Áfram frjálst Ísland.

Lilja mín við megum ekki gefast upp.  Auðvitað eru vonbrigði að fólk fari ekki að mótmæla.  En við vitum að fólk er óánægt með ástandið og vill breytingar.  Nú er bara að taka sig saman og grasrót fólksins taki sig saman um að mynda góðan hóp venjulegs fólks sem vinnur að nýju afli til framtíðar.  Það þarf að virkja Frjálslyndaflokkinn, Hreyfinguna, Borgarahreyfinguna og óháða aðila til góðra verka, samstarf þessara afla geta skipt sköpum.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]

Núna er rétti tíminn til góðra verka og þjóðhyggju. 


mbl.is Vonbrigði hversu fáir mættu á Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég held að það sé þessi tvískinnungur Alþingismanna sem eigi sök á þessu. Ýmist er talað um að hlutirnir séu ómögulegir og ekki líðandi en samt sem áður er allt samþykkt á Alþingi...

Það er ólíðandi þetta ástand fyrir okkur fólkið í Landinu og ef að stjórnarandstöðunni væri virkilega alvara þá væri hún búinn að fella þessa Ríkisstjórn...

Það eru alltof margir sem sitja bara sætisins vegna en ekki vegna þess að hagur þjóðarinnar er í fyrirrúmi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.10.2011 kl. 11:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er einmitt þessi tvískinnungur sem erfiðast er að þola, eins og með Steingrím um daginn, hann þóttist fullur vandlætingar yfir ráðningu Páls Magnússoar heimtaði útskýringar þegar hann fær þær, segir hann okkur að hann hafi EKKERT MEÐ RÁÐNINGUNA AÐ GERA.  Af hverju var hann þá yfirleitt að skipta sér af þessu.

Það er ekki tekið á neinu.  Ráðherrar býsnast yfir ástandinu eins og þeim hreinlega komi það ekkert við og svo gerist bara ekki neitt, nema misbeiting valds og peninga heldur áfram eins og ekkert hafi ískorist.

Það er komin tími til breytinga. Og til þess að svo verði verðum við að standsa saman almenningur og styðja við bakið á þeim sem þó hafa möguleika að mæta til mótmæla og standa vaktina fyrir okkur hin sem ekki komumst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 12:25

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ný samfylking - mér líst vel á það. En mér er kunnugt um að fyrir 1 - 2 árum voru þreifingar í gangi þess eðlis, bæði með samtölum og fundahöldum meðal nýrra og eldri samtaka, að FF meðtöldum. Þá náðist ekki samstaða, sumir höfðu mismunandi takmörk og leiðir að því og aðrir töldu sig fórna einhverri aðstöðu með því að leggja hana í púkk og samstarf.

En ef til vill hefur einhverjum snúist hugur - enda kæmi það öllum þessum "hreyfingum" til góða í baráttunni við stofnanaveldi 4flokksins.

Kolbrún Hilmars, 16.10.2011 kl. 16:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, það hefur svo margt gerst síðan þá.  Og nú virkilega verða menn að fara að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara.  Við erum að missa allt dugmesta fólkið okkar úr landi, og sú skriða fer sístækkandi ef ekki verða breytingar á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 17:30

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

ÞAÐ VANTAR ALLANN KRAFT Í MÓTMÆLIN.það var hér í den að Hnnibal Valdimarsson kom til Bolungavíkur og ætlaði að stofna Verkalýðsfélag en hann var bundinn á höndum og Fótumvvarpað um borð í sem hét Bragi og farið með hann til Ísafjrðar og beðin um að vera ekki að rífa kjaft framvegis út í Vík.svona eiga mótmæli að vera. þeir sem eru í sæluvímu með þann draum að komast inn í ESB kjaftæðið ættu að koma sér koma sér úr landi,við hin sem önnum Landi okkar spjörum okkur..Svo á að skylda alla sem vilja setjast á þing að vara á eina Vertíð vestur í Djúp og helst að láta þá beita hálfa vertíðina og ásjónum á goggnum,ef þeir missa Fisk á rúlluni á að berja þá með Hakanum.

Vilhjálmur Stefánsson, 16.10.2011 kl. 20:17

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góður Vilhjálmur.  Það var líka haft eftir Hannibal í Súðavík, þar sem hann var að halda ræðu en einhver frá Ísafirði var sífellt að gjamma framm í, þá sagði karlinn; Þú ert hundur af næsta bæ og átt ekki að gelta hér!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband