús fyrir margfallt hærri upphæð en þá sem þið tókuð af heilbrigðisþjónustunni.  Fyrir utan allt hitt sem ég nenni ekki að hirða um. 

Hvar er til dæmis skjaldborgin fræga? 

Nei hafi ég á einhverjum tímapunkti efast um að þú værir veruleikafyrrt, þá sé ég það á þessari ræðu þinni, sem ég hlýt að halda að þú trúir sjálf, að svo er ekki. 

Og þess vegna segi ég eins og forsætisráðherrann fyrrverandi forveri þinn, sem þú og fleiri hefur nú komið í gegn að situr fyrir landsdómi að verja gjörðir sínar; Guð hjálpi Íslandi!

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


mbl.is Mun klára aðildarviðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég varð ösku illur að hlusta á bullið í Jóhönnu í fréttum, æltaði að sjá hvort ekki væri hægt að koma hinu rétta að í athugasemdum hjá einhverjum sem færi þó eitthvað nærri hinu rétta, þú segir nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa, takk!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 19:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Bjarni, já þetta er alveg með ólíkindum, segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2011 kl. 19:20

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Jóhanna hefur tungur tvær- og talar sitt með hverri- ekki orð að marka sem þessi kelling segir- vona að hún hverfi sjónum vorum sem fyrst- með sín eftirlaun:

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.10.2011 kl. 19:23

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður víst ekki héðan af fyrr en kosið verður á ný, hvort sem það verður fyrr eða seinna.  Hún virðist hafa vald yfir hlýðnu samfylkingarsinnunum sínum.  Sýnir bara hve sjálfstæðir þeir eru og með raunveruleikann í lagi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2011 kl. 19:47

5 identicon

Eg varð yfir mig öskuill að hlusta á þessa lygaþvælu .Á þessu aldrei að ljúka ?  Ekki bætti úr skák að hlusta á Raðherra frá Danmörk ,tal aumNorræna velferðar kerfið á Norðurlöndum  sem er jafnlangt þvi Norræna velferðarkerfi sem Jóhanna og Steingrimur tönglast á ,eins og himinn og haf ....þvi i ósköðunum lætur fólk þetta yfir sig ganga að sitja undir þessari ósvifni Rikisstjórnarinnar ...Og ræða forsætisráðherra ber þess rikulegann vott á hvað háu stigi þessi veruleika fyrring er !

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 19:49

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú veit maður hvernig sá sem er "elliær"aktar.  Það var meðaumkunarvert að sjá líka "meðvirkni" fólksins á þessum landsfundi.  Hvernig fólkið "klappaði" trekk í trekk fyrir ruglinu og ráðaleysinu í manneskjunni og gerði ekkert í að hún yrði fjarlægð og vistuð á viðeigandi stofnun (kannski fólk hafi bara gert sér grein fyrir að það var ekki laust pláss fyrir hana vegna niðurskurðar).

Jóhann Elíasson, 21.10.2011 kl. 19:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnhildur já manni blöskrar algjörlega firringin og vitleysugangurinn í sinni tærustu mynd.  Og þetta fólk heldur virkilega að almenningur trúi þessu kjaftæði.

Jóhann, það er ekkert pláss fyrir einn né neinn lengur á slíkum stofnunum, þær hafa verið lagðar niður og fólkið sett út á ísjaka og ýtt frá landi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2011 kl. 20:00

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það eru aðeins tvær líklegar skýringar á þessu bulli í Hrun-Hönnu.

1. Hún er orðin biluð

2. Hún er á einhverjum sterkum ofskynjunarlyfjum.

Hvort sem er veldur því að hún sér hluti sem ekki eru raunverulegir.

Óskar Guðmundsson, 21.10.2011 kl. 20:27

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er allavega eitthvað alvarlegt að hjá blessaðri manneskjunni ef hún trúir því sjálf sem hún er að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2011 kl. 20:32

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Tókuð þið ekki eftir því hvð hún er orðin hokin og ræfilsleg og örugglega er hún á sterum svo hún haldist uppi.það er ekki langt í að maður segi,bölvuð sé mynning hennar.....Guð blessi Hrafninn...

Vilhjálmur Stefánsson, 21.10.2011 kl. 22:18

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árina Vilhjálmur minn, en hún er annað hvort algjörlega veruleikafirrt eða þá að hún er að gera það sem kommiserarnir í Sovét gerðu á sínum tíma, segja það sama nógu oft svo fólk fari að trúa.  Því miður þá á það bara ekki við um upplýst fólk á Íslandi árið 2011.  Þó sumir gangi með leppa fyrir augum og trúi öllu sem frá henni kemur, eða vilji trúa því frekar en einhverju öðru óþægilegu. 

En hennar tími er liðinn og kom í raun ekki því miður fyrir hana, því sagan mun ekki fara mjúkum höndum um hennar forsætisráðherraferil, þó henni takist sennilega að komast hjá því að verða leidd fyrir landsdóm sem landráðamanneskja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2011 kl. 22:26

12 Smámynd: Aztec

To-Do List

Afrekaskrá ríkistjórnarinnar

Aztec, 21.10.2011 kl. 23:10

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góð!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2011 kl. 23:12

14 Smámynd: Rauða Ljónið

María segir allt sem segja þarf .

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 21.10.2011 kl. 23:41

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Höfuðverkur sækir á mig,fæ boðskort,kölluð ágæti félagi,staðlað, boðið á setningarathöfn og áður á þing 60+ ég hef fengið rukkunarbréf  (fél.gjald) en ekki sinnt því,leiðinlegt að vera ómerkilegur skuldari. Tengist líklega einlægum stuðningi fyrir hrun,í prófkjöri hér í Kóp. og Rvk. við vini og fjölsk. Ég hef megnustu andstyggð á því sem Samf.er að gera,sendi nær viðstöðulaust góðar greinar höfunda hér,inn á facebook. Gott að lesa þessa grein Ásthildur mín. M.b.K.v. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2011 kl. 00:23

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

„Glæpum mun fækka, streita mun minnka, geðsjúkdómar, hjartasjúkdómar, vímuefnaneysla, næringarvandamál og fleiri þekkt einkenni velmegunarsamfélags munu minnka samhliða auknum jöfnuði. Það munu niðurstöður Richards Wilkinsons sýna okkur framá hér á landsfundinum," sagði Jóhanna.

Jöfnuðurinn var alger í Sovétríkjunum. Allir voru öreigar, það var skilyrði. Ég kom þarna nokkrum sinnum og hef aldrei séð jafn mikla grasserandi glæpahneigð, fátækt, vanhirðu, heimsku og mannfyrirlitningu.  Við kennum vel á eigin skinni þetta sama frá mörgum Schengengestum okkar frá gamla sovét. 

Hver er þessi Wilkinsson og hvað er hann að meina?  Getur hann komið með dæmi?  Hér á landi er einhver lægsta glæpatíðni í heimi, besta almenna menntun og heilsugæsla og bestu úrræði í heimi fyrir vímuefnasjúklinga, þrátt fyrir allt. Hér hefur verið hrein paradís í öllum þessum nefndu þáttum miðað við heiminn.

Þessi manneskja er gersamlega stjörnugalin. Fékk hún kosningu vegna áfergju okkar í ESB???  Nei, hér varð hrun og upplausn, sem þau eiga sinn óvéfengjanlega þátt í og þau nýttu sér þá upplausn til hins ýtrasta, sér og sínum í hag.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 00:28

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo má bæta viða að á íslandi er hæsti meðalaldur í heimi.  Það er náttúrlega strategían hjá henni að frelsa okkur frá kvillum velmegunnar með því að útrýma henni. Hún segir það hér í ekki svo mörgum orðum. Hafið þið séð annan eins galskap, spyr ég?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 00:35

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef velmegun er það versta sem yfir okkur getur gengið, þá má ég heldur kjósa hana en örbyrgð sósíalismans.

Manneskjan er geðveik. Ég gef út þann úrskurð minn hér. Klepptæk. Í alvöru talað.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 00:37

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvítt er sveimér orðið svart. Geðsjúkdómar og annar heilsubrestur, vímuefnaneysla, næringarvandamál og glæpir eru einkenni fátækra samfélaga, ekki auðugra. Nennir ekki einhver að benda henni á þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 00:47

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi ræða allavega sá hluti hennar sem var birtur á MBL ber vitni algjörum fábjánagangi.  Það fer um mann nettur hrollur við að lesa þetta kjaftæði, ég heyrði ekki klappið, en ef það hefur verið eitthvað í áttina við klapp það sem Davíð hlaut á landsfundi hér fyrir nokkru síðan, þá verð ég að segja að Samfylkingin er alveg jafn veruleikafyrrt og klapplíð Davíðs á þeim tíma.  Og til hvers var þá barist.  Gátu þessar klappstýrur ekki bara sameinast og klappað sig út úr erfiðleikunum saman, þau eru hvort sem er sitt hvor endinn á spýtunni að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 00:51

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eftirtekt mína vekur að það er ekki stafkrókur um þessa ræðu forsætisráðherra á SamfylkingarEyjunni ennþá.  Ætli þeir þori ekki að birta þetta, eða eru þeir ef til vill feimnir við að endurtaka orð forsætisráðherra, ef til vill hræddir við kommentin sem óhjákvæmilega hljóta að koma, þó flestir þarna séu innmúraðir Samfylkingarmenn og konur sem jarma allt upp eftir sínu forystufólki.  Bara svona íhugun.  Þetta var nú aldeilis bjartsýnisræða um hvað allt er gott og flott og á góðum batavegi.  Alveg upplagt að gorta af.  Eða finnst mönnum ef til vill.... getur það verið að jafnvel þeim hafi fundist oggulítið skotið yfir markið?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 00:59

22 identicon

Allt rétt og satt hjá þér Ásthildur og hjá ykkur hinum, en í guðanna bænum berðu ekki saman Jóhönnu og Davíð. Ef sá stjórnmálasnillingur væri við stjórnvölinn í dag væri öðruvísi umhvorfs

Aðalbjörn (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 01:49

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sennilega ólíku saman að jafna, en samt sem áður tel ég að Davíð hafi reynst okkur skeinuhættur.  En þetta sem við erum að horfa upp á núna er algjör hryllingur neyðarlegt sem engu tali tekur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 02:02

24 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóhanna er orðin kolrugluð, hún skilur varla sjálfa sig í dag.  Það finnst mér allavega augljóst eftir ræðuna hennar, sem einhver annar samdi fyrir hana.  Maður heyrir á henni að hún er að ljúga, alveg blákalt....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.10.2011 kl. 02:09

25 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ekki veit ég hvert athugsemdir mína fóru en í besta falli Ásthildur eru þessi orð þín bull.

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:13

26 Smámynd: Rafn Guðmundsson

að mínu mati eru þessar 'and esb' umræður að pirra þig. ég veit ekki hvers vegna en.....

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:14

27 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sorry - ekki 'and esb' heldur 'esb'

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:16

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viltu útskýra fyrir mér Rafn Guðmundsson hvar ég fer með bull?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 02:21

29 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Er þessi fjandans stjórn ekki búin að hafa nægan tíma til að gera flest af þessu utan ESB aðildarinnar sem enginn vill. Fyrirgefið meðan ég fer og öskra......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.10.2011 kl. 02:30

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal öskra með þér.  Þessi firring setur að mér hroll, að þetta skuli vera æðsti maður landsins fyrir utan forsetan er algjörlega óskiljanlegt og þeir sem standa með henni eru sömu aularnir og hún.  Þvílíkt lið segi og skrifa.  Trúa þau þessu sjálf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 02:34

31 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski auli - en ég er hér

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:43

32 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sennilega verður þú að öskra ein

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:44

33 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og öskraðu bara ... breytir engu

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:44

34 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og ég er 'sami aulinn og hún'

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:45

35 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og er stoltur af því

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:46

36 Smámynd: Rafn Guðmundsson

af mínur mati er þú 'asni'

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:47

37 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eins og margir hérna - mætti halda að útvar s væri hérna ....

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:48

38 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er gott Rafn minn að vera stoltur af sjálfum sér meina ég.  Þannig á það að vera.  Ég er líka stolt af sjálfri mér. Þannig er það bara.  En þú áttir að útskýra hvar ég fer með fleipur í þessari færslu. Eða er það of erfitt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 02:48

39 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ertu farin

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:49

40 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Það er pínu misskilningur hjá henni að ríkisstjórnin hafi verið kosin til að ljúka aðildarviðræðum

Aftur smá misskilningur. Þetta eru engar viðræður og niðurstöðurnar eru þær að þegar búið er að loka pakkanum og áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram, stöndum við frammi fyrir gjörðum hlut

Í hvaða veröld býrð þú Jóhanna Sigurðardóttir? Aukinn jöfnuður? Samstaða fólks, glæpum fækkað, streita minnkuð svo við tölum nú ekki um velmegunarsamfélagið?

sátt

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:53

41 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hvað er rangt við þetta?

Vinstri grænir voru kosnir einmitt vegna þess að þeir boðuðu að þeir myndu algjörlega hafna ESBinngöngu. Samfylkingin fékk ekki meirihluta atkvæða, heldur urðu að leita á náðir flokks sem þótti vænna um stólana en kosningaloforðin.

Hér tekið úr grein formanns kúabænda en þeir hafa verið í baráttunni við aðlögunarferlið.:

Af þessu má ráða, að allt tal um að aðlögunin geti farið fram eftir að íslenska þjóðin hefur gefið jáyrði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu, eru staðlausir stafir. ESB setur opnunarskilyrði (bréfið frá Jan Tobinski, fastafulltrúa Póllands) og lokunarskilyrði (e. closing benchmark) varðandi einstaka kafla aðildarsamnings. Þó það sé ekki sagt hér, þá liggur beint við að lokunarskilyrðin verði í grófum dráttum þau, að búið sé að aðlaga hlutina að því fyrirkomulagi sem gildir í hinu háa Evrópusambandi, áður en gengið er frá samningnum og hann staðfestur af öðrum aðildarríkjum. Það er eina leiðin fyrir ESB til að tryggja að fyrirkomulag hlutanna verði eins og það gerir kröfu um í aðildarríkjum bandalagsins. Þegar að þjóðaratkvæðagreiðslunni loksins kemur, standa kjósendur frammi fyrir orðnum hlut.

Á ég að þurfa að finna fréttir að fjölskylduhjálpinni þar sem kemur fram að þeir hafi þurft að vísa fólki frá.  Eða um nauðungarsölur og eignaupptökur á íbúðum fólks?

Þetta eru ekki rök hjá þér.  Komdu með eitthvað bitastætt sem sýnir að ég hafi haft rangt fyrir mér.  Þetta sem þú kemur með gildir ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 03:08

42 Smámynd: Rafn Guðmundsson

æi -ljótt hjá þér og ALLVEG ömurlegt að ritbrayta mínum orður

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:10

43 Smámynd: Rafn Guðmundsson

segir mér og öðrum að þú sér bara 'puff'

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:11

44 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er það ekki?  Æ Æ er þetta svona vont að þurfa að standa fyrir orðum sínum.  En ég held að það sé ekki eyðandi orðum á kjána eins og þig ágæti Rafn.  Sofðu vel og láttu þig dreyma fallega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 03:15

45 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ekki búinn ennþá

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:32

46 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja Rafn minn...er ekki rétt að fara að sofa úr sér og mæta hress og kátur hér um þrjúleytið?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 03:34

47 Smámynd: Rafn Guðmundsson

varðandi athugasemd #40 - hún er ekki mín - eru þetta ykkar taktík að 'eyða' vondum skilaboðuð

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:36

48 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski rétt varðandi vg - en þeir fóru í samstarf og þá var esb aðlild lykilatriði. hvað formaður "formanns kúabænda" varðar skiptir mig engur máli og ég nenni ekki að lesa það sem hann skrifar enda ekki neytendavænt og ÞESS VEGNA ER ÉG ESB SINNIT

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:41

49 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski rétt Jón en ...

