Má bjóða ykkur í ferðalag?

Fljótavík í Sléttuhreppi er mín paradís. Ég verð að komast þangað með barnabörnin mín einu sinni á sumri til að fá orku og útrás.  Börnin eru reyndar ekkert skárri en ég, þau byrja að hlakka til að fara næsta ár um leið og þau fara heim úr síðustu ferðinni. 

IMG_2914

Það er hægt að fljúga eða fara með bát.  En olía er orðin svo dýr að það liggur við að það sé á við utanlandsferð bara að komast norður.  Það tekur kortér að fljúga með Fljótavíkurfluginu og flugmaðurinn Örn er afskaplega öruggur og góður flugmaður.  Reyndar eru þrír flugvellir fyrir norðan, einn í Tungu og svo fjaran Atlastaðameginn og síðan tvær brautir á túninu. 

En hér er beðið eftir fluginu.

IMG_2916

Og hér er flugvélin.

IMG_2921

Veðrið var yndislegt og við hlökkum öll til að komast norður.

IMG_2923

Þá er að hlaða í vélina, flugmaðurinn Örn.

IMG_2925

Útsýnið ekki amalegt inn Djúpið.

IMG_2927

Bolungarvík.

IMG_2930

Lágskýjað yfir Djúpinu, en sjórinn fagurblár.

IMG_2931

Þegar komið er norður fyrir erum klettarnir marglitir af fugladriti og jarðvegsleifum.+

IMG_2935

Þvílík auðn!!!

IMG_2939

Og bárurnar brotna við kletta.

IMG_2941

Þetta er kraftmikið umhverfi svo ekki sé meira sagt.

IMG_2942

Alveg að koma.

IMG_2944

Atlastaðir.

IMG_2945

Og þá er bara að týna saman dótið og yfirgefa flugvöllinn.  The Airport. Smile

IMG_3018

Eins og sjá má var hlýtt og notalegt hér við ysta haf.

IMG_3019

Og flugvélin hefur sig til flugs heim á leið.

IMG_3020

Stefan þýskur vinur okkar var komin á undan okkur og hafði tjaldað fram við Reiðá kvöldið áður og hafði veitt silung í matinn, sem við borðuðum með bestu list um kvöldið, steiktan á Fljótavíkurvísu.

IMG_3023

Já það var gott að vera komin norður.

IMG_3025

Reynir Atlason hjálpar mér við að steikja fiskinn.

IMG_3026

Það er eins gott að kenna þeim hvernig ber að umgangast þessa paradís, því þau munu erfa landið.

IMG_3031

Já þau skemmta sér vel börnin.

IMG_3032

Allt að verða klárt fyrir dinner nýveidda bleikju ekki amalegt það.

IMG_3034

Og börnin skála í barnakampavíni, (óáfengt auðvitað)Til að fagna því að vera komin norður.

IMG_3035

Nammi namm.

IMG_3036

Hér er ekkert rafmagn, bara gas, kerti og spil.

IMG_3037

Og það var einmitt mikið spilað.

IMG_3039

Sandur og vatn eitthvað sem heillar krakka á öllum aldri.

IMG_3040

Ég fór að skoða hvalinn, hann liggur þarna og ilmar eins og ......... Pouty

IMG_3041

Einhverntíman fljótlega mun hann springa og þá verður veisla fyrir fuglana sem bíða eftir að komast í hræið.

IMG_3042

Bíða á áhorfendapöllum eftir því að eitthvað gerist svo þeir komist að.

IMG_3044

Stóru strákarnir eru líka að fara að skoða hann, þeir eru á gönguferð um Hornstrandir ætla í Hornvík og eitthvað áfram næstu daga.

IMG_3046

Það þarf að hafa með sér stígvél og nóg af sokkum því hér heillar vatnið mest af öllu.

IMG_3049

Svo þarf að höggva í eldinn.  Úlfur kennir Daníel réttu handtökin.

IMG_3050

Svona á að gera þetta!!!

IMG_3054

Og ekki er amalegt að segja draugasögur í fullu tungli við kertaljós.

IMG_3060

Bræður.

IMG_3063

Nóg af býflugum og geitungum hér líka.

IMG_3065

Svo er bara að láta fara vel um sig í góðu veðri.

IMG_3068

Og svo kvöldar aftur.

IMG_3070

Ljósashow.

IMG_3071

Fallegt sumarkvöld.

IMG_3074

Maður getur skynjað kyrrðina í myninni.

IMG_3081

Eitt er það sem þau verða að fá að gera þarna fyrir norðan, en það er að fara yfir ósinn í Julluborgir og stökkva í sandöldum sem þar eru.  Og þá fá þau lánaðan bát hjá Ingólfi og Boggu.

IMG_3082

Það finnst þeim yndislegt.

IMG_3084

Svo eru það bara mömmur og ömmur sem verða að þurrka fötin LoL

IMG_3087

Svo þarf alltaf að ganga vel frá öllu.

IMG_3095

Það er gaman þegar fullorðna fólki nennir líka að spila við mann.

IMG_3097

Og fara í andaglas, undir kontról frá ömmu.

IMG_3099

Atli frændi nýkomin úr Reiðá með einn stóran. Veiddi reyndar fleiri en lét strákana hafa þá með sér í gönguferðina.

IMG_3101

Kvöldsólin.

IMG_3104

Kvöldið er fagurt.

IMG_3105

Júlíana Lind.

IMG_3106

Flottar stelpur og Sigurjón auðvitað.

IMG_3109

Stubburinn, pabba hans langaði alltaf svo til að fá að fara með hann í Fljótavík, ég er viss um að hann hefur verið glaður með að sá stutti er farin að koma, þetta er í annað sinn sem hann kemur með mömmu sinni.  Heart

IMG_3111

Þau eru ótrúlega góð hér í óbyggðum, frjálsir og glaðir krakkar.

IMG_3114

Máninn fullur fer um heiminn.

IMG_3116

Speglar sig í vatninu.

IMG_3117

Og himininn rauður og fagur.

IMG_3129

Og hér segir Atli uppáhaldsdraugasöguna þeirra Pitty pittý puff puff, og sumir þurfa smá umhald. Heart

IMG_3135

Og spila spila spila.

IMG_3137

En það er góð skemmtun.  Svo má líka horfa á Fire eitt tvö og þrjú á kvöldin þegar búið er að kveikja upp í kamínunni.

IMG_3138

Svo er hugað að veiðigræjunum.

IMG_3141

Smá fikt í kertunum tilheyrir líka.

IMG_3149

Sunnudaginn grilluðum við læri, þá var aðeins byrjað að rigna.

IMG_3156

Og það smakkaðist bara vel.

IMG_3162

Og það varð að klæða sig upp í regngalla þegar farið var út.

IMG_3165

En kvöldið var samt fagurt þegar sólin kvaddi.

IMG_3167

Yndisleg tilfinning.

IMG_3168

Sól og máni hlið við hlið.

IMG_3171

Jamm sumt getur maður einfaldlega ekki staðist.  Smile

IMG_3176

Það má gera ýmislegt sér til dundurs það gerðu stelpurnar mínar.

Þegar hér er komið sögu var skollið á þvílíkt veður með úrhelli og roki, þá var notalegt að vera innandyra.

IMG_3186

Þá er tími fyrir knús, lestur, spil, krossgátur og hvað og hvað.

IMG_3187

Og jafnvel fullorðna fólkið leggur kapal.

IMG_3190

Þennan þarf ekki að kynna, hann er að verða heimsfrægur á Íslandi LoL

IMG_3191

Svo opnaðist smá glufa á himininn.

IMG_3196

Svo fallegt.

IMG_3197

Hér eru engin ljós til að skemma birtuna.

IMG_3198

Það hafði snjóað í fjöll og það fjaraði ekki úr í fjóra daga, vegna þess að sandurinn hafði hrannast upp í ósinn.

IMG_3202

En það var margt hægt að gera og við að vera samt sem áður.

IMG_3213

En öll él birtir upp um síðir og Atli fór út á Langanes að veiða, og kom með 9 stykki heim, gaf Boggu tvo.

IMG_3215

Svo er viktað og mælt, og gamli skátaforinginn kunni svo sannarlega að virkja ungviðið með sér.

IMG_3217

Allt skráð niður í veiðibók, það er skylda.  Svo var komið að mér að flaka og gera að fiskinum, ég er nefnilega best í því Tounge

IMG_3220

Hrogn, við grófum og jafnavel reyktum silung og frystum til að flytja með heim.

IMG_3228

Úlfur og Daníel vildu ekki láta sitt eftir liggja, þeir ætla fram á Langanes og jafnvel fram í Reiðá.

IMG_3230

Klárir í slaginn.

En við Atli fórum niður í fjöru til að leita að sjóreknu timbri til að eiga til upp á seinni tíma.

IMG_3243

Niður í ósnum voru frændur Pípí að leika sér.

IMG_3245

Hvalurinn hafði snúið sér og færst nær landi við allt flóðið eftir þetta skýfall sem varði í þrjá daga.

IMG_3246

Ekki beint frýnilegur blessaður.

IMG_3248

Ingólfur heldur að hann fari ekki úr þessu, fyrst hann fór ekki út núna.

IMG_3249

ég er viss um að ef þau hefðu vitað af Pípí hefðu þau beðið að heilsa honum.

IMG_3256

Hér má sjá hvernig vegirnir enduðu í stöðuvötnum eftir regnið.

IMG_3263

Stelpurnar höfðu bara haft það gott heima á meðan.

IMG_3271

Drengirnir höfðu farið alla leið fram að Reiðá, en þessa tvo veiddu þeir við Langanes. Hæng og hrygnu.

IMG_3275

Og það þurfti að vega meta og skrá.

IMG_3134

Þessi fiskur er komin í vatnið hefur ekki verið þar áður, hann étur bæði seiði silungsins og fæðuna.  Hann er því ekki aufúsugestur í Fljótavíkinni.

IMG_3278

Allt tekur enda það gerði líka þessi dýrðarvika í Fljótavík.  Og nú er búið að þrífa allt í hólf og gólf og ganga frá og beðið eftir fluginu.

IMG_3280

Ísafjörður.

IMG_3283

Margar skútur við festingar á pollinum.

IMG_3284

Ég vona að þið hafið haft gaman af ferð til Fljótavíkur með mér.

http://www.youtube.com/watch?v=GO8NoJq-tJg

Eigið góðan dag.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvort ég hafði gaman af ferðalaginu.  Í þetta eina skipti sem ég fór að veiða í Fljótavíkinni, þá var mér sagt að það hefði ekkert upp á sig að fara með flugu það eina sem virkaði var bara spúnn og það "reflex" en ég var ekki með neinn "reflex" og var nýlega kominn með flugudellu svo ég reyndi bara fluguna og viti menn eftir smátíma fór ég að "mokveiða" og það mjög vænan fisk, best reyndist að vera með flotlínu með sökkenda og tók fiskurinn best "Black Zulu" en það getur vel verið að hann hefði alveg eins tekið aðra flugu sem honum hefði verið boðið upp á.  Eitt sem ég hef tekið eftir er að þegar fólk kemur á afskekkta staði þá er eins og lífsgildin verði önnur, allir verða einhvern vegin nánari og andrúmsloftið verður allt mikið afslappaðra.

Jóhann Elíasson, 20.8.2011 kl. 15:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er rétt hjá þér Jóhann að silungurinn tekur betur flugu en spoon.  Og það er líka rétt að þegar fólk er komið út úr firringunni og öllum látunum nær náttúran að taka yfir sálina og allir verða einhvernvegin bljúgir og jafnvel lotningafullir yfir yndisleik og hrikalegri fegurð ósnortinnar náttúru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.8.2011 kl. 15:51

3 identicon

Hlaut að vera að þú hefðir komist í Paradís þegar ekki sást frá þér stafkrókur allan þennan tíma . Það er fátt skemmtilegra og meira nærandi en að fara á svona stað með sínum og bara vera. Yndislegt að sjá hvað þið nutuð þess .

Dísa (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 16:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín, já svo sannarlega er það gefandi bæði fyrir mig og afkvæmin að eiga aðgang að svona dýrð, og ég er afskaplega þakklát fyrir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.8.2011 kl. 17:50

5 Smámynd: Kidda

Takk fyrir að leyfa okkur að koma með ykkur í paradísina. Þetta hefur verið algjör sæla hjá öllum að vera laus við allt áreiti.

Kidda, 21.8.2011 kl. 08:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Kidda mín.  Já svo sannarlega er það gott að komast aðeins í burtu og slaka á í alvöru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.8.2011 kl. 10:30

7 identicon

Sæl Ásthilsur. Mig langar bara til að þakka þér fyrir bloggið þitt sem ég les ALLTAF :) Frábærar myndir hjá þér og gott blogg. Aftur: Takk fyrir mig!! María

María Úlfarsd. (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 15:50

8 identicon

Ásthildur - meina ég auðvitað!! ;))

María Úlfarsd. (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 15:52

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það María mín.  Og takk fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.8.2011 kl. 16:00

10 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir mig, það var gott að koma með til Fljótavíkur að þessu sinni. Kærar kveðjur til allra ferðafélaganna nema hvalsins. Oj.

Ragnheiður , 24.8.2011 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband