Maybe I should have.

Ég er búin að vera að hlusta á útvarp og sjónvarp í næstum allan dag.   Ég er dolfallinn en um leið ....já ég verð að segja það inn í mér glöð.  Það er vegna þess að loksins núna er það skjalfest sem svo lengi hefur verið hvíslað um en ekki mátt segja upphátt, hversu rotið og andstygglegt íslenskt samfélag er orðið.  Glöð vegna þess að eins og með fíkla er grunnurinn að betra lífi að viðurkenna fíknina og gera sér grein fyrir hve langt maður er leiddur. 

Hingað til hefur ekki mátt tala svona, og alls ekki taka á spillingunni, því þó hún lægi utan og innan á öllu hryggjarstykki þjóðlífsins, mátti ekki ræða það. 

Loksins hefur plásturinn verið tekin frá munni fréttamanna, og þeir fengið að tjá sig hömlulítið um þau mál sem hafa brunnið á samfélaginu.  Við hin vorum auðvitað löngu búin að sjá þetta, en það mátti bara ekki ræða það opinberlega.  Og reyndar ekki alveg hér á MBL má ræða um Do það er greinilega bannað, þó gaurinn sé í útlöndum.  Það er eins og menn hafi gleymt því að til er bæði sími, net og sjónvarpDevil Þess vegna er ekki nóg að fara erlendis, menn þurfa helst að fara til tunglsins eða Mars til að vera ekki í sambandi.

Í dag hef ég hlustað á fólk loksins segja hlutina eins og þeir eru, og þetta er í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér að fólk má tala um pólitíska ráðamenn á þann hátt opinberlega og frjálslega.  Það eru tímamót sem ber að fagna sérstaklega.

Útrásarvíkingarnir koma sérlega kjánalega út, í ljósi þess sem komið hefur í ljós. Öll glamour viðtölin, sjálfbirgingshátturinn og óheilindin með myndum af þeim setur manni hroll. 

Pólitíkusar sem hafa verið berir að stórfelldum lántökum og fyrirgreiðslum setja manni líka hroll.  En það er núna augljóst og hverjum manni til að sjá að svona er Ísland í dag.  Ef þetta fólk segir ekki af sér strax á morgun ber okkur að sjá til þess að þau komist ekki að í næstu kosningum.  Ef við viljum nýtt Ísland, þá verðum við að sýna þá ábyrgð að refsa með afgerandi hætti því fólki sem greinilega hefur látið kaupa sig til fylgilags við peningavaldið. 

Eftirtekarvert er að samkvæmt því sem skýrsluhöfundar segja, þá vill enginn taka ábyrgð á sínum gjörðum, Jónar í Fjármálaeftirlitinu er alveg hissa á því að hann skuli fá þarna ámæli fyrir hyskni í starfi, skilur ekkert í því eins og hann hafi nú þanið út báknið sitt, án þess að það hafi skilað neinum árangri.

Ömurlegast var samt viðtalið við fyrrverandi forsætisráðherra bæði á stöð2 og Rúv.  Það er ennþá í mér kjánahrollur. Guði sé lof fyrir að hann er hættur og farinn.  Þvílík er afstaða hans gagnvart sinni stöðu að þar kristallast allt það sem úrskeiðis fór í stjórnkerfinu.   Hann sér ekkert að hjá sér né öðrum í stjórnkerfinu.  Þetta voru bara bankamennirnir og svo kreppan að utan sem áttu hér alla sök.  Þessi maður er svo gjörsamlega veruleikafirrtur að það hálfa væri nóg. 

Ég vil þakka rannskóknarnefndinni fyrir vel unnin störf og vona svo sannarlega að skýrslan verði til þess að tekið verði virkilega til í stjórnkerfinu. 

Þó verð ég að segja að ræður stjórnmálamannanna eru ekki til að auka á þá bjartsýni.  Forsætisráðherra gat haldið sína ræðu og komist hjá að nefna að hún var sjálf ráðherra og þátttakandi í hruninu, þó það heyrði ekki endilega upp á hennar borð, frekar en Ingibjargar Sólrúnar.  Bjarni Ben var að vísu bljúgur, en tókst algjörlega að leiða umræðuna hjá Sjálfstæðisflokknum og hans ábyrgð.  Steingrímur greinilega komin í kosningagírinn, og hélt kosningaræðu, sem styrkir mann í því að dagar þessarar ríkisstjórnar eru senn taldir, taldi að hans flokkur hefði varað mest við afleiðingum fjármálastefnunnar,  þó hann vissi mætavel að Frjálslyndi flokkurinn hefði varað alveg jafnmikið við þessari stefnu ef ekki meira en hans flokkur.  Sigmundur Davíð komst vel að orði með að tala um framtíðina, en djísus endurnýjunin var bara framlenging af pabba gamla og ekki er þáttur Valgerðar hryðjuverkamanns náttúrunnar né Halldórs Írakskóngs minni en svo að það þarf að muna vel. Birgittu mæltist vel, og það þarf að fylgjast með hverjir eru menn og hverjir mýs á Alþingi í framhaldinu.  Þráinn æ þetta átti að vera svo fyndið eins og pislarnir í Fréttablaðinu. 

Niðurstaða mín er ljós.  Eftir þetta spark í rassinn þurfum við sem þjóð að setjast niður og spá í næstu skref.  Rannsóknarnefndin og siðanefndin hafa gefið okkur boltan, og nú ríður á að við höldum vöku okkar og krefjum ráðamenn um að þeir taki mark á því sem hér hefur komið fram.  Heimtum að þau axli´þá ábyrgði sem á þeim hvílir, þeir sem hafa orðið uppvísir að misnotkun á aöstöðu sinni segi af sér, hinir að taka sig á og setji regluverk sem dugir til að svona atburðir endurtaki sig ekki.

Og svona í lokin; NÚ ER KOMIN TÍMI Á STJÓRNLAGAÞINGIÐ SEM OKKUR HEFUR VERIÐ LOFAÐ.  OFT VAR ÞÖRF EN NÚ ER NAUÐSYN.

images

Rís þú unga Íslandsmerki

upp með þúsund radda brag.

P.S. ætlaði eiginlega að súmmera þetta upp þannig að á einum og sama deginum kemur út þessi rannsóknarskýrsla sem óhjákvæmilega mun setja umræður í allt annan farveg en hingað til,

Gosið sennilega búið...

og Gunnar í Krossinum segist ætla að kúvenda, segist hafa alið á fordómum, en ætli nú að breyta  því.  Segiði svo að frú Jónína hafi ekki áhrif. Cool

Enda batnandi mönnum best að lifa í algjörri merkingu þess orði á alla kanta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2010 kl. 01:05

2 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæl Ásthildur.

Flott samantekt hjá þér.

Ég er feginn að þessi skýrsla sé loksins komin út og staðfestir það sem allir áttu að vita.  Sjálfur hef ég bent á þessa græðgisvæðingu síðastliðin 20 ár sem byrjaði með frjálsa framsalinu þar sem sjávarútvegurinn var rændur innan frá sem dómeraði það að lokum að bankarnir voru síðan tæmdir af örfáum mönnum.

Vegna skoðanna minna á þessum ófögnuði var ég oft kallaður maður með öfundsýki,bullari og fleira.

Ég er ánægður í dag að loks trúir fólk sannleikanum og hann er loksins staðfestur.  Mattadorleiknum er loks lokið.

Síðan þarf að halda baráttunni áfram til að þjóðin fá eignarétt yfir auðlyndum hafsins aftur og selji afnotaréttinn til þeirra sem vilja veiða án brasks til heilla okkar þjóðar.

Gangi þér sem best Ásthildur mín og flott samantekt hjá þér.

Árelíus Örn Þórðarson, 13.4.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þessi dagur er merkilegur,,,,,fyrir mér er hann dánardagur mannsins míns,   fyrir 3 árum, og svo þetta uppgjör. Er hálfþreytt,er að hamast við að hafa allt spik og span áður en ég fer að sitja yfir í Háskólanum,einnig verð ég að passa að fara ekki yfir þénustumörkin,þeir eru svo lengi að leiðrétta.  Mér hættir til að halda með minniháttar,því pólitísk hef ég aldrei verið fyrr en nú,er sárreið þessari stjórn en nenni ekki að belgja mig,bara sendi þér eitt svonameð kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2010 kl. 01:51

4 Smámynd: Kidda

Var að sinna skemmtilegu verkefni fyrir hádegi og var þá búin að steingleyma öllu. Rétt náði að fá blautu tuskurnar framan í mig um hádegið og það var sárt. Sat svo yfir fréttum stöðvar2 um kvöldið og mér varð flökurt. Geri mér enga grein fyrir því núna hverjum ég er reiðust, bankamönnum, eftirlitsaðilum eða pólítíkusum. Að hlusta á þessa aðila benda allir sem einn á einhvern annan sýndi svo vel að þetta eru aumingjar gg lyddur upp til hópa.

Einhver nefndi atburðina svo réttilega: bankarán um hábjartann dag og það innan frá. Svo átti að afhenda JAJ Haga til baka. 

Ég verð ekki sátt fyrr en búið er að sækja til saka og dæma hvern einasta bankaþjóf, útrásavíkinga, ná hverri einustu krónu af þeim og koma öllum sem fengu aðfinnslur á einhvern hátt úr stöðum sínum með skömm. Þeir sem mestu sökina eiga má dæma fyrir landráð, hirða af þeim allar eigur, ríkisborgararéttinn og reka svo úr landi. Svo mikil er skömm þeirra allra sem komu við sögu, ekki bara þjófana heldur þeirra líka sem áttu að fylgjast með, þeir sem áttu að útbúa nothæft regluverk. Þeir sem trúðu því að Dabbi væri alvitur og vitrasti allra og trúðu hverju einasta orði sem kom út úr hans heilaga munni. Þeir/þau eru allir/öll búin að drulla langt upp á bak. 

Fáum breta og fleiri þjóðir til að hjálpa okkur að enduheimta stolnu peningana, Bretar geta tekið allt pakkið sem flutti til þeirra, ESB getur hjálpað til við að ná hinum sem ekki búa þar. Efast um Bjöggi Thor vilji búa í Rússlandi. 

Þegar ég gat ekki horft eða hlustað á meira þá fór ég að hugsa og er enn að hugsa. Það er búið að hirða bankana af þeim, en þeir eiga nokkur fyrirtæki enn hér á landi. Ingibjörgu tókst einhvers staðar að finna milljarð til að reka stöð 2, hvað gerist ef meiri hluti þjóðarinnar setur hana á hausinn þar og segir upp áskrift, við hættum að auglýsa í Fréttablaðinu, við hættum að kaupa moggann, hættum að fara í Bónus eða HAgksup. En við gerum það ekki, við höldum áfram að láta .... ..... . ...... ......... að fúsum og frjálsum vilja. 

Sendi þér mörg knús, veitir ekki af á þessum dögum í kærleikskúluna

Kidda, 13.4.2010 kl. 08:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul fyrir innlitið.

Þakka þér hlý orð Árelísus og tek undir með þér, þessum matadorleik hlýtur að vera lokið hér með.  Annars erum við mýs en ekki menn.  Mér finnst eins og hreinsunareldur hafi farið um þjóðarsálina, og þann eld verðum við að nýta okkur til viðspyrnu frá botninum.   Standa öll saman um að reka smiðshöggið á.

Samhryggist þér Helga mín.  Já svona dagar taka á og minningarnar streyma.  og að mörgu að hyggja. 

Hún getur verið ansi blaut tuskan stundum Kidda mín.  Ég er ánægð með hve ítarleg þessi skýrsla er og tekur á mörgu.  Svo sýnis mér hún líka vera vel skrifuð og skemmtileg í bland.  Það sakar ekki.   Nú er að vinna að því að þrýsta á spillingarliðið að hunskast í burtu og láta ekki sjá sig aftur við kjötkatlana. 

Knús á þig mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2010 kl. 10:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert frábær penni

Jónína Dúadóttir, 13.4.2010 kl. 14:22

7 identicon

Góður pistill hjá þér ljúfan eins og alltaf.Heimsæki þig á hverjum degi þó að ég sé hætt að blogga.Knús vestur í fallega fjörðinn þinn

Ragna B (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 14:26

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jónína mín

Takk Ragna mín og gaman að heyra Sendi þér sömuleiðis góðar kveðjur til Vestmannaeyja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2010 kl. 14:57

9 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl, þetta er stórfínt hjá þér, ég er núna orðin sammála Gordon að hafa sett á okkur hryðjuverkalögin annars værum við með mjúka eða harðalendingu annan hvern dag.

Nú verður allt hyskið að fara að skammast sín, en við sitjum uppi með það, síðan verður þvaðrað um skýrsluna næstu vikurnar eins og icesave þannig að allir fái upp í kok,

síðan heldur ballið áfram, það vantar villavalla til að spila undir. kv.benni

Bernharð Hjaltalín, 13.4.2010 kl. 21:18

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sæll og blessaður Benni minn, takk fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2010 kl. 21:28

11 identicon

Sæl mín kæra.  Góður pistill hjá þér að venju.  Það er alveg einstakt lið sem við eigum í framvarðasveit stjórnmálanna, það finnur ekki nokkur maður hjá sér snefil af sök á því hvernig komið er. Þvílík siðblinda, eða er þetta kanski ótti við það að vera fyrstur og verða svo kanski sá eini sem verður látinn bera sökina, svona rétt eins og varð í olíusamráðsmálinu, þegar Þórólfur borgarstjóri var einn látinn  bera sökina. Kanski er verið að finna einn blóraböggul til að sparka út fyrir til að fullnægja þörfinni fyrir sökudólg. Hver veit.   Bestu kveðjur á þig og þína. Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 23:02

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Steini minn og jamm alveg rétt hjá þér enginn vill verða fyrstur til að tala sig um að keisarinn er nakinn, hann gæti bitið mann illilega eða þannig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2010 kl. 23:48

13 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

 

Hulda Haraldsdóttir, 15.4.2010 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 2020990

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband