Erum við ekki komin dálítið langt í tepruskap og tvískinnungi?

Mikið erum við rosalega orðin langt frá uppruna okkar ef fólk fer á límingunum þó einhver sprangi um nakinn.  Ég segi nú bara hverjum er ekki sama þó Jón Jónsson fari út á tippalingnum.  Þvílíkur teprugangur.  Fæðumst við ekki öll nakinn, og þó við höfum lært gegnum tíðina að klæða af okkur kuldan, þá er ekki þar með sagt að ef það er nógu hlýtt að við getum ekki gengið um án klæða ef við viljum, og af því að það TRUFLAR TEPRULEGA NÁGRANNA say no more.   old-man-bali-2002

Við höfum fengið líkama, og hann eldist svo hvað með það þó einhverjir komnir á aldur þurfi að fara út án fata.

Þvílík skömm að mann greyið hafi viljað þrífa bílinn sinn nakinn, og karlakerlingarnar og kerlingakarlarnir í næstu húsum hafa staðið á öndinni af hneykslun og teprugangi.

Er í alvörunni hægt að banna fólki að ganga um í fæðingarfötunum, eða verða næstu lög þannig að það sé bannað að fæðast nema barnið sé komið í föt áður en það kemur út, því það gæti hneykslað læknir og ljósmóður að sjá tilla eða píku, svona óforvarendis.

Nei mannskepnan er komin langt frá uppruna sínum og er í rauninni að afneita sjálfri sér með svona  teprugangi, segi og skrifa. 


mbl.is Áttræður strípalingur handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hahaha...sko þann gamla. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.7.2011 kl. 10:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm, honum líður sennilega betur svona eins og Guð skapaði hann  Þetta finnst mér ekkert vera skilt við perragang eða sýniþörf, frekar svona náttúrubarn.  Ekki var Þórbergi bannað að fara nakinn í sjóinn á sínum tíma, ætli hann hefði verið settur inn í dag?  Af því að einhver gæti ekki hugsað sér að hafa hann fyrir augunum þannig á sig kominn?  Ég spyr jú bara svona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2011 kl. 10:37

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrei má maður ekki neitt, eins og einhver sagði.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2011 kl. 11:52

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hvað er þetta sá gamli vissi sem var að ef hann færi að þvo bílinn myndu fötin hans blotna svo hann  sleppti bara að vera í fötum..... hefur sennilega lært af fyrri reynslu...

Sverrir Einarsson, 16.7.2011 kl. 11:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sverrir enda alveg rökrétt

Segðu Ásdís mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2011 kl. 12:25

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var í Velvakanda fyrir margt löngu, frásögn þar sem kona sagði farir sínar ekki sléttar vegna blygðunaráfalla sem hún varð ítrekað fyrir af völdum strípalings. Hún gat ekki farið út á svalirnar hjá sér án þess að við henni blasti þessi líka viðbjóður úr blokkinni á móti, þar sem maður valsaði um nakinn í íbúð, rétt eins og hann ætti heima þar!

Konan sagðist ítrekað hafa haft samband við lögreglu, án árangurs. Það mun svo hafa verið eftir að Velvakandagreinina að lögreglan lét loks til leiðast og kannaði málið. Þá kom í ljós að lögreglumennirnir þurftu að halla sér töluvert út af svölunum, á íbúð konunnar sem var endaíbúð, til að ná að sjá fyrir hornið á blokkinni til að fá  sjónarhorn á íbúð strípalingsins.

Það var svo gert grín að þessu í árámótaskaupi sjónvarpsins, þar konan látinn hanga í sigútbúnaði utan á blokkinni til að ná sem best öllum viðbjóðnum sem þröngvað var upp á saklausa nágrannanna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2011 kl. 14:14

7 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þarna er minnihlutinn sem ræður.
Og sennilega er það vegna þess að kirkjuleg gildi ráða.

Teitur Haraldsson, 16.7.2011 kl. 14:39

8 Smámynd: JEG

Sæl Ásthildur.

Alltaf jafn gaman að kíkja inn á bloggið þitt.  Aldrei lognmolla í kringum þig.....alltaf fjör og kærleikur.  Knús og kveðja úr Hrútafirði.

JEG, 16.7.2011 kl. 14:55

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ef allir hugsuðu svona eins og þið, þá vildi ég ekki reka fataverslun. En svona án gamans, þá finnst mér þetta allt í lagi svona upp að vissu marki.

Eyjólfur G Svavarsson, 16.7.2011 kl. 15:13

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið. Góð saga Axel mig rámar eitthvað í þetta.

Já ætli það sé ekki hluti af skýringunni Teitur. 

Takk fyrir JEG mín, gott að sjá þig hér aftur.

Jamm Eyjólfur, ekki ég heldur  En mér finnst í raun og veru ekkert að nekt, og sérstaklega þykir mér leitt að hlusta á fólk sem fær áfall af að sjá aðra nakta, þó það sé að þeirra eigin vali.  Hvernig líður þeim annars í sundlaugunum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2011 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2022297

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband