Hvenær er maður maður eða mús?

Þessi rannsóknarskýrsla er í okkar höndum, það er eins gott að við sjáum það og látum þessa innihaldsrausara og afsökunarblebba ekki villa okkur sýn.  Enginn þeirra hefur komið nálægt þessu máli og fyrrverandi og núverandi ráðherrar voru bara fórnarlömb aðstæðna, þó þeir áttuðu sig korter fyrir undriskrift á því að verið væri að plata þá upp úr skónum, var samt skrifað undir.  Og ekki þeim að kenna... ónei bara öllum hinum.   Og Geir blessaður hann ber enga ábyrgð sem forsætisráðherra á öllum ósköpunum, því lauk bara si sona með Guð blessi Ísland.... eða þannig.

Jóhanna og Steingrímur bera heldur enga ábyrgð á að hafa gert nákvæmlega ekki neitt sem máli skiptir, nema að halda áfram vilja fyrri valdhafa að hjálpa útrásarvíkingum að halda sínu og neyða almenning í þrot.  það er auðvitað ekki þeim að kenna, því það er eiginlega ekkert hægt að gera... eða þannig.  Þó gátu þau sett mjög skjótlega lög á flugvirkja, þá stóð ekki á lagasetningu.  En þegar kemur að því að setja lög um frystingu eigna þjófa, þá tekur það eitt og hálft ár, með viðeigandi viðvörunum, svo menn geti nú örugglega komið öllu sínu í burtu bæði peningum og eigum.

Eg get svo andskotans svarið það að langlundargeð mitt er komið í þrot.  Ég horfi upp á föður minn elskulegan sem var ríkur maður, stoltur og stór, sitjandi núna nánast öreigi að hans álitið, búið að plata hann upp úr skónum af fólki sem hann treysti til dæmis í Exista, Glitni og fleiri fjárglæfrum. Ég er ekki að hugsa um þá peninga sem ég hefði fengið í arf, ég er að hugsa um þessa andskotans þjófa sem stálu lífsbjörginni af föður mínum og það sem hann hefur þurft að takast á við á gamals aldri og hugsa til þess að þessar rottur hafa nýtt sér peningana sem hann vann í sveita síns andlitis til að fela þá á aflandseyjum og ætla sér að njóta þeirra þegar allt er gengið yfir.  Þá segi, ég legg svo á og mæli um að þeir muni aldrei, hvergi og enginn þeirra niðja njóta þessara peninga.  Þeir skulu hér með bannfærðir og einungis nýtast á þann hátt að hjálpa þeim sem minna mega sín. 

Það er alveg með ólíkindum að horfa upp á gjörsamlega ónýtt kerfi hrynja fyrir augunum á okkur.  Og liðið sem var á kafi í öllu þessu skuli voga sér að reyna að afsakan sig og jafnvel hrósa sér af að hafan nú varað við þessu, eða bjargað því að ekki fór verr.  Eruð þið algjörlega veruleikafyrrt?  Er ekkert inn í ykkar samvisku sem segir að þið eigið að biðja okkr afsökunnar og segja af ykkur embætti?

Þetta bara var sona og ég gat ekkert gert að því..... þeir hinir sögðu að þetta væri allt í lagi.  Hvar er ábyrgðin sem ykkur var borgað fyrir að hafa? 

Við erum ekki fífl, þjóðin, en við höfum ótúlegt langlundargeð virðist vera.  Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hef það ekki.  Og ég hugsa, hvernig getið þið stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi gengið niður Laugaveginn og horft í augun á samborgurum ykkar með allt þetta á samviskunni. Þið eruð svo sannarlega fyrirlitinn og jafnvel hötuð af fólkinu sem er að gera sér grein fyrir hverslags vesalingar þið í rauninni eruð og voruð.  Gjörsamlega óhæf til að gæta okkar hagsmuna, lifandi í einhverri draumaveröld gloríu og tittllaveldis.

Ræðurnar ykkar á Alþingi eru bara einfaldlega ekki að gera sig. innantómt hjóm  Við nefnilega flest okkar sjáum í gegnum skelina, þar inni eruð þið kviknakinn og aumkvunarverð.  Gerið okkur þann greiða að losa okkur undan því að þurfa að horfa upp á klórið í bakkann.  Við sem viljum nýtt Ísland höfum gert okkur grein fyrir að þið eruð ekki þjóðin.

Já ég er öskureið svikinn og þarf að sjá fyrir endan á þessu, það gerist bara með því að þið víkið og losið okkur við ykkar egó og eiginhagsmuni, sem þið haldið að geti enst ykkur endalaust. Þið eruð búin með kvótann og reyndar fyrir löngu síðan.  Thank you og good bye.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Geðluðrur er nafn á þessu pakki sem þáði háu launin vegna gífulegrar ábyrgðar, núna þyrfti að svipta þetta fólk háu eftirlaununum.  Það sveik laun af okkur almúganum og þóttist vita meira en við hin.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2010 kl. 00:59

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tek undir galdraorð þín " Þá segi, ég legg svo á og mæli um að þeir muni aldrei, hvergi og enginn þeirra niðja njóta þessara peninga.  Þeir skulu hér með bannfærðir og einungis nýtast á þann hátt að hjálpa þeim sem minna mega sín. "   Ekki veitir af stuðningi við þetta!!!  Ég legg líka á og mæli um að þeir muni aldrei, hvergi og enginn þeirra niðja njóta þessara peninga!!!  o.s.f.v. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2010 kl. 01:03

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vona innilega að þú sést með rammt vestfirskt nornablóð í æðum svo að álög þín nái fram að ganga

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2010 kl. 01:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ásthildur, (eftir hálftíma dvöl,þurrkandi út,). Förum við virkilega að taka á því,hvenær munum við sigri hrósa?

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2010 kl. 03:04

5 Smámynd: Kidda

Þá segi, ég legg svo á og mæli um að þeir muni aldrei, hvergi og enginn þeirra niðja njóta þessara peninga.  Þeir skulu hér með bannfærðir og einungis nýtast á þann hátt að hjálpa þeim sem minna mega sín. 

Tek undir þetta af heilum hug,

Knús í kærleikskúlu

Kidda, 14.4.2010 kl. 07:40

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verð nú að taka það fram hér að hún Ásthildur mín er besta norn sem til er, góðhjörtuð, en veit alveg hvað er rétt og rangt.

Svo sammála þér vinkona, vona að réttlætið nái farm að ganga, en þá megum við ekki sofna á verðinum.

Kærleik í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2010 kl. 10:28

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyr heyr !

Jónína Dúadóttir, 14.4.2010 kl. 11:30

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2010 kl. 11:47

9 identicon

Sæl  Ásthildur

Þakka þér . þú ert að túlka hug þúsunda ÍSLENDINGA með skrifum þínum.

TAKKI

Björn Þröstur Axelsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 12:56

10 identicon

Ég get ekki verið meira sammála. Mér verður flökurt að lesa "fyrirgefið mér", "ég gerði ekkert rangt", "ekki mér að kenna", "ykkur kemur ekki við hvað ég geri við mína peninga" og önnur sambærileg svör frá þessu PAKKI sem hefur líf fjölda fólks á samviskunni. Maður er svo reiður og niðurlægður en verst af öllu er að upplifa sig algerlega varnarlausan og vonlítinn. Það á engin eftir að axla ábyrgð og vitið til að eftir nokkurn tíma verður þetta helvítis pakk aftur komið á spena hjá ráðamönnum ef ekkert breytist í þessu bananalíðveldi sem við búum í.

Þá segi, ég legg svo á og mæli um að þeir muni aldrei, hvergi og enginn þeirra niðja njóta þessara peninga. Þeir skulu hér með bannfærðir og einungis nýtast á þann hátt að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Betur er ekki hægt að orða hlutina.

Kærleiksknús í kærleikskúlu

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 01:19

11 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Elsku vina ég deili með þér öllum þínum tilfinningum hér að ofan, það er svívirðilegt hvernig er búið að svifta fólk fjárhagslegu sjálfstæði sínu og öryggi ásamt ævistarfi öllu.  Ég veit að ef við allar nornir þessa lands tökum saman höndum og þyljum okkar særingar af krafti, visku, og sannarlegan hvítagaldur getum við áorkað miklu og svo allar saman nú, ég legg svo á og mæli....................... 

Hulda Haraldsdóttir, 15.4.2010 kl. 04:22

12 identicon

Tek undir þetta með þér. Gerum þetta að áhrínisorðum. 

" Legg ég svo á og mæli um að þeir muni aldrei, hvergi og enginn þeirra niðja njóta þessara peninga.  Þeir skulu hér með bannfærðir og einungis nýtast á þann hátt að hjálpa þeim sem minna mega sín. "

kv. úr Borgarfirði Steini Árna.

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 08:57

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega öll mín kæru.  Ég datt ofan í eitthvað svarthol og hef ekki haft getu til að svara eða lesa.  Þegar svona kemur yfir mig, langar mig mest til að breiða yfir haus og láta engan sjá mig.

En orð ykkar hafa glatt mig mikið.  Og ég endur tek: Legg ég svo á og mæli um að þeir muni aldrei, hvergi og enginn þeirra niðja njóta þessara peninga.  Þeir skulu hér með bannfærðir og einungis nýtast á þann hátt að hjálpa þeim sem minna mega sín. 

Innilega takk fyrir mig og megi blessun almættisins vera með ykkur öllum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband