Svona undir svefninn.

Smáfuglarnir eru svangir núna, þeir vita sem er að það er von á vetrarhörkum. Dýrin eru næmari ein við og þegar fuglarnir þyrpast að til að borða, og jafnvel heimta sífellt meira þá er nokkuð ljóst að það er von á hreti eða frosthörkum. Ég virði þessi litlu dýr afar mikils og elska að gefa þeim að borða og horfa á þá njóta matarins alveg í botn. Í gær gaf ég þeim fjóra stóra poka af kurluðum maís og ég get svarið það að ég naut hvers augnabliks að vita hve vel þeir nutu þess að koma og borða.  Sælla er að gefa en þiggja.

IMG_0407

Þeir eru varir um sig þessar elskur, en líka afar gráðugir enda svangir.

IMG_0411

Þeir eru með system sem ekki klikkar, því þeir hafa útverði sem vakta svæðin sem þeir vanalega fá eitthvað frá.  Nokkrir eru á verði og þegar maturinn kemur fara þeir og gera viðvart og eftir augnablik birtist allur skarinn.

IMG_0416

Og svo er etið og etið.....

IMG_0412

Veðrið leikur við okkur núna, þó sé dálítið kalt þá er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu.

IMG_0416

Jamm komin aftur skottin litlu.

IMG_0417

En það er farið að vora í kúlunni, brumin að springa út og eftir nokkra daga má sjá allskonar blómstur.

IMG_0418

Sumt er reyndar farið að blómstra.

IMG_0420

Mansúríu rósirnar mínar farnar á stjá og auðvitað blómálfarnir.

IMG_0431

Og svo blómstra ég líka Þessi mynd var tekin rétt áðan.

Ég segi bara góða nótt og sofið rótt í alla nótt. Heart

P.S. langar til að vekja athygli á vef vinkonu minnar hversdagshetjunnar sem er að berjast af alefni fyrir lífi sínu og heilsu.  Þar sem kemur fram sorglegar ásakanir á hendur geðlæknum sem hugsa um það eitt að gefa geðlyf en gleyma manneskjunni.  Þetta er holl lesning öllum, og svo er líka gott að senda inn hlýlega kveðju til hennar til að hjálpa henni til heilsu. http://tilfinningatorg.wordpress.com/2011/03/10/sma-frestun/#comment-56


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já, það má ekki gleyma smáfuglunum, ég gef þeim alltaf þegar snjór er yfir öllu og kuldi...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2011 kl. 01:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þeir hafa verið svo spakir,þegar harkan er mest,að þeir trítla upp á þröskuld. Ég skil ekki hvað er að,ég kemst ekki yfir eina línu án þess að þurrka hana út,síðan er ég löt. Er skúffuð með kannanir,þykist vita betur. Æi bíð góða nótt. 

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2011 kl. 01:51

3 Smámynd: Jens Guð

  Frábærar myndir.

Jens Guð, 10.3.2011 kl. 02:07

4 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ o ~

- fallegar myndirnar af ykkur, þér, fuglunum, gróðrinum og jörðinni, - enda öll af sama meiði.

- megi nóttin umvefja ykkur öll -

Vilborg Eggertsdóttir, 10.3.2011 kl. 02:51

5 identicon

Fínar myndir af fuglunum og trjánum, en flottust af þér, þú geislar.

Dísa (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 09:33

6 Smámynd: Kidda

Frábær mynd af þér mín kæra

Hérna hjá mér er mikið um allskonar smáfugla sem ég kann ekki einu sinni nöfnin á, nágrannarnir eru mjög duglegir að gefa þeim að borða. Þeir fá mat í allskonar fuglahúsum og í einu þeirra eru alltaf 2 epli sem þeir narta í. En það er líka mikið um risaketti sem eru iðnir við að þvælast hérna um. Hugsa að það séu vel yfir 100 fuglar sem eru hérna og virkilega gaman að horfa á þá.

Vorið að koma í kúlu, það líst mér vel á

Knús í vorkúluna

Kidda, 10.3.2011 kl. 09:34

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar ég var að koma úr viðtali við eigendur nýrra sjónvarpsrásar, stöð1 heitir hún og þar var ég beðin um að rifja upp feril minn í tónlistinni, sem spannar nokkra áratugi.  Byrjaði um 13 ára í söngtríói, og endaði sem gamalt brýni og allt þar á milli. 

Það var gaman að rifja þetta upp.  Veit ekki hvort stöðin nær meira en hér nærhéruð, en ég skal láta ykkur vita þegar þetta verður sýnt. 

Átti mjög skemmtilegt kvöld með yndislegu fólki að rifja þetta allt upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 10:23

8 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þú tekur svo frábærar myndir og ekki er textinn sem fylgir myndunum verri.... þú færð plús fyrir allt þetta.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.3.2011 kl. 13:59

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sóldís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband