Samúðarkveðjur til norðmanna og svo um daginn og veginn.

Ég vil byrja á að senda norðmönnum mínar innilegustu samúðarkveðjur, þetta er hræðilegra en orðum taki.  Og fjölskyldan mín þarna rétt hjá, það hefur verið algjör tilviljun hverjir áttu leið þarna framhjá.  Heart 

 

Það er annars  lítið af mér að frétta, ég er að hamast við að koma plöntunum mínum í betra horf, eftir margra ára vanhirðu.  Ég lét sem sagt bæjarbeðin alltaf ganga fyrir, svo var of seint að gera eitthvað hjá sjálfri mér. En það er gaman að takast á við þessa mikla verkefni.   Svo koma margir og fá að skoða, garðinn, það er gaman að fá afar jákvæð viðbrögð fólks.  Flestir nefna; ævintýragarður, eða: eins og að vera erlendis.  Cool

Við dundum okkur svo bara á milli krakkarnir og ég. 

IMG_2404

Eins og veðrið er búið að vera núna lengi hér, yndislegt, þá er mannlífið mikið í bænum, og afgreiðslufólkið getur setir úti í sólinni milli þess sem það afgreiðir viðskiptavini.  Þetta er hún Sigríður Ásgeirsdóttir.

IMG_2405

Hér sjáið þið hvernig flugfjaðrirnar eru að myndast á Pípí, hve sterklega þær eru, enda er þeim ætlað að halda honum á lofti yfir hafið til nýrra landa.

IMG_2407

Hann er algjört krútt, búin að missa mesta dúninn, mér sýnist hann reita hann af og éta hann.  Svo er hann komin með flösu, gæti verið út af því að hann er ekki að synda neitt, bara landdýr.

Annars er ég búin með morgunverkin.  Að hleypa Pípí út í garð smúla garðskálann, huga að hænunum, þær sluppu út í gær.  Ein svarta stóra hænan var búin að biðja um að fá að fara út í nokkra daga, ég vissi að hana langaði út, svo held ég að einhver álfur hafi ákveðið að hleypa þeim út, því allt í einu var búið að opna innnganginn inn í gerðið þeirra, ég veit að ég var þar sjálf síðust, að gefa þeim og ég veit að ég lokaði og það var enginn þarna nema ég og strákur sem hefur verið að vinna með mér. Ég heyrði allt í einu að ein hænan var farin að gala eins og hani.  Ég sagði við drenginn, þetta er hæna sem er að gala.  Nei sagði hann það getur ekki verið. Jú sagði ég, það er enginn hani í hópnum.  Þetta var rosalega fyndið.  LoL Rétt seinna voru þær komnar út.  Eg lofaði þeim að spóka sig í garðinum þann daginn, en seinnipartinn voru þær allar komnar inn í gerðið nema ein, svo ég varð að loka þær inn í kofanum og hafa gerðið opið.  Hún var svo komin inn í morgun og búin að verpa.  Svo þurfti að gefa þeim vatn, en nú er allt komið í sinn gang aftur með þessar elskur.  Já og svo þurfti að gefa fiskunum auðvitað.

IMG_2410

Tveir litlir ömmustubbar eru hjá mér núna þeir verða yfir þessa helgi.  Þeir eru kátir og skemmtilegir strákar Kristján Logi og Aron Máni, komnir heim frá Noregsi til að heimsækja pabba sinn og okkur hin.

IMG_2411

Þeir dunda sér við ýmislegt þessir kappar. Heart

IMG_2412

Pípí komin út í grasið eftir nóttina. 

IMG_2414

Hann er að verða mesta myndargæs.

IMG_2416

Og fallegur, hér eru líka máríerluhjón með tvo unga, þær hafa verið hér í mörg ár, ég óttaðist alltaf að þær lentu í kattarkjöftum en þær sluppu sem betur fer, og nú er heimilið kattarlaust, þó ég sakni þeirra Brands og Snúðs, þá er fuglalífið dásamlegt, hér er líka mikið af auðnutittlingum sem ég hef lítið séð áður og svo sá ég í gær einn pínulítinn fugl sem var röndóttur, svakalega fallegur,  hér hefur líka verið í mörg á einhver smáfugl sem hefur verið allt árið hér í einu trénu.

IMG_2421

Pípí er að verða stór, bráðum hættir hann sennilega að pípa og fer að segja bra bra LoL

IMG_2424

Aron Máni.

IMG_2425

Og þeir báðir saman og ég með myndavélina.

IMG_2426

Þetta er nú svona bara smáóður til lífsins, yndislegs dags og svo auðvitað druslugöngu. Ég ætla að reyna að komast og taka nokkrar myndir, en ég er upptekinn í sölunni einmitt á þeim tíma sem gangan fer fram. 'Afram stúlkur, ég er með ykkur í huganum, og ætla að reyna að koma og taka myndir.

IMG_1863

Svona til gamans er hér mynd af honum þegar hann var nýkomin í kúluna.

Eigið góðan dag elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá dagana þína.

Kveðja,

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 11:08

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tek undir samúðarkveðjuna til Noregs Áshildur mín. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með verðmætu gleðigjöfunum þínum  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.7.2011 kl. 11:35

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2011 kl. 11:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.

Kveðja til baka Ingibjörg mín.

Takk Anna mín.

Falleg mynd Axel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2011 kl. 12:15

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það kemur upp veiðieðlið í mér þegar ég sé þennan Æðarunga og vatn í munnin.Ég má ekki hugsa svona en maður vandist á að éta þessa blessuðu Fugla þegar maður var alast upp í Djúpinu og geri reindar en...

Vilhjálmur Stefánsson, 23.7.2011 kl. 17:30

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vilhjálmur þó... það má ekki éta Pípi, hann er eitt af tökubörnunum mínum.  Hann hefur gefið mér og okkur öllum ómælda ánægju frá því að hann kom hingað inn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2011 kl. 22:14

7 identicon

Skemmtileg frásögn. Ég er sammála þér, Pípí má ekki borða, maður borðar ekki einkavini sína. Kær kveðja í Kúlu.

Dísa (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 22:52

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Dísa mín, maður borðar ekki vini sína. Takk og kær kveðja til baka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2011 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband