30.7.2011 | 22:39
Má bjóða ykkur í smárölt um lóðina mína?
Á þessum fallega degi langar mig til að bjóða ykkur í smá gönguferð um lóðina mína.
En fyrst er það Mýrarboltinn.
Þetta var algjörlega fullkomin dagur fyrir Mýrarboltann. Hlýtt smá rigning í smátíma og svo sól.
Enda er þarna gífurlegt stuð og gaman, ég fór samt ekki niður í skóginn, því þar er algjör örtröð.
Svo sannarlega er þetta hin besta skemmtun og á bara eftir að aukast og verða meiri þungamiðja.
Og hér eru enginn vandamál, því menn fá útrás í að sullast í drullunni.
Pípí er alveg að verða fullorðin, nema hann talar bara barnamál. Og ekki kann ég að hjálpa honum að tala gæsamál, því ég veit ekki einu sinni hvernig það hljómar. Ég er því orðin ákveðin í að kenna honum bara að gelta, því hann er að verða ágætis varðhundur. Ef fólk kemur sem er ekki presenterað af mér, þá sýnir hann allskonar takta til að hrekja það í burtu. En ef hann sér að ég meðtek fólkið, þá er allt í lagi.
Þetta er smá göngutúr, hér hef ég lagað uppganginn að kúlunni, og er hæst ánægð með árangurinn.
Dísarrunnarnir eru óvenjufallegir í ár.
Gullregnið mitt er að blómstar sínu fegursta.
Lúpínurnar líka og sporasóleyjarnar.
Hér eru sporasóleyjar og ljónsmunni.
Hjartarlindin mín er ekki ávaxin ennþá, en er öll að koma til.
Og Hrossakastanían er líka á góðu róli. svo og malusinn og beykið.
Geitaskeggið stendur alltaf fyrir sínu.
Risafuran mín, ég náði í fræ af henni úti í BNA af frælista.
Já þetta er frumskógur.
Snæsúran er yndislegt blóm, hún ilmar eins og engill.
Syringa josicea.
Var fyrst inn í garðskálanum, en setti hana út fyrir um 20 árum, og er nýbyrjuð að blómstra og sýna hvað hún getur verið falleg.
Þetta gullregn tók ég með mér frá Seljalandsvegi 77, húsið sem við áttum áður, ég man þegar ég plantaði því niður þar fyrir svona 30 árum, seint að kvöldi, Elli var að vinna sem dyravörður í félagsheimilinu í Hnífsdal og ég setti það of djúpt, svo það gerði aldrei neitt, en ég ákvað að flytja það með mér þegar ég flutti árið 1987, og viti menn þetta er í fyrsta sinn sem það blómstrar, og ég er svo stolt af þessari elsku.
Garðakvistill, ég lít á þessar plöntur sem vini mína, og það er svo gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna.
josicean mín svo falleg.
Gráreynir upp af fræi sem ég tók úr gamla kirkjugarðinum í Fossvoginum.
Svona bara enn eitt rjóðrið.
Þetta tröll þarf ég að losna við, stórhættuleg planta og komin ansi mikið út um allt. Er að vinna í að útrýma henni, tröllahvönnin.
Stóri burkninn. Alltaf jafn fallegur.
Meyjarrósirnar mínar stórar og flottar.
Og hér er þessi bleika, hinar eru rauðar.
Þær eru flottar þessar drottningar. Og svo risavalmúinn.
Þetta er nýja tréð mitt, það hefur blómstrað oft og mörgum sinnum meðan hin elskan hefur ekki sýnt neitt fyrr en núna í sumar.
Drekakvistillinn er ekker síðri en Garðakvistillinn, en skemmtilegra nafn.
Þessi ösp heitir Birgir eftir bankastjóra sem var hér í Landsbankanum, áhugamaður um gróður, og ég tók græðling af ösp sem er í bankastjóragarðinum. Glæsitré hann Birgir.
Stundum eru fjölæringar álíka og runnar, til dæmis geitaskeggið, svo flott og glæsileg planta.
Myndarlegur hlynur sem ég keypti á sínum tíma í Mörk, sem stórt tré, sem minnkaði ár eftir ár, en svo allt í einu náði hann botninum og nú liggur leiðin bara upp á við hjá Hlyni kóngssyni.
Blásól og svo lyngrósir sem neita að blómstra, ég þarf sennilega að fara að gefa þeim súran áburð.
Já ég held að þær þurfi skammt af súrum áburði. fagurrifs í forgrunni.
Japanslerki sem ég fékk hjá Halldóru fræmeistara í garðyrkjufélagi Íslands á sínum tíma.
Furur eru líka flottar.
Hér er broddfura í góðum gír.
Eik sem vinkona mín Alma gaf mér í fyrra ætlar að pluma sig úti, það verður gaman að sjá hvernig það gengur.
Þessar elskur áttu að fara í bæjarbeðin, en það verður ekkert af því, svo þær fara bara niður hjá mér. Bjartar og brosandi í sólinni.
Risavalmúin glæsilegur að vanda.
Fyrir utan risafuruna er þetta tré eitt það sem er í mestu uppáhaldi hjá mér. Dverghvítþinur, sem ég keypti hjá Guðmundi í Núpum fyrir mörgum árum, græðlingur af hliðargrein, þess vegna er það svona í laginu, en það er bara karakter og á hverju ári ber það þessa flottu köngla.
Dverghvítgreni flott og skemmtilegt.
Og picea orientalis, planta sem ég hafði mikið fyrir að ná í sem fræ, frá USU, ég fékk tvær plöntur úr sáningunni og gaf Ragnheiði vinkonu minni í gróðrarstöðinni í Borg í Hveragerði aðra. 'Eg týndi svo minni, en hún lét mig hafa þessa plöntu aftur, og nú er hún að komast á legg þessi elska eftir 20 ár eða svo. En komin fyrir vind.
Apablóm og hófsóley fylla svo lækinn öðrumegin við húsið mitt.
Og börnin mín fóru á Mýrarboltan og komu svona til baka
Og þetta þykir nú ekki mikið á mælikvarða þátttakenda Mýrarboltans.
Stundum held ég að ég sé einhverskona lukkudýr bæjarbúa, og mér líka það vel. Ég fæ allskonar beiðnir um aðstoð, eins og í dag hvort ég gæti sett saman blómavönd fyrir fólk sem var óvænt boðið í afmæli. Og þetta var nú ekki mikið mál, allt týnt í garðinum mínum.
Málaði svo líka kósyhornið okkar. Nú er það meira kósý en áður
Svo hjálpaði ég vini mínum Stefan að planta út fjölæringum í morgun í sumarhúsið þeirra hjóna, það var gaman líka.
Pípí er orðin stór, en talar ennþá barnamál, hér komu tveir menn í dag, og þar sem Pípí var að snuddast með mér út á lóð, spurði annar þeirra, er hún með unga einhversstaðar? Nei sagði ég hún er unginn Þá hélt hann að tístið frá henni kæmi frá ungum. Já ég held að ég bara fari að kenna Pípí að gelta.
Í mörg ár hefur verið hér maríerlupar með hreiður, ég var frekar hrædd um þau meðan kettirnir voru hér, en þau eru hér enn og ég hef gaman af að fylgjast með þeim og ungunum þeirra.
Þetta er ein af vinkonum mínum ensk pelargonía, sem ég hef haldið upp á í nokkur ár, svo falleg og svo gul milljonbells.
Flott nemensína líka, sem ég ætla að skoða betur.
Þessi planta er einmitt það sem geitungar og hunangsflugur elska, þau suða og tuða og elska þessa plöntu, og ég passa vel upp á að hún sé til staðar fyrir þessa vini mína.
Þetta er nú bara skot út í loftið.
Eins og ég sagði áðan þá eru dísarrunnarnir að skarta sínu fegursta hér á Ísafirði nákvæmlega núna.
Úlfarunninn minn flottur, ég er líka með lambarunna, hann blómstraði líka í sumar.
Hann er eiginlega komin á kaf í gróður, svo ég þarf að taka af honum græðlinga, hér sjást blöð af honum og svo stórglæsilelg fyllt hófsóley.
Færeyjarifsið mitt. Svo fallegt og flott.
Gullregnið yngri plantan hér brosandi og björt.
Lækurinn fylltur með gróðri.
Er etta ef til vill Amazon?
Stafafura sú elsta í garðinum. Öldungur sem ber að sýna virðingu.
Tígurliljan mín, ég á líka hvíta.
Lewisiurnar mínar þær þurfa meira pláss, það munu þær fá í haust, þegar ég fer að taka beðin í gegn.
Silfurreynir sem hallar sér undan öspum sem angra hann.
Reynir frá Birni í Grásteinum.
Jamm þetta er sennilega frumskógur.
Lúpínurnar eru líka í sínum besta búningi núna.
Fyllti kobbinn minn frá Herdísi í Fornhaga, minni frábæru gömlu vinkonu blessuð sé minning hennar.
Falleg sporasóley.
Já enn og aftur krókurinn minn, grillhornið nýmálað og fínt.
Andyrið mitt.
Og glæsigæsin Pípí varðhundur.
Og börnin að fá sér í gogginn.
Já plöntur og dýr geta alt eins verið vinir manns eins og mannskepnur. Það er ef til vill öðruvísi vinskapur, hljóðlátari en allt að einu væntumþykja og löngun til að hlú að og elska. Sama hvort það er villt dýr eins og Máríerlan, eða gæludýr eins og Pípí eða Brandur og Snúður, eða plöntur sem hafa verið með manni lengi og eru eins og góðir vinir sem manni þykir vænt um og vill ekki missa af. Það bara einfaldlega myndast tengsl sem ég tel að séu gagnkvæm, það er nú einu sinni þannig.
En ég vona að þið hafið notið ferðalagsins um lóðina mína, þetta er að vísu ekki alveg heildarmynd en svona góður partur af því sem hér er.
Eigið gott kvöld elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 2022842
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég naut þess svo sannarlega að labba með þér um garðinn, hann er yndislegur og margar áhugaverðar plöntur sem fara á óskalistann. Einhvern tímann verður nýji garðurinn minn fullur af gróðri eins og þinn
Knús í blómakúluna
Kidda, 30.7.2011 kl. 23:17
Ég efast ekki um það Kidda mín að þú komir því á koppinn með þínum dugnaði. Knús á þig ljúfust mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2011 kl. 23:41
Rosalega eru þetta flottar plöntur. Gaman að sjá þessar myndir. Hvað ertu eiginlega með stóran garð?
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 31.7.2011 kl. 00:49
Flottar myndir að vanda....
... en hvað varð um Snúð?
Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2011 kl. 01:04
Mér finnst eins og allar þessar fallegu jurtir,vaxi langt upp í hlíð,sé í himininn á sumum myndunum. En ein er sú jurt sem mig langar að fræðast um,ég held hún sé ekki gömul hér á landi. Ferlegir þyrnar stinga,ef ég reyni að ná blómum hennar,það er langt síðan núna. Það að hún vex villt í illa hirtum portum,segir mér að hún þurfi ekkert dekur. Rakst svo oft á hana þegar ég vann við innheimtu,um tíma. Eftir þennan PÚNKT,ákvað ég skyndilega að hafa þetta getraun, Útsvar,, kanski eru þessar stinguplöntur bara hér,,hver veit. Lít inn á morgun,með bestu kveðju.
Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2011 kl. 05:04
Þvílík paradís. Á dagskránni var að fara að heimsækja bróður minn sem hefur verið að kenna á Ísafirði og átti að vera þar núna. Hefði ég séð þessar myndir hefði ég verið búinn að senda inn beiðni umheimsókn. Þetta er algjörlega frábært, í ljósi þess að ég er aðdáandi fallegra garða.
Sigurður Þorsteinsson, 31.7.2011 kl. 13:11
Áshildur. Takk innilega fyrir að bjóða okkur í þessa fallegu ferð og fræðslu.
Þú ert alveg frábær, og deilir flottum myndum með okkur hinum, sem ekki kunnum svo mikið á plönturíkið. Maríuerlan og gæsarunginn eru sálir, sem gætu hafa verið í mannslíkama áður, og þú virðir og verndar þessar sálir.
Þú ert ómetanlega góð Áshildur mín
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2011 kl. 14:14
ég er ekki alveg klár á því, því ég hef alla hlíðina fyrir ofan mig Sigrún mín.
Hrönn mín það sem gerðist var að Snúður varð yfir bíl í vor. Hann fékk garnaflækju svo það þurfti að skera hann upp, en garnirnar voru of illa farnar, svo hann dó þessi elska. Og nú er Pípí byrjaður að gelta í bíla, og hann er grár eins og gatan, vonandi fer hann ekki sömu leið.
Erfitt að giska Helga mín. Nema að sjá mynd eða eitthvað álíka.
Sigurður þá er ekkert annað eftir en að skella sér í góða veðrið á Ísafirði.
Takk Anna mín fyrir þessi fallegu og hlýju orð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2011 kl. 19:47
Heil og sæl! Í gær var rellan mín með hörkumótmæli.Nú orðin róleg!! En ég "grænhöfði" í grænum viðfangsefnum,sá þessa fallegu rós fyrst í troðningum milli húsa fyrir neðan Kleppsveg í Rvk. Ég yrti á hana (svona í huganum) ,,Hvað ert þú að gera svona falleg innan um riðgaða kumbalda.,, Þar kom að ég sá hana víðar og linnti ekki látum fyrr en ég fékk að vita nafn hennar,sem er HANSA-RÓS. Finnst það ehv. minna á þýskaland,greinilega harðgerð,sem krefst ekki dekurs.
Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2011 kl. 14:36
Já Hansarósin er dugleg og þrífst allstaðar vel, svo ilmar hún líka svo vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.