22.3.2011 | 12:43
Nú þarf að hugsa til framtíðar.
Það er nokkuð ljóst hvað sem stjórnarliðar segja að þessi ríkisstjórn er á síðustu metrunum. Útganga Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar er stórt högg. Ekki sísteftir að ljós er heiftin og hefnigirnin í forystunni, talandi með fagurgala um hve góðir liðsmenn þau hafa verið um leið og þau kasta þeim út úr nefndum á vegum ríkisins samdægurs. Látum vera að þau hefðu einfaldlega verið látin víkja sem formenn, en þarna sýndi forystan að allt það sem þau hafa verið að segja er satt, offorsið er þvílíkt og reiðin öllum ljós.
Það er allavega komin tími til að huga að framtíðinni. Allur fjórflokkurinn er rúin trausti, og almenningur hefur sýnt þeim rauðaspjaldið í öllum skoðanakönnunum undanfarið, þar sem meirihluti þjóðarinnar tekur ekki afstöðu um hvað þeir ætli að kjósa, ætla sitja heima eða skila auðu.
Enda sýnist mér að hvorki Framsókn eða Sjálfstæðismenn hafa áhuga á að gerast hásetar um borð í hriklekri skútunni. Hvað þá Hreyfingin.
Eina sem stjórnin getur gert í stöðunni er að fresta þessum EBS draumum, afþakka aðstoð AGS. Það voru mistök ríkisstjórnarinnar að byrja sinn feril á því að kljúfa þjóðina í herðar niður með mesta deilumáli allra tíma. Óskiljanleg mistök og að þau skyldu ekki fyrir löngu dregið málið til baka, til að friða þjóðina.
En nú þarf að huga að framtíðinni. Það sem ég lít skynsamlegast er að nú leysi forsetinn upp þessa ríkisstjórn kyrrstöðu, skipi utanþingsstjórn til tveggja ára, meðan flokkarnir endurskipuleggja sig og reyni að losa sig við skemmdu eplin í sínum röðum, til dæmis hrokagikki og kúlulánþega, styrkjakónga og svo framvegis.
Eftir tvö ár verði síðan kosningar. Og þá myndi ég vilja sjá bandalag þeirra sem virkilega vilja vinna landi sínu gagn. Þá á ég við að það bandalag standi saman af Hreyfignunni, Frjálslyndaflokknum, Lilju og Atla, og óháðra sem hafa talað fyrir réttlæti og jöfnuði. Og fólksins sem hefur verið að reyna að koma á framfæri hugmyndum sem eru skynsamlegar og réttlátar, þar koma nokkur nöfn upp í hugann, Gunnar Tómasson, Marínó Njálsson, Lára Hanna Einarsdóttir, og margir fleiri.
Mér er kunnugt um að fólk úr grasrót Frjálslyndaflokksins og Hreyfingarinnar hafa starfað þétt saman við ýmis þjóðþrifamál svo margt er líkt meðal þessara flokka, Hreyfingin er sterk í höfuðborginni en Frjálslyndir á landsbyggðinni. Þessi samtök myndur þurfa að slípa saman ýmis mál eins og ágreining um flugvöllinn í Reykjavík, en það er ekkert mál að salta hann um nokkur ár. Að flestu leyti sýnist mér að stefna þessara tveggja flokka geti vel farið saman, og mér sýnist líka að stefna Lilju og Atla fari að miklu leyti saman við þá stefnu líka.
Það er ljóst að við verðum eitthvað að gera ef við viljum hreinsa til. Og besta leiðin er að þessar grasrótarhreyfingar og það fólk sem virkilega kallar eftir réttlæti og gagnsæi myndi slíkt bandalag og reyni að fá sem flesta til að fylgja þeim. Þetta er allt fólk sem fólk treystir til að vera heiðarlegt og laust við klíkuskap og samtryggingu líkt og fjórflokkurinn hefur.
Ég vil að þessir einstaklingar sem ég hef nefnt og margir fleiri sem hér hafa komið við sögu en ég ekki nefnt, komi saman og ræði málin hvort ekki sé grundvöllur fyrir slíku bandalagi. Því okkur er lífsnauðsyn sem þjóð að bretta upp ermar og leggja okkar af mörkum til að breyta ástandinu. Aldrei hefur verið meiri grundvöllur fyrir slíkri grasrótarhreyfingu en nú. Aldrei hefur akurinn verið betur plægður fyrir breytingar en nú. Og við sem þjóð þurfum að fara að huga að því hvað fólk gerir, en ekki hvað það lofar.
