Smá hugleiðing.

Nú hefur forsetinn sent Icesave til þjóðarinnar.  Mér sýnist að flestum sé létt, það var þrúgandi bið eftir því hvað hann myndi gera.  En eftir á sér maður að hann er samkvæmur sjálfum sér og hefur skorað hátt hjá stórum hluta þjóðarinnar.  Aðrir eru eins og skiljanlegt er bæði svekktir og reiðir. 

Ég hafði hugsað mér að reyna að taka því hvernig sem málin velktust, ekki gera sjálfri mér það að reiðast.  En mér líður afskaplega vel með niðurstöðuna eins og hún er. 
Viðbrögð fólks eru margskonar, flestir sem skrifa taka þessu vel, en svo eru einstaka sem skrifa í reiði og eina sem þeir gera er að skeyta skapi sínu á persónu Ólafs Ragnars, kalla hann öllum illum nöfnum.  Ég held að það fari betur á því að bíða með að skrifa, þangað til reiðin hefur aðeins vikið og skynsemin tekið við.

Við ávinnum nefnilega ekkert með því að uppnefna fólk.  Eina sem gerist er að við verðum okkur sjálfum til skammar. 

Það sem ég skil ekki er af hverju sumt fólk vill endilega greiða þessa skuld, því það hefur marg oft komið fram álitamál um hvort okkur yfirleitt ber að greiða, og líka álita mál um hvort þessi samningur sé hótinu betri en sá fyrri eða ekki.  Hvað er það sem kemur fólki til að þrífa upp veskið og borga?  Nei afsakið þrífa upp veski barnanna sinna og barnabarnanna og borga?

Ég vil sjá fyrst hvort ég yfir höfuð þarf að borgar skuldir milljónamæringa sem spiluðu rassinn úr buxunum, sérstaklega í ljósi þess að það er verið að afskrifa milljarða hjá þeim og margir þeirra halda auk þess öllu sínu.  Og það sem verra er eiga milljarða á einhverjum Tórtóla eyjum um heiminn.  Þeir eiga sínar hallir enn og sínar öldusundlaugar og alles.

Þeir sem fremstir eru í þessum björgunarleiðangri fyrir Bjögga þessa heims eru flestir fylgjandi einum stjórnmálaflokki, eða þeir eru mest áberandi allavega og hafa hæst.  Getur það verið að menn vilji fórna öllu til að komast inn í himnaríki ESB?

Ég hef verið í sambandi við fólk í nokkrum af þessum ríkjum, og ég verð að segja að fólk er yfirleitt hundóánægt með þátttökuna.  Bæði Þjóðverjar og Austurríkismenn sem ég hef talað við eru reiðir yfir hækkandi sköttum til að borga fyrir spánverja, gikki, íra og fleiri.  Sumir þeirra skilja ekkert í því af hverju við erum í viðræðum um að komast þarna inn, þið eruð miklu betur sett án sambandsins heyri ég oft. 

Ég hef áður talað um úrvalið í kjötborðunum, það er afskaplega rírt, maður getur keypt minnst 10 tegundir af mismunandi fíngerðu hveiti, allskonar gerðir af sykri, en í kjöti er ekki mikið úrval.  Allskonar svínakjöt beinlaust yfirleitt, nautastrimlar og sneiðar, nautahakk, svínahakk, kjúklingar, allskonar pylsur vantar ekki.  En þetta er úrvalið af kjöti.  Það var dásamlegt að koma heim á Ísafjörð og geta valið úr allskonar kjöti og fiski.  Auk þess finnst mér kjötið þarna ytra hálf bragðlaust.  Vantar þetta villibragð sem er af íslensku kjöti.  Ég er ef til vill að einhæfa þetta dálítið en það er samt þessi tilfinning sem ég hef. 

Ég held að hvert land hafi sinn sjarma og sérstöðu, kosti og galla.  Það er bara spurning um hvað það er sem maður sjálfur sækist eftir.  Og mér líður best á Íslandi.  Hér vil ég vera og ég vil að mér sé gert kleyft að vera hér.  Ég vildi líka hafa börnin mín nálægt mér og barnabörnin, ástandið hefur valdið því að þau eru farin til annara landa og þau koma ekki heim meðan ástandið er þannig hér að þau geta ekki framfleytt sér og fjölskyldunni. 

Þegar ríkisstjórnin talar um að allt sé svo gott og árangurinn frábær, þá nær það ekki út fyrir stjórnarráðið, það er önnur upplifun úti í samfélaginu. 

Ég efast ekki um að forystumenn hafa ætlað sér að standa við kosningaloforðin sem þau gáfu fólki, en þau hafa síðan heykst á því og hafa þess vegna misst traust fólksins, svo mjög að til vandræða horfir. Stærstu mistökin sem þau gerðu voru að fara af stað með ESB inngönguna.  Það klauf þjóðina í herðar niður, þegar þörfin var mest á að standa saman.   Þetta eru hrikaleg mistök og enn hamra þau þessu áfram.  Hafi einhverntíman verið von á því að Ísland gengi inn í þetta bandalag, þá held ég að nú sé það borin von.  Því íslendingar eru sauðþráir að eðlisfari og ef það er gengið of hart eftir þeim, þá spyrna þeir við fótum. 

Og þegar maður er farin að fá það á tilfinninguna að Icesave sé skiptimiði til að komast inn í ESB þá er fokið í flest skjól. 

Mér er búið að líða illa út af þessu æði Jóhönnu og Össurar, því ég vil alls ekki fara þarna inn.  Og ég skil ekki af hverju við nýtum okkur ekki það sem við höfum.  Við erum svo rík af náttúrlegum auðlindum, til dæmis gætum við rekið sjávarútveginn miklu hagkvæmar með því að auka strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar, það myndi strax lyfta litlu plássunum upp.  Það að láta undan frekjunni í mönnum sem fengu kvótann á silfurfati er af sömu gráðu og að borga Icesave, þessi hræðsla við að taka á frekjuhundum sem allt vilja eiga og öllu vilja ráða. 

Það er líka ömurlegt að hugsa til þess hvernig lögfræðingar og skiptastjórar maka krókinn að því er virðist, og öll þessi ofurlaun í bankageiranum, það er eins og bankar séu einhverskonar gullna hliðið sem ekki má hrófla við. 

Því miður spillir vald, og svo sannarlega er nafnið á þessari norrænu velferðarstjórn henni til háðungar.  Því hún hefur haldið þeirri stefnu til streitu sem fyrir var, hygla þeim ríku og taka af þeim sem minna mega sín.  Og að hæla sér af að hafa setir þarna 28 ár segir bara að menn eiga ekki að sitja of lengi, því þá eru þeir ekki lengur í neinum tengslum við hinn almenna borgara eins og hefur sýnt sit núna svo ekki verður um villst.

Þess vegna ætlast ég til þess að ríkisstjórnin geri mér og fleirum þann greiða að segja af sér, forsetinn skipi síðan utanþingsstjórn, af fólki sem hefur sýnt að það hefur dug og visku til að koma okkur upp úr þessum hjólförum.  Gæti nefnt nokkur nöfn. 

En þetta dæmi er einfaldlega ekki að ganga upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur, ég játa að ég er ekki búinn að gera upp við mig hvort ég greiði þessum Icesavesamningum atkvæði mitt eða ekki. Það er líka áhætta fólgin í því að gera það ekki. Ég treysti ekki dómstólum ESB, alls ekki.

Ég tek ekki mark á þeim sem vildu samþykkja fyrsta  Icesavesamninginn, Svavarssamninginn. Þau ættu að segja af sér. 

Þó að þetta Icesavesamkomulag verði samþykkt, mun ekkert bóla á atvinnuuppbyggingu. Þá kemur ESB. Þú hittir sviðað fólk og ég. Það spyr líka, hvað er að ykkur?  Hvað ætlið þið að sækja í ESB?

Fyrir samfylkinguna er ESB trúarbrögð. ESB töflur virka víst vel fyrir gyllinæð.

Sigurður Þorsteinsson, 21.2.2011 kl. 21:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha!!!Góður.  Ég hef reyndar gert upp minn huga, með því að lesa uttektir frá fólki sem ég treysti.  Því mun ég hafna þessum samningi og ef svo ber undir falla með sæmd, ég get þá sagt við afkomendur mína ég reyndi þó!  Ég tel okkur vera menn að meiri að taka þá áhættu að verja afkomendur okkar gegn ágangi fólks sem reynir að ræna okkur þeim rétti að vera sjálfstæð þjóð.  Ég tel okkur vera betur komin sem sjálfstæð lítil þjóð með allar okkar auðlindir í eigin höndum en þrælar stærra kerfis sem er sífellt að herða tökin á þeim þjóðum sem hafa undirgengist yfirráðin. Bráðum verður farið að skipuleggja fjölda fólks per ferkílómetra, það liggur reyndar fyrir plan um slíkt, og svo verður farið í að flytja fólk frá þéttbýlli svæðum til þeirra sem hafa nóg pláss.  þar koma fyrst upp í hugann þjóðarbrot sem flestar Evrópuþjóðir vilja losna við, en það eru sígaunar, þeir eru allstaðar hornreka, það blessað fólk.  eða munum við frekar vilja fá svona 300.000 kínverja hingað?  Ég er ekki að tala bull.  Þetta verður gert í framtíðinni og jafnvel fyrr en okkur grunar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband