2.9.2011 | 16:41
Að yfirgefa sökkvandi skip er skynsamlegt.
Ég veit alveg að þetta er ljótt af mér, en ég get ekki varist þeirri hugsun að ****** yfirgefi sökkvandi skip. Sorry. Var að hlusta á viðtalið við hana. Af hverju situr hún ekki út kjörtímabilið? Hún veit eitthvað sem við vitum ekki, þ.e. móralinn í ríkisstjórninni. Þórunn er örugglega hin vænsta kona, en einhvernveginn sýnist mér þetta vera svona að beila sig út meðan tími er til. Var hún ekki náin samstarfsmaður Ingibjargar Sólrúnar eða eitthvað þannig.
Þetta segir mér bara eitt, það er farið að fjara undan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hvað svo sem Samfylkingin ætlar að gera í framhaldinu er óljóst. En þegar maður les ummæli almennings um þessa ríkisstjórn, er ljóst að það er ekki mikið eftir af trúverðugleika.
Lýsandi er að blessuð konan ætlar að læra siðfræði það er auðvitað mikil þörf á því meðal stjórnmálamanna, því siðferði þeirra er eitthvað sem verulega skortir á að sé í lagi.
Hér má segja að breytingar séu í vændum. Nú þegar hefur kvarnast verulega úr Vinstri grænum, og þeir í frjálsu falli í skoðanakönnunum, sem ekki kemur á óvart miðað við svik þeirra við sína kjósendur. En þegar Samfylkingarfólk er farið að yfirgefa skútuna líka, þá eru þáttaskil í veröldinni. Og auðvitað var það kona sem reið á vaðið, þær eru yfirleitt samviskusamari og heiðarlegri en karlar í pólitík. Hausti verður eflaust spennandi fyrir þá sem vilja breytingar.
Málið er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir nýtur ekki trausts meirihluta landsmanna, og svo virðist sem meirihluti þjóðarinnar vilji hana burt. Ekki bataði nú um þegar ljóst varð að það var allan tíman Jóhanna sem barðist gegn niðurfellingu vaxta og skulda almennings til að vernda íbúðarlánasjóðinn. Ætli fleiri en almennum landsbúum hafi ofboðið, og þetta sé ef til vill einn angi af því. Það er erfitt að þurfa að taka niður geislabauginn, þegar ekki þýðir að bóna hann eða bera á vegna ryðs, heldur þarf að mála hann eða henda í ruslið.
Eins og ég hef sagt áður, þetta er að verða búið. Bara spurning um hvað tekur við. Og þar þurfum við landsmenn að vera á tánum og ekki hlusta á fagurgala fyrrverandi stjórnvalda um betri tíð og blóm í haga. Þá verðum við að muna að þau eru öll eins sami bossinn undir þeim öllum þegar þau komast að. Þess vegna þurfum við að hugsa vel okkar gang og spá í hvað fólk hefur gert, en ekki hverju það hefur lofað.
Þórunn ætlar í heimspeki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 2022061
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna held ég að þú hafir hitt naglann beint á höfuðið. Þessi grein er alveg meiriháttar góð og skelegg í alla staði. Til hamingju...
Jóhann Elíasson, 2.9.2011 kl. 17:31
Jóhann minn einhvernveginn svona lítur þetta við mér Takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2011 kl. 17:47
Ásthildur mín,meðan ég var að lesa greinina,datt mér í hug framboðsfundir,sem eru oftast undanfari kosninga,eða einhverskonar röðun á lista,sem er allra mesti vandinn,af fenginni reynslu. Ég legg til að kjósendur skori á menn sem hafa gott orð á sér,að gefa kost á sér. Einhverjir annmarkar eru á þessum prófkjörum vegna mismikilla fjárráða frambjóðenda til að auglýsa sig. Hvað með þig,væri á þig skorað?
Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2011 kl. 18:02
Helga mín ég er orðin gömul og bitlaus. Ég mun líka berjast með Frjálslynda flokknum ef kosið verður fljótlega. En á langri æfi hef ég lært að aldrei að segja aldrei.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2011 kl. 18:30
Ásthildur nú er ég hissa. Frjálslyndi var alt í lagi þegar Sjálfstæðismótin voru í Reykjanesi hérna í den. En það er útilokað að kjósa Frjálslynda til ábyrðarstarfa...Endurvekjum heldur Sjálfstæðismótin og kjósu Íhaldið...
Vilhjálmur Stefánsson, 2.9.2011 kl. 22:43
Já þau voru skemmtileg sjálfstæðismótin í Reykjanesinu.
En ég hef upplifað of mikla lygi og undirróður í Sjálfstæðisflokknum til að geta kosið hann aftur. Það mun ég ekki gera Minn kostur verður Frjálslyndi flokkurinn, þar er fólk sem ég þekki og veit að eru traustsins verð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2011 kl. 00:57
Þetta eru virkilega athyglisverðar vangaveltur!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.9.2011 kl. 02:06
Hún kann ekki við tilhugsunina um að vera borin út úr alþingishúsinu í október. Better save than sorry!