Við erum orðin dauðþreytt á innihaldslitlum loforðum sem svo er ekki staðið við og fjandskapinn sem þeim er sýndur sem vilja fylgja sannfæringu sinni. Aldrei fyrr hefur verið betra tækifæri til að það fólk sem vill virkilega breytingar vinni nú saman að því að koma saman stefnuskrá, sem ætti að vera auðvelt, og fara að vinna SAMEIGINLEGA AÐ ÞVÍ AÐ MYNDA HÓP SEM ÞORIR OG VILL TAKA Á SIG AÐ BJARGA ÞJÓÐINNI. Burt með flokkapólitík og inn með hugsjónir og kærleikan til lands og þjóðar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2011 kl. 12:56
Ég er sammála þér, sérstaklega með það að fara í grasrótina og virkja hana.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2011 kl. 13:34
Ég er viss um að það fólk sem er orðið þreytt á fjórflokknum gæti hugsanlega stutt við fólk sem það treystir og þekkir af afstöðu sinni í hinum ýmsu málefnum landsins. Það þarf bara að koma þessu ferli af stað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2011 kl. 13:45
Heyr, heyr
Kidda, 22.3.2011 kl. 14:10
Mjög góð grein og vonandi lesa hana sem flestir því hún lýsir því nokkurn vegin hvernig almenningur í þessu landi hugsar. Jú fyrir utan þessar "örfáu hræður", sem styðja "ríkisstjórn fólksins" blindandi..................................
Jóhann Elíasson, 22.3.2011 kl. 14:36
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 14:36
Takk. Já ég er á því Jóhann að það sé einhvernveginn svona sem almenningur sér dæmið fyrir sér. Það er allavega mín upplifun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2011 kl. 15:19
Sæl! Satt að segja gleymi ég Frjálslindafl.,þetta gerist þegar þeir eru ekki á þingi. Mér er efst í huga að vinna sigur í Icesave fjárkúguninni,sé að fólk er í unnvörpum að kjósa hjá sýsla í Kópav. Fór inn á Kjósum.is þeir eru með á dagskrá eitt og annað,t.d. sanngirnismál varðandi kosningarnar. Úff ég er lasin,bíð góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2011 kl. 21:11
Ef við verðum svo heppinn að það komi fram 2-3 ný framboð sem hægt er að segja að séu "í lagi" (engar öfgar né grínframboð) þá held ég að þau eigi góða möguleika og við losnum að mestu við "fjórflokkinn".
Sigurður I B Guðmundsson, 22.3.2011 kl. 21:38
Heyr heyr !
Dagný, 22.3.2011 kl. 21:53
Frjálslyndi flokkurinn er til og hefur verið að vinna á fullu með sínu fólki, grasrótin þar hefur unnið náið með fólki úr grasrót Hreyfingarinnar, m.a. í að vinna gegn isesave kröfunni, og hafa sent frá sér ýmsar ályktanir til þjóðþrifa fyrir íslenska þjóð. Og þeir halda ótrauðir áfram að berjast til réttlátara kvótakerfis, og frálsra krókaveiða. Þess vegna eru þeir óvinir L.Í.Ú. númer eitt.
Sigurður, eins og við vitum bæði þá er það þannig að eftir því sem atkvæðin dreyfast víðar, því minni líkur eru á því að einhver smáflokkur nái inn, atkvæðin detta þá stundum dauð niður eins og sagt er. Þess vegna þykir mér vænlegra að þessi smáframboð taki sig saman í bandalag og sameini krafta sína. Ég er viss um að það ylli óróleika hjá stóru flokkunum. Ef kosið verður í vor eða byrjun sumars þá eru þessir flokkar meira og minna á hnjánum.
Ég tel samt að skynsamlegra væri að mynda utanþingsstjórn í svona 2 ár, með sérfræðingum, ESB málin yrðu geymd og aðeins yrði unnið að því bráðnauðsinlega verkekfni að koma Íslandi upp á fæturna aftur, og hjólum ativnnulífsins í gang og leiðrétta það misrétti sem almenningur hefur mátt þola hjá þessum ríkisstjórnum sem beinlínis ollu hruninu og þeirri sem var hluti af því dæmi, situr enn og hefur afar lítið gert til að leiðrétta eða berjast fyrir okkar hönd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2011 kl. 09:09
"Þess vegna þykir mér vænlegra að þessi smáframboð taki sig saman í bandalag og sameini krafta sína."
Þarna er sennilega besta leiðin í dag og sú eina til að fá mögulega eithvað nothæft út úr kosningum. Því miður þá er ég hræddur um að tækifærið tilkoma á utanþyngsstjórn sé runnið okkur úr greipum - eða í það minnsta full seint á ferðinni til að koma að teljandi gagni.
Haraldur Rafn Ingvason, 23.3.2011 kl. 22:01
Já einmitt Haraldur, ef fólkinu tækist að rotta sig saman um að standa saman um slíkt framboð myndi það í alla staði verða til góðs. Nú þegar fólk ber ekki traust til fjórflokksins þá er kjörið tækifæri að reyna á samvinnu fleiri aðila um sameiginlegt framboð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.