11.11.2010 | 09:18
Tvær konur og réttarríkið Ísland.
Ég las í gær tvær greinar sem höfðu mikil áhrif á mig. Ekki af því að ég viti ekki hve rotið íslenskt samfélag er, en að fá það svona beint í æð hvernig fólk sem getur ráðið einhverju hagar sér við almenning hér í landi sem vill reyna að koma á réttlæti og útrýma spillingu, er svakalegt, og hafi það fólk skömm fyrir. Við erum að tala um mannréttingabrot í Kína, fjandinn hafi það fólk hér sem hefur fengið völd sín gegnum klíkuskap og frændsemi er ekkert skárra.
Tökum fyrst Láru Hönnu Einarsdóttir. Hér er hennar pistill. http://blog.eyjan.is/larahanna/ Hér greinir hún frá því hvernig hún var rekin sem pistlahöfundur hjá RÚV, útvarpi allra landsmanna, og sem nóta bene er algjört einangrunarfyrirtæki því við landsmenn megum ekki eiga tæki hvorki sjónvarp eða útvarp án þess að greiða af því til ríkisins.
Ég er svo gáttuð á þessari uppsögn og hvernig er farið að, arfalélegar afsakanir, þetta setur útvarpið niður, svo að mér fyndist réttast að nýleg viðurkenning erlendis frá væri afturkölluð með skömm.
http://www.svipan. Hér er svo hin sagan. ég verð að segja það sama hér, ég vissi að spilling grasseraði, en að stjórnmálaflokkar sameinuðust um að svipta þegnanna réttindum sínum, eins og hér kemur fram er þvílíkt alvarlegt mál að hér þarf að grípa til alvarlegra aðgerða.
Það er ekki líðandi í lýðræðisríki sem vill kenna sig við Norræn gildi hagi sér á þennan hátt. Ég hef sjálf ekki farið varhluta af svona einelti, þegar ég fór að skipta mér af pólitík sem var yfirboðurum mínum ekki þóknanleg, svo ég þekki svo sem til að þetta gerist.
En saga þessarar konu er hrikaleg og eineltið algjört.
Málið er að þegar kjötkatlaliðið leggur svona til almennra borgara, þá eiga þeir engan möguleika á að verjast. Þeir verða annað hvort að flýja land, sem örugglega margir hafa gert, eða þreyja þorran og góuna, og berjast fyrir lífi sínu og fjölskyldu á þann hátt sem þau geta.
Ég segi svei ykkur bara stjórnendur Rúv og stjórnmálabullur, hafið þið ævinlega skömm í hattinn. Mér finnst líka skondið þegar maður les viðbrögð gesta á báðum þessum síðum hve dónalegir sumir eru og illir. Þetta eru greinilega útsendarar valdsins, sem eiga sinn þátt í að viðhalda spillingunni, annað hvort bláeygðir kjánar eða það sem verra er bitlingadýr sem lifa af smáum og stórum molum af borði alsnægtanna, og nægir að liggja þar á spena, án þess að skeyta um æru, heiður, réttlæti eða lýðræði. Svei þeim líka. Megi vaxa á þetta fólk horn og hali, svo maður þekki það úr á götu. Því við höfum ekkert að gera með svona illþyrmi.
Annað hvort tekst okkur að losa okkur við spillinguna með öllu sem henni fylgir, eða við verðum að una því að búa í "Nýrri Sovét eða Alþýðulýðveldinu Kína"
Ég spyr hugsandi fólk, hvað hugnast ykkur betur?
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála,sammála,sammála.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 09:41
Tek undir þetta.
En það skiptir engu máli hvort þú eigir hvorki sjónvarp né útvarp, þú þarft að greiða afnotagjöld RÚV. -Nefskattur ef ég man rétt, er þa´ð kallað.
ThoR-E, 11.11.2010 kl. 10:48
Frábær pistill og alveg sammála. En hvað er hægt að gera? Því miður er alltof lítið um kjarkmanneskjur eins og t.d. ykkur Láru Hönnu , sem þora að láta í sér heyra.
Kristján H Theódórsson, 11.11.2010 kl. 11:09
http://www.svipan.is/?p=17991 <- hérna er slóðin á svipuna rétt...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.11.2010 kl. 12:06
Takk Jóna.
Það sem við verðum að læra Kristján er að þora að standa saman og fara að beita heilbrigðri skynsemi en ekki flokksdindlahætti og pólistískri sammsýni.
Alveg rétt hjá þér AceR nefskattur er það í dag, og hann ekki lítill, enda þarf að skaffa dýran jeppa undir útvarpsstjóra og allskonar annarskonar bitlinga geri ég ráð fyrir.
Takk Ragna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2010 kl. 12:47
Ég hef lagt það til áður og geri það aftur, að leggja eigi RÚV niður í þeirri mynd sem það er í dag. Þessa stofnun á ekki að reka fyrir peninga skattgreiðenda. Á tímun þar sem skera þarf niður í heilbrigðisgeiranum um fleiri milljarða þá er það hrein móðgun við það fólk sem stendur frammi fyrir uppsögnum svo ekki sé talað um þá sjúklinga sem þurfa á læknisaðstoð að halda úti á landsbyggðinni, að hér sé dælt milljörðum í ríkisrekið bákn sem RÚV er. Sú stöð má missa sín mín vegna. Annars er ég ekki hrædd um að ekki sé til fólk sem gæti rekið þetta á skynsamlegri nótum en nú er gert án þess að fara á bólakaf í vasa skattpíndra landsmanna, fólk sem er ekki handbendi þeirra flokka sem fara með valdið í landinu. Niður með RÚV!!
Edda Karlsdóttir, 11.11.2010 kl. 18:15
Ég kvitta undir hvert orð.
Jens Guð, 12.11.2010 kl. 00:14
Ef ég losnaði við Ruv. keypti ég stöð 2. Kallaður nefskattur,Ætti að miða við augu, fólk mætti síðan setja lepp fyrir annað augað þá fengi það helmings afslátt. Fólk fengi vinnu við að banka upp í húsum og gá hvað mörg augu horfa,þeir fengju laun eins og stöðumælaverðir. Ásthildur mín það hljóp í mig ærsl við að sjá Jens hérna glettinn.
Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2010 kl. 01:56
Sammála hverju orði.
Kidda, 12.11.2010 kl. 10:26
Athygliverður punktur hjá þér Edda Það er einmitt eitthvað sem aldrei er gert, að forgangstraða hlutum Takk fyrir innlitið.
Takk Jens.
Hahaha Helga þá gengju allir með lepp fyrir auga.
Takk kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2010 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.