X-F (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 09:51
Rakel þetta er svona mín tilfinning, hún er að fara af því bara. Ég hef ekki trú á því að fólk fari svona út á miðju kjörtímabili bara til að fara í skóla, það er allavega mín tilfinnig. Og miðað við óvinsældir formannsins og ríkisstjórnarinnar er það skiljanlegt að fólk hugsi sig um. Sér í lagi þegar það verður heyrin kunnugt að Jóhanna hefur ekki bara svikist um að efna skjaldborgina, heldur hefur hún beinlínis unnið gegn henni. Það er erfiður biti að kyngja fyrir fólk með samvisku.
Nákvæmlega X-F.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2011 kl. 11:07
Sæl Ásthildur
Ef allt hefði verið slétt og í góðum gír þá hefði hún tilkynnt þetta um mánaðarmótin og varamaður haft smá undirbúning en allt er þetta partur af leikfléttunni því bráðlega verður gerð atlaga að Gjástykki og friðlýsa hluta þess þótt Þórunn sem umhverfisráðherra hafi staðfest það og heimamenn með alla ásana í hendi sér.
Hvernig skyldi henni hafa liðið í þingsölum þegar sú helreið fer fram og því best að vera langt í burtu. Það sama mætti gera með nýja kvótafrumvarpið þegar VG hlustar ekki á rök banka útgerðarmanna og annarra hagsmunaaðila því þeir séu bara ruglaðir með röfl þótt sumir hverjir hafa keypt kvóta fyrir milljarða og hugsanlega slegið lán til þess.
Formaður nefndarinnar ætti að fá lögspaka menn til að skoða Hæstaréttardóma í skilnaðarmálum útgerðarmanna þar sem spúsunum er dæmdur helmingur kvótans í búinu á grundvelli eignarréttarákvæða. Jamm þannig er það nú.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 11:08
Merkilegt að Bjarni Benediktsson sagði á alþingi í gær að ekki yrði kosið fyrr en eftir tæp tvö ár. Hefur hann ekki einu sinni trú á því sjálfur sem hann er að gera? Semsagt að reyna að koma ríkisstjórninni frá.
Sæmundur Bjarnason, 3.9.2011 kl. 11:21
Þú kemur með nýjan flöt á þetta Þór.
Er hann ekki bara kurteis Sæmundur. Veit ekki. En við skulum sjá.
Annars las ég þetta í morgun: http://www.visir.is/ludvik-hugsar-sig-um--thad-maetir-einhver-a-thingfund-a-manudaginn/article/2011110909821
Sem sagt Staðan er nú ekki meira spennandi en svo að Lúðvík þarf að hugsa sig um áður en hann ákveður að taka sæti. Ekki virkar þetta þá vera neitt gylliboð. einhver mætir þessi setning er algjörlega frábær. Einhver mætir á mánudaginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2011 kl. 12:02
Flott grein Ásthildur mín en leitt þykir mér að þú ætlir að kjósa Frjálslynda flokkinn. Þó það sé nú skömminni skárra en fjórflokkurinn.
En verður ekki tími kominn á sérstakt nýtt afl sem snýst um að koma ekki manni inn? Eða rugla up öllu kerfi fjórflokkana. Slíkt framboð gæti komi fram í öllum kjördæmum. Þetta væri spurning á sérstakri útvinklun á því. En með tilliti til nýrrar stjórnarskrár væri þarna alla vega skoðun á þessum möguleika. Þú og ég gætum boðið okkur fram en síðan ekki tekið sæti ef við næðum inn? Sem og allir sem vilja róta algjörlega upp kerfinu.
Guðni Karl Harðarson, 4.9.2011 kl. 00:36
Finnst þér ég ekki vera frumlegur?
Guðni Karl Harðarson, 4.9.2011 kl. 00:38
Jú frumlegur ertu Guðni minn.
En mundu að Frjálslyndi flokkurinn var nýr flokkur sem náði inn mönnum. Það var ekki fyrr en stjórnvöld og nokkrir öfgamenn náðu að skemma svo fyrir að fólk afneitaði okkur. En við eigum marga aðdáendur um allt land, og það er nær að einbeita sér að þeim smáflokkum sem þegar eru á koppnum en stofna nýja. Málið er að stefnuskráin okkar er afar góð og hefur verið mikið unnið í henni, ég hef tekið þátt í þeirri mótun. Allt stjórnkerfið er til staðar og grunnurinn tilbúin. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og auðvelt að koma á stjórnmálaflokki, og til að hafa áhrif þarf að bjóða fram í öllum kjördæmum.
Ég legg frekar til að litlu flokkarnir, sem hafa svipaða stefnu fari í samstarf, til dæmis er Frjálslyndi flokkurinn miklu sterkari á landsbyggðinni, meðan Hreyfingin er meira í Reykjavík. Ef Lilja Móses og Atli kæmu svo með sem óháð, þá verum við sterkari. Það er ekki bara lausnin alltaf að stofna eitthvað nýtt. Heldur byggja utan um það sem fyrir er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2011 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.