26.3.2011 | 17:30
Á skíðum skemmti ég mér.
Ég fór út að skemmta mér í gær. Var boðið að koma með á frumsýningu á söngleiknum Á skíðum skemmti ég mér í uppsetningu Elvars Loga fyrir Litla Leikkklúbbinn.
Leikritið verður sýnt fram yfir páska, svo það er góður tími til að skella sér út eitt kvöld og hlæja og skemmta sér í Edinborgarhúsinu. Þar er raðað upp stólum og borðum og hægt að vera með "léttar veitingar" meðan á sýningu stendur. Ósköp notalegt.
Ég tók nokkrar myndir en verð að biðjast afsökunnar á gæðum þeirra, því í raun og veru var bannað að taka myndir, svo ekki mátti nota flash og þær eru ekki í hæsta eða neitt nálægt því gæðaflokki.
En málið er að þær sýna leikgleðina og kátínuna sem leikendu okkur áhorfendum, og fengu fólk til að standa upp og klappa og dilla sér.
Veðrið hefur leikið við okkur og okkur finnst vorið virkilega vera handan við hornið.
Við hittumst nokkur í heimahúsi áður en farið var á leiksýninguna, hér er Guðbjörg mágkona sem stóð í ströngu við mat ásamt Önnu Margréti, þar sem við hittumst. Guðrún Jóhanns í djúpum pælingum við Guðbjörgu ætli þær séu ekki að spá í hvort það sé nægilegur matur
Íhugull leikstjórinn, örugglega að fara yfir öll atriðin, svona fyrirfram, hvort eitthvað hafi nú gleymst og svona. Leikstjórar eru nefnilega ekkert minna stressaðir en leikararnir á frumsýningu.
Tók þessar skemmtilegu myndir af svölum í Mjallargötu. Skátaheimilið hér beint framundan.
Gamla apótekið sem búið er að gera upp og þar eru nú íbúðir, sannkölluð bæjarprýði.
Og nýtt sjónarhorn af Erninum.
Að öllum öðrum ólöstuðum var hljómsveitin algjörlega frábær.
Sviðsmyndin var einföld og stílhrein og allt gekk upp með hana. Sem og allar inn og útgöngur leikara.
Búningar voru líka líflegir og skemmtilegir.
Og frammistaða leikara yfirleitt góð. Sum atriði voru hreinlega drepfyndin.
Leikararnir komust vel frá sínu, og átti allir góða spretti.
Þetta er auðvitað farsi og ýkt leiktilbrigði en svoleiðis átti það einmitt að vera.
Ég skemmti mér afar vel, þau notuðu líka salinn stundum sem var bara af hinu góða.
Maria Isabel sungin af krafti.
Leikgleðin skín úr út leikurunum. Þeir smituðu allan salinn með gleði sinni.
Og það var líka gaman eftir sýninguna hjá þeim að ná sér niður aftur.
Eftir vel unnið verk.
Já þetta var frábær skemmtun.
Það voru smáatriði sem má finna að að mínu mati. Sýninginn stóð yfirleitt vel allt kvöldið, en einstaka sinnum datt hún svolítið niður og missti marks. Annað sem ég vil segja að sumir söngvaranna hefðu mátt fá tilsögn í söng, auðvitað eru frumsýning alltaf þannig að menn eru nervusir. En þarna hefði mátt slípa betur.
En það er bara smáræði miðað við þessa gleði og skemmtun sem fór fram í gær. Og ég hvet fólk til að fara og hlægja og skemmta sér á þessum leiðinlegu tímum, þá er ekki vanþörf á að hlæja hátt og innilega og gleyma sér hreinlega.
Ég varð að hafa þessa með Myndinni var smellt af í augnabliksstundu. Eitt af þessum mómentum sem bara koma einu sinni.
En ég fékk leikhópinn til að stilla sér upp eftir sýninguna.
Innilega takk fyrir mig elskurnar, þetta er sýning sem virkilega er nauðsynlegt að fara á og hlæja.
Biðst aftur afsökunnar á myndgæðunum, þau eru bara eins og þau eru.
Langar líka að geta þess að þau voru margklöppuð upp, og salurinn bókstaflega logaði af fjöri þegar sýningunni lauk.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegt
Jónína Dúadóttir, 26.3.2011 kl. 18:38
Flott og eftir þér að stelast til að taka myndir þegar það var bannað
Dísa (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 22:17
Hahahaha já einmitt. En þau voru frábær þessar elskur, og ég held að ég hafi ekki truflað þau neitt.
Takk Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2011 kl. 22:31
Skemmtilegt
Dagný, 27.3.2011 kl. 00:36
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2011 kl. 01:58
Get sko vel trúað að það hafi verið gaman, það er svo gott að fara svona út og virkilega skemmta sér. Knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2011 kl. 07:23
Frábært plakatið - eitthvað svo einlægt! Og myndirnar í framhaldinu góðar. Jákvætt og gaman að sjá þetta.
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.3.2011 kl. 10:26
Takk allar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 10:52
Alltaf í djamminu!
Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2011 kl. 16:15
Já það má segja það
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 17:06
Ásthildur mín það var frábært að þið skemmtuð ykkur vel og takk innilega fyrir komuna:) En því miður var ég fram í sal og missti því af hópmyndatökunni:( En frábært að fá svo gott komment:)
Didda Hjalta (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 12:06
Takk fyrir innlitið Didda mín, en synd að þú varst ekki með á hópmyndinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 12:37
þakka hlý orð og komuna í leikhúsið fínar myndir hjá þér
Elfar Logi Hannesson, 28.3.2011 kl. 15:17
Takk Elvar minn og takk fyrir frábæra sýningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.