6.10.2011 | 11:23
Austurríki - hér komum við.
Við vorum afskaplega heppin með veður í Austurríki, eins og reyndar alla ferðina.
Bára mín er líka orðin blómleg, hér er Ásthildur Cesil að lita mynd, hún er voða dugleg að vinna það sem hún byrjar á.
Jamm það má bæði borða og lita í einu
Svo er líka rosa spenna þegar amma tekur upp úr töskunum. Íslenskt nammi er þar örugglega ásamt ýmsu öðru.
Þetta er Púma hann er sonur Lille Fee sem er orðin stór, Carlos er líka hér ennþá en Pubbsi hefur lent í einhverju, því hann hefur ekki komið heim í marga daga. Trölli er auðvitað líka heima.
Og hér er líka hoppað á trampólíni.
Ó boy upp í loftinu.
Þetta er bara svo gaman.
Litli herforinginn.
Þess ber að gera að þar sem veðrið er rosalega gott eru líka allskonar dýr sem eru ef til vill ekki eins spennandi og góða veðrið.
Og svo er bara að demba sér í sundlaugina.
Tvær sætar saman skásysturnar Bára og Alejandra.
Og Hanna Sól komin heim úr skólanum og beint í tjörnina.
Frábærar báðar tvær
Hefur engu gleymt.
Orðin 7 ára og svakadugleg í skólanum.
Og rosalega mikið að læra heima. Hér er harkan sex. Fleiri fög og margar blaðsíður, allt þarf að vera í röð og reglu í pennaveskinu, það má ekki ydda í skólanum, svo allir blýantar og litir þurfa að yddast heima áður en farið er í tíma. Og eftir þrjú ár þarf hún að ákveða hvort hún ætlar að fara í bóknám eða verknám tíu ára gömul, þarf hún að standa frammi fyrir því vali. Sé fyrir mér börn hér heima þurfa að taka þá ákvörðun tíu ára gömul.
Úlfur var heppinn að Bára var kennari, og gat farið með honum yfir reikninginn.
Þann 22 september átti Alejandra afmæli, við héldum upp á það með góðum morgunmat og ístertu með kertum.
Og sungum afmælissöngin henni til heiðurs.
Svo fórum við í smá verslunarferð, því stelpum finnt gaman að fara í búðir, hér eru þau fyrir framan draugakastalann.
Hér erum við á leiðinni niður götuna frá Báru.
Komin inn í miðbæ Mattersburgh, en hér eins og í Þýskalandi erum mörg þorp og bæir sameinuð í eina yfirstjórn, stærsti bærinn hér er Eisenstath eða Haydnborg. En hún er fæðingarbær Haydn. Það var einmitt verið að auglýsa Haydn hátíð í Eisenstath.
En hér í Mattersburgh eru moll og verslanamiðstöðvar og hún er bara í 5 km. fjarlægð frá Fortenschtein. Hér erum við komnar með afmælisbarnið inn í Kikk eða New Yorker að velja föt.
Þessi skemmtilega eftirlíking af Eiffelturninum er á einu hringtorginu í Mattersburgh.
Glaðir krakkar á leiðinni heim, og nú þarf að sækja Hönnu Sól í skólann.
Og í leiðinni að stela sér eplum, en nú er uppskera á fullu hér bæði á ávöxtum svo sem epli, perur og plómur og auðvitað á vínberjum.
Hver fjölskylda á sinn reit annað hvort með ávaxtatrjám, trjám eða vínberjum, og hver ræktar sitt og svo er sultað og maukað, eða selt til verksmiðja. Hér eru ekki mörg stór bú, heldur meira svona einyrkjar sem rækta í smáum stíl, rétt eins og í Noregi. Enda gengur allt betur og minna stress en hjá okkur sem höldum alltaf að stærri einingar séu hagkvæmari, þó löngu hafi verið sýnt fram á annað.
Þetta er svona týpist mynd af kerlu, rauðvínið, krossgáturnar og rólegheitin. Hér er hægt að fá líters belju fyrir 0.99 evrur, flösku af rauðvíni er hægt að fá allt frá einni evru upp í 10 sem er þá eitthvað eðal vín, ágætisrauðvín frá héruðum hér í kring t.d. BlauFrankis kosta svona 3 - 6 evrur.
Það eru svo ekki bara litlu krakkarnir sem hafa gaman af trampolíni.
Þau stóru virtust ekki skemmta sér neitt minna.
Og svo auðvitað öll saman.a
Kastalinn sveipaður kvöldhimni. Það er ennþá reimt í honum og herbergi leigð út rándýrt fyrir fólk sem vill láta hræða úr sér líftóruna. ....... eða þannig. Drottningin vonda liggur ekki kyrr, þó byggður hafi verið fyrir hana kastali á hæstu hæðinni hér fyrir ofan, og sennilega margir af fórnarlömbum hennar líka.
Húmar að þessum afmælisdegi Alejöndru.
Bára mín eldaði góðan mat, og þau fengu að smakka rauðvín í fyrsta sinn en bara smá og það þarf ekki að taka það fram að hér er um óáfengt rauðvín að ræða
Meira að segja amman á neðri hæðinni kom og færði henni gjafir.
Við höfum náð vel saman Anna og ég. Hún má muna tímana tvenna, því hún var ein af þeim ungu stúlkum sem voru sendar niður í Vín til að hreinsa til eftir stríðið, hún þurfti að sofa í katakompunum, þar sem allt var fullt af rottum, og þær unnu langan vinnudag við að taka upp, hreinsa og stafla múrsteinum af föllunum húsum, þær fengu einn vinnugalla á ári, og þurftu að mestu að verða sér út um mat og aðrar nauðþurftir sjálf. En það er ekki til beiskja eða eftirsjá í henni. Þetta fólk metur lífið mikils eftir þær hörmungar sem það þurfti að ganga í gegnum. Eitt er þó sem ber merkið, hún er með allar sínar kyrnur skápa og geymslur fullar af mat, sem geymt skal ef ske kynni að erfiðir tímar kæmu aftur. Enda hver láir þeim það?
Afmælisprinsessan okkar.
Nú erum við að leggja af stað til Vínar. Bára ætlar að skutla okkur niður í Gasometer, og þaðan getum við tekið neðanjarðarlestina hvert sem við viljum fara. Ætlum samt út á Stefansplatz, og labba þaðan, ætlum að hitta Christínu.
Eins og sjá má er stutt til allra átta í Vínarborg.
Títan byggingin lætur orkuveitu Reykjavíkur líta út eins og dúkkuhús í samanburðinum. En nú erum við komin að Gasometer, og ætlum að leggja af stað í miðborgina, það kemur næst.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega eru "litlu" stelpurnar orðnar stórar. Það hefur ekki verið neinn smá viðburður fyrir þær að fá heimsóknina frá Íslandi og ætli ykkur hafi þótt nokkuð minna um. Vonandi hafið þið það sem allra best......
Jóhann Elíasson, 6.10.2011 kl. 12:19
Vá hvað skvísurnar hafa þorskast og stækkað, sérstaklega nafna þín, Alejandra er yndisleg stúlka til hamingju með hana. Takk fyrir skemmtilega ferð í dag :) kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2011 kl. 12:57
Takk bæði tvö, já þær hafa svo sannarlega stækkað og þroskast. Og það var gleðifundur hjá okkur öllum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 13:08
Þau eru líklega ekki á leiðinni heim íbráð? (-:
Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2011 kl. 23:08
Nei ekkert af mínum börnum er á leið heim meðan ástandið er svona. Því miður að mörgu leyti, en ég er samt sátt við að þau séu þó á öruggum stöðum langt í burtu frá Jóhönnu og Steingrími.
Nóg er nú samt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 23:21
Jónína Dúadóttir, 7.10.2011 kl. 11:00
Knús Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 11:04
Alltaf jafn gaman að ferðast með þér og hitta fjölskylduna. Stelpurnar hafa stækkað og gaman að sjá þær aftur. Það er synd að börnin þín séu ekki á leiðinni heim, þetta er víst nokkuð algengt orðið í fjölskyldum.
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 7.10.2011 kl. 11:17
Já það búa margir íslendingar í Noregi og hafa það fínt þar. Mér finnst það svo sorglegt að íslendingum sé ekki sætt að búa hér heima innan um fjölskyldu og vini. Það lagast vonandi þegar við fáum ríkisstjórn sem hefur hag almennings í huga, hvenær sem það verður nú.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 11:44
Yndislegar myndir og þú ert eins og unglamb skvísan mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2011 kl. 19:25
Takk Milla mín, var einmitt að hugsa til þín í dag, hvar þú værir hvort það væri svona mikið gaman hjá þér að þú værir hætt að vera á netinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.