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:47

50 Smámynd: Kidda

Margir eru búnir að segja það sem ég vildi sagt hafa en ekki allir.

Kidda, 22.10.2011 kl. 11:11

51 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei sumt fólk er svekkt yfir sínu fólki og reynir að skemma umræðuna með vitleysugangi, þeim er víst ekki sjálfrátt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 11:27

52 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sumir hefðu betur sofið í nótt  annars er ég á sama máli og þú Ásthildur mín, ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2011 kl. 11:38

53 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég fékk óbragð í munninn þegar ég las þetta: 

"Síðast en ekki síst vil ég að við færum þremur flokkssystrum okkar sem staðið hafa í eldlínunni á  liðnum árum en hafa nú yfirgefið hið pólitíska svið, okkar bestu þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag. Hér á ég við þær Ingibjörgu Sólrúnu, Steinunni Valdísi og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Við skulum rísa úr sætum og klappa fyrir öllu þessu góða fólki!"

Ingibjörg Sólrún brast í grát í Borgarnesi og sagði:  "Ég brást sjálfri mér, flokknum og kjósendum Samfylkingarinnar!" En hún brást ekki þjóðinni, neeeei!

Steinunn Valdís sagði af sér þingmennsku eftir að fjárstyrkir til hennar frá Landsbankanum, FL group, og Buagi komust í hámæli!

Nú stendur landsþing Samfylkingarinnar upp og klappar fyrir þessu fólki!

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.10.2011 kl. 12:29

54 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Leiðrétting: Flokkstjórnarfundurinn sem Ingibjörg brast í grát var haldinn í Garðabæ 17. apríl 2010, en ekki í Borgarnesi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.10.2011 kl. 12:43

55 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það var önnur ræða og annað tilefni í Borgarnesræðunni frægu.  Takk fyrir innlitið Erlingur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 12:51

56 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Psst...  er Rafn nokkuð vaknaður aftur?  Blessaður karlinn var iðinn á blogginu fram eftir allri nóttu, eða svo hef ég séð víðar en hér 

Ásthildur, fínn pistill.   Tek undir hvert orð.

Kolbrún Hilmars, 22.10.2011 kl. 15:21

57 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Kolbrún mín.  Já þetta minnir meira á fylleríisröfl en nokkuð annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 16:25

58 Smámynd: Vendetta

Rafn, það er ekki mögulegt fyrir Ásthildi að breyta athugasemdum, aðeins eyða þeim/fela þær. Og það er ekki að sjá að hún hafi gert það. Þú hefur sjálfur skrifað athugasemd #40 (eina skynsamlega athugasemdin frá þér), nema einhver heima hjá þér hafi komizt í tölvuna þína milli 02:49 og 03:10  

Ein skýringin á þessu er að þú varst að vitna í Ásthildi og gleymdir að setja tilvitnunarmerki. Ég skil það vel. Ef ég væri að skrifa athugasemdir á blogginu og væri kominn á fimmta glas, þá gæti mér orðið á í messunni og gert klaufavillur.

Önnur skýring er að þú ert með tvö bloggnöfn í takinu sem áttu að andmæla hvort öðru, en þú gleymdir að skipta um persónu kl. 02:53. Vertu rólegur, þú ert ekki sá eini sem hefur gert þessi mistök, Eiríkur Bergmann varð uppvís að þessu í fyrra (þ.e. að rífast við sjálfan sig á bloggsíðu annars). Og á fimmta glasi er erfitt að hugsa skýrt.

En vertu velkominn á fætur, ég held að Ásthildur sé enn að bíða eftir svari frá þér.

Vendetta, 22.10.2011 kl. 16:43

59 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samfylkingin situr í ríkisstjórn í boði VG. ESB aðlögunain er í boði VG.

Jóhanna þarf ekki að hafa áhyggjur af því að félagar úr hennar flokki svíki málstaðinn og hún þarf heldur ekki að gera ráð fyrir að aðrir landsmenn svíki sjálfstæði þjóðarinnar.

Það eina sem Jóhanna þarf að hafa áhyggjur af er hvort stuðningur VG haldi, án þess stuðnings er ástardraumurinn um ESB aðild brostinn.

Það er kaldhæðni að ESB draumurinn skuli standa með hjálp þess eina stjórnmálaflokks sem þvertók þá vegferð fyrir síðustu kosningar!

Þakka annars fyrir góðann pistil Ásthildur.

Gunnar Heiðarsson, 22.10.2011 kl. 17:07

60 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg rétt hjá þér Venetta, ég get ekki breytt innleggjum, og vil helst ekki eyða heldur, fólk verður bara að standa við það sem það lætur út úr sér.  Og já það væri gott að fá rökstuðning Takk fyrir þitt innlegg.

Gunnar takk fyrir mig, já ég hygg að þessi ESB draumur sé úti á túni.  Vona það allavega.  Það er nú gott að hún er lukkuleg með að vera áframformaður.  Ég er svona að spá í hvort fólkið hennar hafi ekki bara skort áhuga á að taka við búinu eins og það er í dag.  Það væri nefnilega ansi erfitt að snúa ofan af allri vitleysunni og asnaganginum sem þessi ríkisstjórn hefur vafið um sig og sína. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 17:23

61 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Komdu sæl Asthildur,vid høfum nu ekki altaf verid sammala en tek hjartanlega undir alt sem tu seigir um Kerlinguna,en hleip ekki fra ad eg er Evropu sinni to eg hefdi gjarnan sed ad vid hefdum bedid nokkur ar med umsoknina,en eg kaus ekki Samfylkinguna ut af umsoknini ætli tad hafi ekki verid meira i reidi yfir astandinu,og tad held eg seu fleiri sem hafa gert,en taug mystøk geri eg aldrei aftur en allavegana tak fyrir godan pistil

Þorsteinn J Þorsteinsson, 22.10.2011 kl. 17:45

62 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þorsteinn minn fyrir innlitið og innlegg þitt.  Já við höfum haft ýmsar væntingar í pólitíkinni.  Það sem í upphafi virtist vera það besta í stöðunni þau Jóhanna og Steingrímur þrátt fyrir allt, hefur reynst hreinasta martröð þegar til lengdar lætur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 18:50

63 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf skemmtilegasta bloggzíðan, öngvinn vafi á því, & kórrétt innleiðíng hjá þér, ég er zamzinna þér efnislega vænan mín, enn & aftur.

Athugasemd #40 er brillerí í ljózi hinna, meintum frá zama (H)rafninum...

Auðgar minn anda.

Takk.

Steingrímur Helgason, 22.10.2011 kl. 23:36

64 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta innlegg númer fjörutíu sko...  Takk annars minn kæri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 01:43

65 identicon

Einbeittur brotavilji samspillingar heldur áfram. Þar á augsjáanlega ekki að skifta út hruna og mútupakkinu. Þau sitja öll áfram.

En fjárhag samspillingar er bjargað, Hægri hönd Bjöggana hefur verið valinn sem gjaldkeri. Maðurinn sem kom nálægt flestum stærstu mútufyrirtæjum flokksins fyrir síðustu kosningar.

Húrra fyrir endurnýjuðu og öflugra flokks og foringjaræði samspillingar.

Hjartanlega sammála þér annars.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 08:35

66 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Arnór, það er óhægt um vik hjá þeim að skifta út, því þá færi blómin úr forystunni fyrstir manna

En ætli fólki fari nú ekki að ofbjóða, þ.e.a.s. því fólki sem ennþá heldur í vonina um öflugan, heiðarlegan og stjóran Samflokk?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband