Æ Æ Steingrímur!

Börnin í sandkassanum, af því að pabbi segir nei, þá á að taka hann úr umferð!

Það er með ólíkindum þankagangurinn í forystumönnum þjóðarinnar, þeir eru svo gjörsamlega úr takti við almenning í landinu, enda er Steingrímur búin að sitja og orna sér við eldinn í 28 ár, en það er langt yfir það hægt er að sætta sig við.  Maðurinn löngu búin að gleyma hverjir komu honum þangað sem hann er, og af hverju. 

Loforðalistinn er ansi langur og málflutningur fyrir kosningar með allt öðrum hætti en svo kom í ljós.  Hvernig var með AGS?  ESB inngöngu? Þjóðaratvæðagreiðslur? auðvitað allt meðan hann var í stjórnarandstöðu. Mér heyrist reyndar að út á þessa afstöðu sína hafi hann og flokkurinn verið kosin.  Hvernig bregst þessi alþýðuhetja svo við þegar samflokksmenn hans ætla að fylgja kosningaloforðum og sannfæringu sinni? Jú hann telur að þau ættu betur að koma sér úr flokknum. 

Forsetinn tekur af skarið, hlustar á fólkið í landinu og er trúr þeirri sannfæringu sinni að fólkið eigi að ráða svo viðamikilli kvöð sem Icesave er.  Og hvernig bregst "maður fólksins" þá við?   Jú það á að girða fyrir slíkar uppákomur í framtíðinni. 

En Steingrímur þú skalt athuga eitt, til þess að þú getir breytt þessari grein í stjórnarskránni, þarf að boða til nýrra kosninga hygg ég.  Og þú munt ekki lifa af slíkar kosningar sem pólitíkus.  Við þær aðstæður sem eru í dag og miðað við hvernig þú hefur hagað þér, verður það létt verk og löðurmannlegt að koma þér burtu úr stjórnarráðinu og jafnvel Alþingi líka. Held meira að segja að Jóhanna fái að fljóta með þér burt úr pólitíkinni.  Ég held að ég geti næstum lofað þessu, miðað við hvernig fólk talar, hræðsluáróðurinn um að þá komist vondu sjallarnir og framsókn að aftur eru hætt að bíta, því þó það sé hræðilegur kostur, þá get ég svarið að maður veit ekki hvort er verra.  Og nú erum við búin að finna okkur í mótmælum og skynja vald okkar.  Það á eftir að slípast til og verða beittara en leiðin er að verða ljós.  En til þess þurfum við öryggisventil, í dag er þessi öryggisventill hjá forsetanum.  Ef þið ætlið að voga ykkur að taka þann tappa úr þá mun fólkið krefjast þess að fá annan tappa sem virkar jafnvel. 

Það hefur líka vakið athygli að það er markvisst verið að þagga niður í fjölmiðlum sem hleypa almenningi að, svo sem eins og að loka fyrir svör fólks á Eyjunni, enda er hún hægt og bítandi að deyja, eina sem heldur henni á lífi núna er Egill Helgason og spurning hversu lengi hann hangir yfir síminnkandi heimsóknum.

það er nefnilega ekki bara í miðausturlöndum sem fer fram bylting alþýðunnar.  Þetta er hreyfing sem fer um heiminn allan.  Enda er ESB veldið dauðhrætt við þessa örþjóð og hvað hún muni gera. Þau vita sem er að ef við höfnum þessum samningi þeirra þá tekur við óánægjualda heima hjá þeim sjálfum, sem núna kraumar undir en mun rísa hátt. Þess vegna er fylgst vel með hvað við erum að gera og segja.

Að óreyndu hefði ég ekki trúað því að þú og fleiri á þingi mynduð blotta ykkur svona svakalega. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Frábær grein,losum okkur við þetta atvinnupólítíska pakk

Helga (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 17:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þú ert greinilega kominn heim liðsmaður góður.  Það hangir nú merkilegri fiskur en marhnútur á spítunni,hjá Icesave og E.S.B.sinnum. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2011 kl. 17:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er ekki seinna vænna að losna við þetta fólk sem vill ekkert nema koma sínum vilja fram og halda sig hafa besta vit á öllu, og svo sýna verkin merkin...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 18:26

4 identicon

Eins og talað úr mínum munni! Takk! Frábær pistill !

anna (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 19:55

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sannleikurinn í hnotskurn Ásthildur og vel orðaður pistill. Takk.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.2.2011 kl. 20:59

6 identicon

Sammála, stöndum vörð um lýðræðið og minnumst þess að ef 26. greinin hefði ekki verið inni árið 2010 þá værum við með Icesave II á bakinu núna, þann gríðarlega góða samning Steingríms og Jóhönnu, maður hugsar þau ósköp varla til enda ef forsetinn og þjóðin hefði ekki haft 26. greinina þá. Steingrímur og Jóhanna þurfa að fara frá, þau valda ekki jobbinu.

Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:24

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.2.2011 kl. 23:27

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlegalll, með Icesave2 værum við í djúpum skít.  Og hvernig vogar þetta fólk sér að plotta með skuldbindingar barnanna okkar og barnabarna fyrir einhver sérkjör frekjuhunda í sjávarúvegi og bankageira.  Andskotinn hafi það fari þetta pakk og komi aldrei aftur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband