Að læra að lesa og skrifa.

Ég hlustaði á viðtalið við Jón Gnarr í morgun.  Ég er satt að segja á báðum áttum um hvað mér finnst um það sem hann sagði.  Sérstaklega þetta að leggja niður skólaskyldu. http://eyjan.is/2011/08/23/jon-gnarr/

Ég er með ungling í grunnskóla sem er ofvirkur með athyglisbrest, honum leið stundum illa í skólanum því hann átti erfitt með að höndla þá sem í kring um hann voru.  Það breyttist þegar hann var meðhöndlaður rétt.  Þó hann sé enginn fyrirmyndarnemandi svo sem, þá er hann bráðklár og unir sér vel í skólanum í dag. 

Ég fór að hugsa um hvað ef skólaskylda væri afnumin.  Þá myndu einhverjir hugsa sig um, það kostar heilmikið að hafa börn í skólum, það kostar bækur og það sem til þarf, svo þarf að koma þeim í mötuneyti og svo ekki sé talað um skólafatnað.  Hvað ef við tækjum Jón Gnarr nú á orðinu og skólaskylda væri afnumin.  Hve mörg ár myndu líða áður en tungumálið færi forgörðum.  Áður en blöð hættu að koma út og bloggarar hyrfu af sjónarsviðinu?  Áður en grunnstoðir samfélagsins hreinlega myndu gliðna sundur?

Það er viðurkennt að grunnundirstaða móðurmáls er þekkingin á því.  Og grunnundirstaða þess að læra önnur tungumál er að menn séu góðir í sínu eigin tungumáli.  Vill ekki borgarstjórinn einmitt ganga í Evrópusambandið?

Hvað með reikningin?  Þegar menn gætu ekki einu sinni reiknað út hvort þeir eru að fá rétt laun á launaseðlinum?

Ég skil vel að Jóni Gnarr hafi liðið illa í skóla, hann talar um að sér hafi verið hótað öllu illu, að það yrði ekkert úrhonum og hann jafnvel næði sér ekki í konu. En sem borgarstjóri getur þessi maður ekki leyft sér að tala svona. Því þó upp komi vandamál þá eru þau til að leysa þau en ekki til að bara hætta við og gefast upp. 

Ég hef reyndar aldrei skilið fyndni hans.  Og reyndar fer hann oftast í taugarnar á mér.  En ég verð að viðurkenna að í svona einlægum viðtölum þá berjast í mér tvær tilfinningar, önnur er að það sé gott að til séu menn sem þora að tala á þessum nótum þó þér séu borgarstjórar, og svo hneykslunin yfir því að borgarstjóri tali svona óábyrgt.

Þá er ég að spá í fyrir utan ábyrgðarleysið að láta svona vitleysu út úr sér, þá er hann samt að segja eitthvað sem er öðruvísi og vekur fólk upp úr andvaraleysinu sem er daglegt brauð á Íslandi.

Ef til vill var hann bara í viðtali sem Jón Gnarr skemmtikraftur en ekki sem borgarstjórinn Jón Gnarr.

 Ég get reyndar sagt honum að að hefur margt breyst í grunnskólum landsins síðan hann sat þar óviljugur á bekk.  Í dag er meira lagt upp úr því að hlú að nemendum, gera ýmislegt annað  til dæmis að fara í náttúr- og skoðunarferðir, temadagar og ýmislegt sem er gert til að létta þeim innisetur.  Vandamálin eru rædd ef upp koma.  Þ.e. ef foreldri fylgist með því hvað er að gerast með barnið þeirra í skólanum.  En oft hafa skólastjórar og kennarara frumkvæði að því að ræða við foreldra ef þeir sjá eitthvað sem betur má fara. Þannig er það allavega hér í þessum skóla hér. 

En ég get líka sagt honum að grunnurinn undir það að verða einstaklingur sem þarf að takast á við lífið er einmitt að læra að lesa og skrifa.  Allt hitt kemur svo sem ábót á það. 

Þess vegna vona ég að þetta hafi bara verið einn af Tvíhöfðaviðtali við skemmtikraftinn Jón Gnarr Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ansi er ég hrædd um að mikil afturför yrði ef skólaskylda yrði felld niður, en það kæmi sér kannski vel fyrir Reykjavíkurborg í bili að lækka kostnað. En ég er viss um að fræðsla reynist betur til lengdar og að leggja áherslu á að öll erum við mismunandi og að taka þurfi tillit til annarra. En ég tek reyndar aldrei mark á Jóni Gnarr, mér finnst samt svona ummæli geta valdið meiri skaða en gagni.

Dísa (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 16:05

2 identicon

Sammála Ásthildur - og gasalegt að yfirmaður stærsta sveitarfélags landsins skuli ,,gapa" svona.

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 20:20

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Ég er að mörgu leyti sammála Jóni Gnarr, - skólakerfið er úr sér gegnið eins og það er í dag. Þetta hefur verið rekið sem nokkurskonar herskylda og fjöldinn allur að börnum hefur átt mjög erfitt uppdráttar, því þau hafa ekki fallið inn í "kerfið", það er a.m.k. mín reynsla sem á fjögur uppkomin börn. Sjálf byrjaði ég ekki í skóla fyr en 10 ára og þá í farkennslu þar sem við vorum 1/2 mánuð í skóla og 1/2 mánuð heima til skiptist. Reyndar missti ég úr 1 vetur vegna veikinda og saknaði ekki skólans eða fannst ég vera að missa af einhverju :)

Hin svokallaða menntun hefur verið algjörlega ofmetin enda klysjukennd og ekki í takt við þær einstæðu breytingar sem nú eiga sér stað í um alla jörð. Hverskonar listsköpun er framtíðin!

Síðan að þurfa að rífa hvern einstakling á fætur fyrir allar aldir sama hvernig honum líður er HORROR!

Algjörlega kominn tími á uppstokkun á þessu öllu!

~ kv. vilborg ~

Vilborg Eggertsdóttir, 23.8.2011 kl. 20:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dísa mín sammála það skiptir máli að Það væri afturför að taka skólaskyldu af. Hreinlega út úr korti.

Einmitt Ingibjörg mín það er ótrúlegt að horfa upp á sveitastjóra stærsta sveitarfélagsins"gapa" svona.

Vilborg mín, vissulega má gagnrýna skólakerfið og það sem þar gerist. En að hætta að kenna ungu fólki að lesa og skrifa er sorrý algjörlega út úr korti, og áhrifin til lengri tíma litið er bara þannig að þá drabbast allt niður hjá okkur, því vissulega er undirstaða menningar að fólk kunni að lesa og skrifa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2011 kl. 21:03

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það kom nokkuð vel í ljós í þessu viðtali að maðurinn er EKKI með fulla fimm, ekki einu sinni hálf fimm........

Jóhann Elíasson, 23.8.2011 kl. 21:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þetta hefur ekki verið svona grínþáttur að hætti Tvihöfða, þá er þetta skandall að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2011 kl. 22:24

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrst Jón er svona þrátt fyrir sína skólagöngu, hvernig hefði hann orðið án hennar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2011 kl. 23:44

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

mikið sammála Jóhanni boggvini þarna og eiginlega ykkur öllum/Þakka góðan pistil Ásthildur /Kveðja

Haraldur Haraldsson, 24.8.2011 kl. 00:28

9 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta kaus fólk víst, fæ seint skilið af hverju.

Gunnar Waage, 24.8.2011 kl. 06:05

10 Smámynd: Kidda

Hann er bara ekki í lagi að koma með svona yfirlýsingar. Hann er kannski að vinna í hugmynd af sparnaði fyrir borgina  

Kidda, 24.8.2011 kl. 09:00

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það má spyrja sig að því, hvernig hann hefði verið ef hann hefði ekki lært að lesa og skrifa?  En er það ekki einmitt málið, með því að afnema skyldunám myndi einmitt sumir komast áfram en aðrir sætu eftir í súpunni, því foreldrarnir hefðu einfaldlega ekki efni á skólagöngu fyrir börn sín, þar gæti verið um að ræða að eiga fyrir mat eða skólanum.  Ef ástandið verður svona áfram. 

Og ef þetta er sparnaðarhugmynd má benda á að þar sem ekki er skólaskylda t.d. í Bandaríkunum sem hann minntist á, þá eru glæpir þar daglegt brauð sérstaklega vegna glæpagengja ungs fólk sem ekki hefur gengið í skóla og er því utanveltu í þjóðfélaginu.  það er líka dýrt að þurfa að eiga við slíkt, jafnvel þó ekki sé hlúð að þeim með fjölskylduhjálp, þá þyrfti samt sem áður kostnaðarsöm úrræði gegn því.

Hélt að glæpastarfssemi væri ærin fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 10:08

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mann rekur í rogastans þegar einhverjir hérlendir vitna í Bandaríkin sem fyrirmynd í félags- heilbrigðis- og menntamálum.

Þegar búið verður að taka Bandaríkin á skólakerfið og sortera frá börn "lágstéttarpakksins" sem ekki hefur efni á skólagöngu barnanna og þannig létt á útgjöldunum hins opinbera og ólæsinu komið í sama horf (40%) og þar vestra, er þá ekki eðlilegast að taka Bandaríkin líka á heilbrigðiskerfið? Bandaríska heilbrigðiskerfið er það dýrasta í heimi, en  jafnfarmt hlutfallslega það óskilvirkasta.

Þeir eru örugglega búnir að kveikja á kerti, ef ekki tveim, fyrir Jón Gnarr á altari frjálshyggjunar í Valhöll.

Ólæsi í Bandaríkjunum;  hér,   hér,   

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.8.2011 kl. 10:58

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar sem á þetta er litið þá er það í besta falli kjánalegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband