Ísafjörður, Pípí og blóm.

Enn einn góður dagur á Ísafirði.  Svona eins og venjulega um þennan tíma.

IMG_2385

Togararnir liggja letilega við höfnina, og allt er kyrrt og rótt.

IMG_2386

Ísafjörður í tvívídd, reyndar svona flesta morgna áður en sólin kemur upp.

IMG_2387

Smile

IMG_2390

Pípí er búin að finna annan gæsarunga til að spjalla viðSmile Og hann er rosaánægður með félagsskapinn.

IMG_2391

Ég týndi honum í gær, hann var með mér upp á lóð eins og venjulega, en ég þurfti að bregða mér frá til að sinna viðskiptavinum og þegar ég kom aftur var hann horfinn, ég leitaði að honum og uppgötvaði allt í einu hve ég saknaði pípsins og ungans.  Úlfur fór svo að leita og fann hann og kom með hann reyndar bálreiðan, því hann hafði hreiðrað um sig inn í runnum upp á lóð. LoL

IMG_2393

Nykurrósirnar mínar flottar.

IMG_2394

Garðskálin í blóma.

IMG_2395

Nektarínurnar að vaxa.

IMG_2396

Blómin óvenjufín á þessum tíma, venjulega illafarin af hitanum, en það er einmitt vegna Pípí að þau eru svona fín, því ég þarf að smúla skálann daglega og úða þá líka yfir blómin, og svo auðvitað að ég er sjálf meira heima og hef meiri tíma fyrir dýr og blóm.

IMG_2399

Nelly moser og Villa De Lyon og gladiolan mín.

IMG_2400

Keypti þessar út í Austurríki í vor, þær eru mjög fallega.

En þetta var bara svona smákveðja frá mér, eigið góðan dag elskurnar. Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega er Pípí að verða unglingur og vill fá að djamma í friði svo hann hefur ekki kunnað að meta þegar Úlfur fann hann . Flott blómin þín eins og alltaf.

Dísa (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 11:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað, hann er svona að fara yfir svæðið þegar hann er orðin svona stór og þorir að fara aðeins lengra í burtu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2011 kl. 11:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir :)

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2011 kl. 12:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2011 kl. 12:27

5 Smámynd: Kidda

Vona að Pípí fái ekki gelgjuna á háu stigi og fari að stinga af Alltaf jafngaman að sjá myndirnar hvort sem þær eru af bænum þínum, lífinu í kúlu eða gróðrinum þínum.

Knús í blómakúluna

Kidda, 19.7.2011 kl. 12:28

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín, nei við skulum vona að hann stingi ekki af áður en hann getur bjargað sér sjálfur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2011 kl. 13:33

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Dásamlegar myndir.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 19.7.2011 kl. 16:51

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurbjörg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2011 kl. 16:53

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Góðan dag! Var að lesa á bloggi Kára,þar sem þú átt langar ath.semdir,ætla að gefa mér góðan tíma á eftir að lesa. Vildi segja þér,vegna þess að búið er að loka á ath.semdafærslu þar.   En fallegar myndir frá þér sem jafnan. Bestu. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2011 kl. 20:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2011 kl. 21:46

11 identicon

Þessar myndir eru yndi. Takk fyrir þær.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 22:39

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ingibjörg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2011 kl. 22:42

13 identicon

 Sjá þessar myndir eru eins og að fá gjöf.

  Hvergi meira logn!Blómin þín yndisleg.

        Takk! ErlaSV.

Erla (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 00:53

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Erla mín, og takk fyrir að láta vita af þér og takk fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2011 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband