Ísköld fegurð.

Hér er fallegt veður dag eftir dag.  Þessi vetur hefur verið óvenjulega góður og snjóléttur.  Við erum sennilega að sigla inn í hlýindakafla hversu lengi sem hann varir.  Það sést líka á gróðri sem áður rétt lifði en er nú státin og glaður.  Sumar plöntur hreinlega orðnar illgresi eins og dúnyllirinn. 

En ég tók nokkar myndir af fossunum mínum litlu sem eru í klakaböndum.  Eru ekki náttúruverkin mestu listaverkin þegar allt kemur til alls?

IMG_0432

Það er einmitt svona fegurð sem er svo algeng að við erum hætt að staldra við og dáðst að.

IMG_0433

Um að gera að leyfa gleðinni að umvefja mann meðan horft er á þessa viðkvæmu fegurð.

IMG_0435

Fylla tankinn af orku og finna hvað lífið getur verið dásamlegt.

IMG_0436

Þessi listsýning er líka alveg ókeypis.

IMG_0437

Og meðan maður dáist að þessari fegurð, getur maður gleymt leiðindunum, sorginni og ástandinu.

IMG_0439

Bjóða íslenskri fegurð inn í sálina.

IMG_0440

Njóta þess sem er.

IMG_0438

Á morgun kemur nýr dagur sem þarf að takast á við. Því er best að leyfa þeim degi að hafa þær áhyggjur, og bera einungis áhyggjur dagsins í dag í dag. Heart

IMG_0441

Og morgundagurinn er framtíð barnanna okkar.  Heart

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir fallegar myndir elsku vina

Þú segir satt á morgun er framtíð barnanna okkar, verðum að standa vörð um þau.

Knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2011 kl. 12:25

2 identicon

Það er rétt hjá þér, við gefum okkur of sjaldan tíma til að njóta þess smáa í kringum okkur sem gefur svo mikið.

Dísa (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 14:20

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ Þvílíkar myndir! ~

- takk fyrir þetta frú Ásthildur :o))

Vilborg Eggertsdóttir, 12.3.2011 kl. 15:57

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Alltaf notalegt að koma við hjá þér, þó svo að langt sé orðið á milli . Knús til þín!

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.3.2011 kl. 16:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mínar yndislegustu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2011 kl. 17:25

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir. Dagurinn í dag er dásamlegur, svo bjartur og fallegur - eins og litli Sigurjón Dagur

Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2011 kl. 20:56

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, þetta litla skott er algjört æði.  Svo ljúfur líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2011 kl. 21:51

8 identicon

Þetta skoða eg alla daga,gott að hitta þig þar,einfalt og gefandi!!!

erla (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 21:53

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flottar myndir hjá þér....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2011 kl. 02:17

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Erla mín

Takk Jóna Kolbrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2011 kl. 10:42

11 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Þú ert náttúrubarn rétt eins og ég. Ég er alin upp á Laugum í Dal. og við fjölskyldan eigum þar hús í Árbæ. En að missa hr. Franz kött var svo sárt. Bestu kveðjur til þín og þinna. Bloggið mitt er thulo.is.

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 14.3.2011 kl. 12:34

12 Smámynd: Kidda

Það þarf víst ekki alltaf til einhvern risafoss tileð gleðja augun

Knús í fossakúlu

Kidda, 14.3.2011 kl. 19:20

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Ingibjörg mín.

Kidda nei stærðin skiptir ekki máli, heldur það sem að baki býr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 20:34

14 Smámynd: Laufey B Waage

Rosa flottar myndir.

Laufey B Waage, 21.3.2011 kl. 19:40

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband