Ég get alveg skilið að margur eigi erfitt með að meðtaka þessa frétt, og trúa henni. En ég hef heyrt frásagnir fólks af því þegar það fer og kemur aftur til baka, ekki svona langan tíma en samt. Ég trúi þessu. Afi minn sagði mér sögu af því þegar hann var á sjónum og skar sig svo illilega í fingur að honum blæddi næstum út. Hann sagðist hafa farið í gegnum göng, og séð ljós fyrir endanum á þeim. En svo heyrði hann kallað á sig, nokkrum sinnum áður en hann ákvað að fara til baka. Vildi það helst ekki því honum var farið að líða svo vel. Þegar hann rankaði við sér stóðu skipsfélagar hans yfir honum og voru aðgera að fingrinum. Skipstjórinn gerði sér grein fyrir að maðurinn var að deyja, greip þá til þess ráðs í örvæntingu sinni að kalla til hans mörgum sinnum, uns hann sneri við. Frænka mín sagði mér svipaða sögu, en hún lá á sjúkrahúsi, og var í aðgerð, þegar hún lagði af stað í gegnum þessi göng sem svo margir virðast fara í. Þegar hún var næstum komin að endamörkum, kom faðir hennar og skipaði henni að fara til baka, hennar tími væri einfaldlega ekki komin.
Það er svo margt sem við getum ekki skilið. Og þeir sem trúa ekki, vilja helst hlæja og gera grín að þessu. Oft er þar um að ræða einhverskonar feimni eða ótta við hið óþekkta. Það verður hver að fá að trúa því sem hann vill. Enginn getur neytt trú sinni upp á annan. En ég er bara svo feginn að hafa þessai fullvissu. Að við lifum eftir jarðneskan dauða, og að ástvinir okkar taki á móti okkur þegar yfir kemur, eða jafnvel reki mann til baka, ef tíminn er ekki kominn.
Það er svo margt sem bendir til þess að enginn fari fyrr en hans tími kemur. Ekki verður feigum forðað eða ófeigum í hel komið sagði afi minn. Og hann vissi hvað hann söng.
Ætla að grípa ofan í frásögn hans af jarðarförum. En þetta var viðtal sem birtist við hann í útvarpinu. Afi minn er dáinn fyrir mörgum árum, en þessar sögur hafa varðveist, hann sagði mér þær oft á kvöldin, en sumar eru skjalfestar og ég ætla að segja eina hér, líka vegna þess að svo margir eru í sárum núna.
Jarðarfarir.
Þegar afi talar um að Baldur læknir hafi átt að líta eftir, þá er hann að meina að afi átti til að falla í trans við jarðarfarir og kistulagningar, og Baldur læknir var fenginn til að vera honum til styrktar. Jakobína er systir Sigurðar Þórðarsonar. Þá var svo margt .. Þá sér maður í gegnum fólkið altso eins og ekki neitt. Sp. Venjulega fólkið? Já því að Siggi á Laugabóli hann stóð við kistuna inn í herbergi og eg sat hérna frammi, hann hverfur alveg nema bara svona dimm rauður punktur svona eins og væri í bakinu á honum. Sem ég sá ekki í gegnum hitt var allt kvorfið. Ég sagði Sigurði frá þessu á ettir, og þá sagði hann Helviti ertu slunginn að gegnumlýsa, ég er nefnilegameð skemmd í bakinu sagði Siggi. Sp. Nú en olli þetta ekki óþægindum hjá þér undir þessum kringum stæðum? Þetta voru engin óþægindi, þetta var vellíðan altso mikil bara. Sp. Þetta verkaði ekki þannig að það væri óþægilegt að sjá þennan auka mannsöfnuð? Nei nei nei Manni leið bara vel. Það var bara mest hættan á því að ég félli í trans eða eitthvað svoleiðis. Þarna á Rauðamýri t.d. þá var Baldur læknir, hann átti að líta eftir og við urðum að vera frammi, hann hafði mig fyrir framan altso ekki í stofunni, en það var alveg sama það var fullt þar alveg hreint af fólki. Þar lýsti ég tveimur eða þremur konum sem komu og Jakobína þekkti þær. Það hefði verið systir Sóleyjar eftir því sem hún sagði. Salome minnir min hún nefndi hana, og einhver önnur stelpa, hún þekkti það allt samant ettir því sem ég gat lýst því. Það er alveg ósköp af fólki við jarðarfarir. Sp. Og hvernig er svona svipur þess og svipbrigði, hvernig er útlit þessa fólks er það ánægjulegt eða alvarlegt eða hvað? Það liggur svo vel á þessu fólki við jarðarfarir, að það er ótrúlegt. Sp. Það er engin sorgarblær? Nei nei það er langt frá því að það sé með sorg eða sút svoleiðis. Það er náttúrulega misjafnt. Það er alvarlegt svona svoleiðis sumt, engin sorg sem að maður getur greint Það er ómögulegt hjá mér að muna ártöl eða ár eða svoleiðis. Það var t.d. hérna hann Júlíus faðir hans Þórðar. Hann var hroðalega vantrúaður á þetta að það væri svona til. Svo þegar Guðrún heitin konan hans deyr, þá lýsi ég fyrir honum tveimur manneskjum sem mest bar á þarna, og það hitti þá svo á að annar, maðurinn, það er faðir hans. Hann sagðist nú halda það að það væri ekki hægt að lýsa pabba sínum betur en ég gerði. Ég hélt ég væri búinn að koma honum svo fyrir sagði hann. Því hann hafði verið svo áberandi, fyrst eftir að hann dó. Það var svo mikill misskilningur hjá honum. Hann hefur bara fylgt honum hinseginn. Svo t.d. það var óvéfengjanlegt þegar hún Sigríður heitinn konan hans Finnbjarnar dó. Þegar var verið að halda húskveðjuna niðurfrá. Þá er þar bara margt fólk og það er sérstaklega tvær persónur eða aðallega einn maður- karlmaðurinn sem að mest bar á, og hann alveg eins og sagði mér eða eitthvað svona að hann yrði leiðbeindandi hennar, eða eitthvað svoleiðis. Og það er þessum manni sem að ég gat lýst svo vel, og það er dálítið athugavert við það sko. Þegar ég er búinn að lýsa honum, ég talaði fyrst við son hans Finnbjarnar hann Bjössa, og hann segir mér það að það séu hérna systur hennar, og hann ætlar að tala við þær, og hvort hann megi ekki koma með þær inn til mín. Jú jú sagði ég, að það væri best að það væru fleiri svoleiðis, og önnur systirin biður mig að lýsa manningum, hvurning hann hafi verið, ég segi henni það, og lýsi honum alveg eins og hann var. Og hann hafi verið með skegg svona alskegg en svo fjarskalega snyrtilega til haft, það var ekkert sítt hér niður á bringu, heldur bara rúnnað svona fyrir og afskaplega kátur svona maður að sjá hann eins og hann væri hrókur alls fagnaðar. Þá segir hún að þetta passi svo fjarskalega vel við hann afa sinn, en konunni sem ég lýsi með honum, getur hún alls ekki áttað sig á. Hún segir að geti geti passað með afa sinn, en það sé bara það að afi sinn hafi verið með alskegg niður á bringu, svoleiðis, hann hafi verið með rauðleitt skegg alveg niður á bringu En þetta var farið að grána mikið, svona í þessu skeggi á þessum manni og hárið. Sem sagt orðin vel gráhærður eins og þú ert núna. Og þá segir Bjössi; að hún mamma sín eigi hafi átt einhversstaðar mynd af fjölskyldunni, afa sínum og konunni, hann geti fundið hana upp í svefnherberginu hennar. Hann sé alveg viss. Hann fer upp strákurinn og fer að leita og kemur svo með myndina. Er það þá ekki merkilegt, hann er með klippt skeggið, en þetta er ekki konan segi ég. Þetta er ekki konan sem var með honum. Þá datt alveg ofan yfir þær, því þetta var amma þeirra. En þá hafði hann verið giftur áður karlinn. Og það var til mynd af þeirri konu líka með honum. Það var hún sem var með honum. Það var eins og þær yrðu altso skúffaðar við það. Af því það var hún, en ekki amma þeirra sem kom með honum. En ég sagði við Bjössa að nú vissi hann að ég hefði sagt honum satt og lýst manninum og ég hefði sagt honum að maðurinn væri ekki með alskegg ofan á bringu, en hann væri með alskegg. Alskegg en það var snyrtilega fallega haft til. Og myndin sýndi að hann var eins og ég sagði. Það get ég svarið að ég hafði aldrei séð þessa mynd fyrr. Nokkurntíma. Þetta var alveg óhrekjandi. Sp. já úr því þetta var borið svona saman fram og til baka, og finna mynd sem einmitt sýndi þetta alveg. Því systirinn hefði getað haldið fast við það að hann hefi verið með sítt skegg niður á bringu. Hún sagði það. Hún mundi ekki eftir honum öðruvísi. Hún sagði að þetta hefði hann áreiðanlega gert upp á síðkastið. Því hann hefði verið með mikið skegg. Og það passaði alveg að hann hefði verið með rauðleitt hár eða slegið rauðleitum lit á, og var orðin minna gráhærður samt á skeggið heldur en hárið. Mikið af hvítum hárum í því, en auðséð það hefði verið rauðleitt. Eitthvað er það að maður skuli geta lýst þessu svona, ef þetta væri nú ekki til. Sp. Já það væri nú undarlegt ef það brygði svoleiðis fyrir að það það væri hægt að lýsa því og svo passaði það við raunveruleikann. Það var alveg óhrekjanlegt þarna. Ég veit þau myndu öll kannast við það að ég hefði stíft haldið því fram að hann væri ekki með skegg niður á bringu heldur laglega snyrt skegg. Afskaplega laglega og fallega hirt skegg.Þetta er ritað með orðfari afa mín, enda skrifað upp heftir honum sjálfum. Vona að þetta sýni einhverjum að það er svo margt til sem ekki er hægt að afneita.
Eigið gott kvöld elskurnar.
Hitti langömmu á himnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl
Það er einn félagi minn sem tjáði mér fyrir einhverju síðan að hann hafi staðið fyrir aftan læknana á meðan þeir voru að lífga hann við...
Þetta er stutt lýsing á hans frásögn.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 8.4.2010 kl. 21:11
Takk fyrir innlitið Ólafur Björn. Það eru til margar frásagnir af slíku. En fólk er dálitið hrætt við að segja það opinberlega vegna fordóma fólks, eða einhverskonar hræðslu við hið óþekkta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2010 kl. 21:16
Sæl :)
Ég er svo fegin að ég hef alltaf haft þessa staðföstu trú á lífi eftir dauðan frá því ég man eftir mér! Ég er bara og hef aldrei verið í neinum vafa.....en allir hafa víst rétt á sínum skoðunum :)
Ég hef einmitt lesið svo margar frásagnir fólks sem hefur farið yfir, dáið í einhvern tíma, liðið svo vel og ekki viljað fara til baka en verið rekið til baka þar sem þeirra tími var ekki kominn. Heyrði eina slíka frá manni sem lenti sjálfur í því að hafa yfirgefið líkama sinn við mikil veikini og séð móður sína standa grátandi við gluggann í herberginu ofl sem allt kom heim og saman við það sem raunverulega hafði gerst á meðan þessi maður var "dáinn".
Einnig hef ég heyrt, eins og þú sjálf, að fólk er viðstatt eigin jarðaför og margir sem eru skyggnir segja að ef fólk bara sæji það sem þau sjá, þegar einhver skilur við, þá yrðum við ekki eins sorgmædd eða hrædd við dauðann. Ættingjar og ástvinir sem bíða og taka á móti viðkomandi.
Kv.
Heiða :)
Heiða :) (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 22:45
Ég þekki einn sem er dáinn fyrir nokkrum árum sem lofaði að láta vita hvort líf væri eftir dauðann, hann lét vita af sér í kistulagningunni. Okkur öll þrjú sem áttum samtalið við hann 15 árum áður.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2010 kl. 01:03
Ég er á báðum áttum
Jónína Dúadóttir, 9.4.2010 kl. 06:53
Hef ekki lent í svona sjálf en sonurinn minn sannfærðist þegar hann overdósaði, hann var á leið í gegn um göngin að mikilli birtu og var reyndar akandi á Ferrari.
Ég hef allat tíð frá því að ég var barn trúað á líf eftir dauðan, endurkomu síðar i þetta líf og auðvitað á huldufólkið. Í sveitinn minni var aldrei talað um álfa heldur huldufólk.
Knús í kærleiksskúlu
Kidda, 9.4.2010 kl. 07:47
Það hafa of margir upplifað svona til að hægt sé að afskrifa það. Vantrúaður maður var eitt sinn spurður hvort hann elskaði konuna sína. "Já auðvitað", var svarið. Þá sagði viðmælandinn, "sýndu mér það". Það er ekki hægt að þreifa á öllu. En mín fyrsta hugsun þegar ég byrjaði að lesa frásögn afa þíns var, "þetta er orðalag Hjalta". Ég sá hann fyrir mér.
Dísa (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 08:38
Ekkert óþekkt við þetta... þetta er bara heilinn krakkar mínir, hann fer í svona "Shut down mode".
Það er td hægt að fá fólk til að upplifa trúarlega hluti með því einu að setja segla á hausinn á því.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 08:55
Ég fór í heilun í vetur hjá konu sem er vitað að sé skyggn og fleira. Hún var sko alveg með hlutina á hreinu! Í lok tímans komst ég í svo rosalega slökun að ég féll eiginlega í dá! Mér fannst ég svífa uppí loft og horfa á sjálfa mig á bekknum hjá henni!! Það var stórmerkilegt!!
Linda Björk (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 09:48
Ekki bítur þettaá mér. Hugurinn okkar er illa útreiknanlegur. Barn sem hefur fengið lýsingar af himnaríki og hefur verið sagt að amma sé þar, mun ómeðvitað gera slíkar tengingar. Upplifanir manna við þessar aðstæður hafa alltaf mótast af þeim trúarhugmyndum, sem þeim eru innrættar og hugurinn gerir illa mun á staðreyndum og fantasíu.
Sálfarir eða utan líkama reynsla á sér líka skýringar, en slíkt hefur verið framkallað í rannsóknarstofum. Fólk hefur einnig fengið þessar upplyfjanir á eiturlyfjum og meira að segja ég hef reynt það. Afstaða okkar og sjálfsvitund er bundin ákveðnum viðteknum viðmiðum, sem heilinn gefur sér. Ef í þeim er ruglað, þá fer allt á fleygiferð í heilanum, á meðan hann er að átta sig á þessum breyttu forsendum. Allt eru þetta rafboð og á sér stað í heilanum. Þið getið treyst því. Annað er hrein og klár óskhyggja og ímyndun.
Það eru ekki fordómar að benda á aðrar skýringar en hinar yfirnáttúrklegu Ásthildur mín. Það eru allt eins fordómar hinna að hafna þeim skýringum, sem byggja á þekkingin og jafnvel enn meiri fordómar. Ekkert er vitað fyrir víst að sjálfsögðu, en vísindin hafa sýnt fram á líklegar skýringar, á meðan hinir hafa engar nema eitthvað utan og ofar náttúru, sem í eðli sínu á ekki að vera til. Það felst í orðinu yfirnáttúra.
Við verðum líklega seint sammála um þetta, en svona horfir þetta fyrir mér eftir að hafa stúderað þessa hluti mikið með báðar lappir á jörðinni. Ég efast ekkert um þessar upplifanir, en ég get ekki skrifað undir hjátrúarfullar getgátur.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 10:09
Jón Steinar minn ég skil vel afststöðu þína og annara sem vilja aðrar útskýringar, og vissulega er mannshugurinn óútreiknanlegur. Það sem ég er að segja að ég er viss um að hann lifir likamsdauðann. Enda hef ég lesið einhversstðar að líkamin léttist þegar sálin yfirgefur hann, svo hún virðist hafa einhverja vikt líka.
Hér verður bara hver að trúa því sem honum finnst réttast. Og svo er alltaf þetta eitt prósent sem ekki er hægt að útskýra hversu djúpt vísindamenn kafa í vísindin.
En sem sagt við vorum að ræða um þennan litla dreng sem lifði af einhverja klukkutíma, sem á ekki að vera hægt. Misskilningur sagði fólk strax. En ég held að læknar hlaupi ekki af stað með einhvern misskilining. Svo eitthvað hefur gerst þarna sem ekki á að vera hægt. Og þá er alltaf auðveldasta lausnin að segja að um misskilning, heimsku viðkomandi eða vitleysu sé að ræða. Man eftir frétt um norðmann sem féll úr einhverri x hæð úr flugvél niður í sjó og átti ekki að lifa af, en gerði það samt.
M'er finnst gaman að þessum upplifunum, og mér líður vel með að vita af því að lífið heldur áfram, og meira að segja ástvinir geti haft samband eftir að þeir eru farnir úr þessum heimi. En ég ætlast ekki til að aðrir trúi því, og mér finnst allt í lagi að þeir leiti annara skýringa. Oft svona krókaleiðaskýringa þegar hin er miklu greiðari og trúverðugri ef maður er þannig innstilltur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2010 kl. 11:27
Líkaminn léttist... og því er sál til :)
Drengurinn datt í KALT vatn og því hafði súrefnisskortur minni áhrif á heila hans, ef hann hefði verið í heitara vatni þá hefði hann ekki lifað af.
Menn detta, keyra á og ég veit ekki hvað og hvað; Sumir lifa af... ekkert spúkí við málið, zero.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 11:36
Lítil frásögn. Það er ómögulegt að fullyrða neitt en gott að geta talað við dauðvona fólk eins og það sé að leggja af stað í öfundsvert ævintýri, það skilur eitthvað eftir, bæði hjá þeim sem eftir lifa og þeim sem fara. Ég veiktist illa en hjarnaði fljótt við á sjúkrahúsi með fulla meðvitund og ræddi við hjúkrunarfólk sem stóð við rúmið mitt. Þau voru trufluð af sjúkl. í næsta rúmi og sneru sér að honum, þá birtist hópur af fólki sitt hvoru megin við rúmið og sneri andlitinum í sömu átt og ég eins og þau væru lífverðir við hlið mér. Ég þorði ekki að segja orð, fólkið var á öllum aldri og í fatnaði frá ýmsum tímum. Þegar hjúkrunarfólkið sneri sér að mér aftur hvarf það. Hálftíma seinna var farið með mig í rtg.myndatöku og þá varð uppi fótur og fit. Myndirnar voru fullkomnar en eitthvað sem enginn sá nema myndavélin, hékk um hálsinn á mér, ég var skoðuð fram og aftur og höndum rennt yfir efri hluta líkamans en ekkert fannst. Að lokum var ákveðið að þetta væru fullkomnar myndir og ég skyldi engar áhyggjur hafa af þessum ósýnilega aðskotahlut sem hékk utan á mér. Eins og ég segi þá þorði ég alls ekki að tala um fólkið sem birtist mér svo mér einungis létti við að heyra að Xray myndinn sýndi líka eitthvað sem greinilega var ekki hægt að útskýra. Það var í það minnsta ekki minn heili sem framkallaði þær myndir.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.4.2010 kl. 11:41
Hvergi tala ég um heimsku Ásthildur mín. Miskilningur eða óskhyggja getur það verið eða bara hreinlega óstuddur orðrómur, eins og þú hefur um það að sálin hafi vigt. Ég get sagt þér hvaðan sá orðrómur kemur. Hann hefur flogið eftir að kvikmynd frá 2003 byggði á þessari mýtu. 21 grams hét hún og á að hafa byggð á hlægilegri rannsókn frá 1907, sem fyrir löngu hefur verið send til föðurhúsanna.
Hvort sem það er 1% eða meira, sem vísindin skýra ekki, þá er ekki þar með sagt að hjátrúarfullt fólk fylli í það skarð með draumkenndum og rómantískum vangavelturm. Það er bara svo einfalt. Það er vafalaust hægt að trúa öllum fjandanum "ef maður er þannig innstilltur", en það segir ekkert um veruleikann og það veistu. Fólk kýs hverju það trúir, það er alveg ljóst. En skilgreiningin á trú er einmitt sú að trúa og treysta án þess að hafa nokkuð til sönnunar. Það er hreinlega skilyrði fyrir að eitthvað kallist trú. Ef svo væri ekki, þá héti það einfaldlega staðreynd. Að vita og trúa eru andstæð hugtök.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 11:51
Áhugaverð sagan þín Tara mín. Svona eru til ótal dæmi.
Jón Steinar, það er stigsmunur á heimsku og misskilngi að mínu mati Meira að segja Leifur frændi þinn varð að viðurkenna að eitthvað undarlegt væri að gerast í sumarbústað fjölskyldunnar í Súgandafirði, þegar úlpa eins drengsins þeirra hafði horfið og var leitað um allt bæði úti og inni, en fannst svo inn í skáp þar sem hún átti að vera, næsta vor þegar fjölskyldan kom aftur. Þetta sagði Inga mér sjálf.
Maður verður að trúa því sem maður upplifir, og það heldur ekki vatni fyrir mér að reyna að útskýra það með einhverjum rökum, sem byggðar eru á öðruvísi hugsunum en mínum. Ég einfaldlega tel mig hafa þessa vissu, og líður vel með hana. Til hvers ætti þetta líf annars að vera? Og því skyldi ekki vera framhald á því á öðru tilverustigi, og því ætti ekki að vera heimur samhliða okkar þar sem annarskonar verur þrýfast, og þvælsat jafnvel inn á okkar tilveru, alveg eins og við þvælumst stundum inn á þeirra.
En eins og ég segi. Enginn þvingar neinn til að trúa því sem hann getur ekki meðtekið. Og köld rökföst staðreynd hjá einum, er fyrir öðrum ekki til. Við erum sem betur fer öll svo ólík og upplifun okkar svo mismunandi, það gefur lífiinu ómælt gildi. Þetta hefur ekkert með Guð og Jesúm að gera, því ég trúi ekki á hvorki jesú eða biblíuna. Þetta er eitthvað allt annað að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2010 kl. 12:08
Á maður að trúa því sem maður upplifir.. grípa í yfirnáttúrulegar útskýringar og svona, ólíklegustu útskýringu á hlutum sem til er... NEI.
Hvað með menn sem tala við tennurnar í sér... á að hvetja þá til að tala meira við tennurnar, eða á að reyna að koma viti(Lyfjum) að viðkomandi.
God of the gaps... trúaðir leggast alltaf eftir að nota óútskyrða hluti sem sönnun fyrir einhverju yfirnáttúrulegu, að vanþekking á einhverju tákni að það sé líf eftir dauðann, guðir séu til.
Hversu margir svona póstar hafa fallið í gegnum mannkynssöguna.. þeir eru óteljandi; Eldfjöll voru guðir, rigning, rok... allt var þetta gert að "God of the gaps"
Óskhyggja Ásthildur mín...
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 12:17
Mikil umræða hér í gangi og skiptar skoðanir, það er gott mál, hver má hafa sína skoðun, ég hef mína og er sátt með hana. Takk fyrir mig
Ásdís Sigurðardóttir, 9.4.2010 kl. 12:32
Trú er ekki skoðun, það er blekking...trú er eins og að kaupa lottómiða í lottói sem er ekki til, miðinn er ekki til, það er ekki neinn vinningur... Þið getið sagst trúa því að þið vinnið... en það er bara sjálfsblekking; Hvernig er hægt að vera sátt(ur) með sjálfsblekkingu?
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 12:52
Smá bitur kæri DoctorE....það er nú ekki gott :/
Heiða :) (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 13:30
Heiða mín.. ekki koma með "bitur, reiður, reiður við guð bla"... <-- þetta er trúarlegt heilkenni.
Skoðið málið aðeins, skoðið þá staðreynd að þið hagið ykkur nákvæmlega eins og alki eða dópari þegar reynt er að koma vitinu fyrir þá...
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 13:37
Það er ekki hægt að ræða um þessi mál með svona fyrirvörum, að allt sem ekki sé hægt að þreyfa á sé rugl og vitleysa. Enda má hver hafa það sem honum finnst sannara. Sumt er einfaldlega ekki hægt að sanna eða afsanna, og stundum er tæknin ekki orðin nógu góð, það hefur oft komið fyrir að menn hafa talaði um hluti sem í dag þykja vel sannaðir og útskýrðir sem hindurvitni og kjaftæði. Einu sinni héldu menn að jörðin væri flöt, þeir meira að segja drápu mann sem taldi hana vera kringlótta en ekki flata. Í þá daga héldu menn að þeir dyttur fram af brúninni ef þeir hættu sér ekki of nálægt. Gættu þín Doktor E minn að falla ekki fram af brúninni einhversstaðar á leiðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2010 kl. 13:49
Biblían segir einmitt að jörðin sé flöt, að það sé hægt að klifra upp í hátt tré, eða fjall til að sjá allt heila klappið...
Hversu oft þarf fólk að reka sig á, fá staðreyndir í andlitið sem segja klárlega að hjátrú sé rugl..
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:07
Minn kæri DoktorE, er vatnið blautt...
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.4.2010 kl. 14:35
Miklar umræður hér í gangi. Allir hafa rétt á að hafa sína skoðun og sína trú. Ég ætla ekki að fara út í umræður hér um þau mál en eitt er ég samfærð um að yfir okkur er vakað og tel mig hafa reynslu af því. Og munið að trú er trú en ekki vissa.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 9.4.2010 kl. 14:40
Svo það er einhver súpergaur að vaka yfir ykkur; Rosalega hljótið þið að vera rosalega spes...
Þúsundir barna deyja dag hvern.. úr hungri og vosbúð... þúsundir deyja í hamförum...
Svo komið þið og segið að það sé vakað yfir ykkur: Er þetta ekki hroki dauðans...
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:56
~ Upp fyrir Ásthildi ~
Ljúfar kveðjur til þín :o))))
Vilborg Eggertsdóttir, 9.4.2010 kl. 15:07
Jörðin ER flöt! Það þýðir ekkert að reyna að ljúga einhverju um kúlu eða hnött. Af hverju dettur þá ekki liðið neðan á jörðinni út í geiminn?
corvus corax, 9.4.2010 kl. 15:30
Ef maður trúir svona vitleysu, þá þekkir maður ekki muna á draumum og veruleika. Draumar geta virkað mjög sannfærandi en það veit hver heilvita maður að það er bara draumur.
Óli (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 16:12
Það eru margar svona sögur af fólki sem hefur látist og verið endurlífgað, en það er töluvert um hitt líka, þ.e. að fólk hafi ekkert séð, en það þykir hvorki fréttnæmt né áhugavert að ræða um. Ég varð fyrir því óláni að deyja einu sinni og sá því miður ekkert.
Tek það fram að ég hvorki var né er vantrúarmaður.
Axel Þór Kolbeinsson, 9.4.2010 kl. 16:51
Takk öll fyrir innlitið. Sumir blanda hér saman trú á biblíu og krist. Ég trúi ekki á það, en ég tel mig hafa upplifað það mikið af atburðum sem tengjast bæði framhaldslífi og svo öðrum verum, að ég tel mig vita að þetta er ekki allt svona einhlýtt.
Það er ekki meiningin mín að vera að troða þessum sannleika mínum upp á fólk sem heldur að ekkert sé til meira en augað sér. Því í fyrsa lagi þá er það ekki hægt, það verður að vera til staðar einhver grunur um slíkt, og svo skiptir það mig engu máli á hvað fólk trúir eða trúir ekki. Mér þykir til dæmis alveg jafn vænt um Jón Steinar þó hann trúi ekki því sem ég tel mig vita. Og ég virði afstöðu þeirra sem telja sig vita að hér býr ekkert nema það sem hægt er að þreyfa á og rannsaka með þeim tækjum og tólum sem maðurinn hefur yfir að ráða. Þau er takmörkuð jafnvel enn í dag, þó tækninni hafi fleygt fram undanfarin ár. Þá er margt sem er ennþá á huldu og ekki hægt að rannsaka. Til dæmis eins og mannshugurinn og tenging hans við aðrar víddir en nákvæmlega þær sem við skynjum á yfirborðinu. En með því að segja að allt slíkt sé vitleysa, barnaskapur eða villutrú eru menn að segja að jörðin sé flöt. Þ.e. að mínu mati.
Takk samt þetta hefur verið skemmtileg umræða. og ég hvet menn til að tala af kurteisi við þá sem hafa aðra upplifun, því í mörg ár, þagði fólk um skyggnigáfu sína einmitt vegna fólks sem taldi það geðveiki að ræða um það sem fólk sá og upplifði af lífi eftir dauðann og lífi í annari vídd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2010 kl. 17:06
Við erum misjafnlega "víruð" og höfum misjafna næmni, eða ekki næmni.
Takk fyrir Ásthildur mín, ég hef gaman af þessum frásögnum
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.4.2010 kl. 17:26
Takk Jóhanna mín. Já sem betur fer erum við öll ólík og mismunandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2010 kl. 18:57
Hrædd við að trúa þessu og hrædd við að trúa þessu ekki. Kannski er það einmitt þess vegna sem fólk trúir á Guð, svona eitthvað til að velja sannleikan fyrir sig.
Halla Rut , 9.4.2010 kl. 19:37
Já það getur verið. Samt sem áður var ég bara barn þegar í var hugsandi yfir prestinum í kirkjunni og hugsaði hvort hann tryði þessu sjálfur þetta með að Guð hefði skapað jörðina á átta dögum eða hvað. Ég fann ekkert inn í mér sem staðfesti það. Fyrir því sem ég segi núna hef ég margar upplifanir frá sjálfri mér auk þess frásagnir frá fólki sem ég þekki og hef þekkt. En eins og sagt er, það verður bara hver að trúa því sem honum finnst sjálfum. Það er ekki hægt að innprennta fólki eitthvað sem það vill ekki trúa á eða skilja. Og það er ekkert verra fyrir því. Þetta er rétt eins og sagt er að það er ekki hægt að dáleiða manneskju ef hún vill það ekki sjálf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2010 kl. 20:14
Áshildur og öll hin! Takk fyrir umræðuna.
Það eina sem ég er viss um er að við manneskjurnar vitum ekki allt, um allt hið ósannaða !
Hvað það er sem við vitum ekki á eftir að koma í ljós. Hvað verður sannað í framtíðinni vitum við ekkert sannanlega um ennþá. Mannkynið er ekki komið á endastöð í þekkingu og vísindum!
Eitt sinn sagði góður, vitur og gamall maður mér að þegar ég vildi ekki læra meir í lífsins skóla, þá væri lífið mitt staðnað og næstum búið?
En ef við biðjum ekki almættið um hjálp, vegna tortryggni á almættið, sem er í raun það góða í okkur sjálfum ásamt kærleiks-alheims-sólar og jarðar góðu orkunni, þá fáum við ekki hjálp í þessum undarlega skóla lífsins sem mætir okkur á svo misjafnan hátt og misjöfnum víddum!
Þetta er mitt ónákvæma mat á tilgangi lífsins, og bara mitt, og í von um virðingu fyrir mínu mati, sem er að margra mati vafasamt mat!
Ekki má misnota menntun, vit, né hæfileika á nokkru sviði í þessu lífi, en hefur því miður verið gert með hörmulegum afleiðingum!!! Bæði í vísinda og næmnis-heimum!!!
Sá sem lifir í hefndar-öfundar-valdagræðgis-heimi mun að lokum lenda sjálfur í hefndarsnörunni, eða það sem verra er: börn þeirra sem það gera!!! (Ísrael/Palestína/Gasa-stríðið er gott dæmi).
Ég tel að öll hugsun sem við sendum frá okkur komi aftur til baka til okkar? Það virkar svo rökrétt? En ég á gífurlega erfitt með að fara eftir þessu sjálf þótt þetta sé mitt mat? Úff! Vanþroski minn er mikill!
Margir eru sérstaklega neikvæðir gagnvart því óþekkta og ósannaða?
Þar kemur áróðurs-stórvelda-miðstýring auðvalds-græðgis-afla inn í dæmið eftir Háskóla-blekkingar-fræðum vísinda-einhæfninnar á vesturlöndum!
Hvaða heimsveldi standa sterkust í dag?
Eru það einhæfu háskóla-vísinda-heimsveldin á vesturlöndum með sína þröngsýnu og úreltu vísinda-hagfræði eða fræði fjölhæfrar þekkingar austurlanda?
Mér finnst unga fólkið mun næmara á heims-óviðurkenndu "fræðin" í dag, en Það er einungis mitt mat á þessum málum. En ég hef bara mína sýn og og mitt mat og ég ber að sjálfsögðu virðingu fyrir öðrum heiðarlegum og réttlátum mannanna sýnum.
Enginn veit allt með vissu! Það getum við öll verið sammála um.
M.b.kv. til ykkar allra. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.4.2010 kl. 21:21
Húrra Ásthildur! ég skil þig og veit nákvæmlega hvað þú meinar. Þetta hefur ekkert með trú að gera.
Við þurfum ekki að trúa á það sem við vitum.
Við vitum og skiljum að við höfum oft verið hér áður sem hinir og þessir úr fortíðinni og að við förum áfram,komum aftur.
Ekki trúum við á gemsana eða intenetið því við vitum að það er, þó að við höfum ekki hugmynd um hvernig það virkar. Jú gegnum satelite :) hitt allt virkar gegnum alheiminn.
Ég get ekki sagt að ég trúi á almættið því ég efast ekki um tilvist þess. Og mér líður vel með það eins og þér og mörgum öðrum. Ég hef alltaf ætlað að lesa Biblíuna en ekki byrjuð enn....lærdi bara dæmisögur í skóla, sem var fínt.
Það er stór munur á að trúa eða vita Ég efast ekki um að langamman sendi hann til baka.
anna (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 22:56
Það er alltaf jafn sniðugt að sjá fólk reyna að rengja óútskýrðar reynslur (fyrirbæri) með vísindarökum þegar að "við á jörðinni vorum að finna nýja tegund af hjartardýrum í síðustu viku og viti menn einnig nýja apategund"
Sólin okkar er ein af 300.000.000 í okkar vetrarbraut er það nýasta og skriljón mögulegar pláhentur í kringum þær allar, það eru svo margar vetrarbrautir að það tekur því varla að telja vegna þess að það eru fleiri sem uppgvötast daglega.
Maðurinn sem er mestmegnis að hugsa um að græða peninga veit í raun ekki rassgat lengra
en Pútó sem við afskrifuðum sem Reikistjörnu fyrir nokkrum árum.
Og allt þetta gerist bara í svona gosi eða big bang, ég mana vísindamenn að sprengja eitthvað og bíða eftir lífi... ég ætla allavega að hitta ömmu aftur
Ragnar Aron (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 01:02
"Ef maður trúir svona vitleysu, þá þekkir maður ekki muna á draumum og veruleika. Draumar geta virkað mjög sannfærandi en það veit hver heilvita maður að það er bara draumur."
Draumar eru náttúrulega á sinn hátt veruleiki. Það er svona hin hliðin á vöku-raunveruleika.
Nútímamaðurinn gerir yfirleitt skörp skil á milli draum og vöku - en bara fyrir stuttu og þá miðað við ísland, voru ekki gerð svona sterk skil oft á tíðum.
Það er ótrúlegt hve margir ísl. haa orðið fyrir dulrænni reynslu samkv. könnunum.
Sem dæmi orðið var við látinn mann 38% Og orðið fyrir reynslu utan líkama 19%, minnir mig
Þetta eru ótrúlega háar tölur (Að mínu áliti)
http://www3.hi.is/~erlendur/english/Samaburdur1974%202007.pdf
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.4.2010 kl. 10:33
Takk öll fyrir innlegginn. Já Anna mín, ég nefnilega veit. ég er svo heppinn að hafa alist upp hjá Hjalta Cesilíusi Jónssyni afa mínum, sem var mjög skyggn, en hann gerði meira hann fann hluti sem höfðu týnst, það voru mörg vitni að slíku. En það var meira hann vingaðist við álfkonu sem sýndi honum svo upp frá því hvar bestu fiskimiðin voru þannig að skipstjórinn treysti á afa hvert ætti að halda til veiða. Hann gat lýst viðburðum sem áttu sér stað mörgum árum áður, og öðrum sem gerðust um leið og hann sagði frá þeim, og stundum áður en þeir gerðust. En hann er langt í frá eini maðurinn sem ég veit um sem hefur þessar gáfur, eða skilning á sínu æðra og tengingu við almættið. Og ég finn með sjálfa mig að ef ég rækta ekki næmni mína, og fer með hugann út í efnislegri hluti, þá verð ég ekki eins næm. Þá lokast dyr sem ég þarf að hafa fyrir að opna aftur.
Ég segi líka hversu einhæft og tilgangslaust lífið væri ef það væri ekkert eftir. Ég álít að við séum hér til að þroska okkur áfram og verða betri einstaklingar, og að lokum sameinast alheimskærleika þegar þroskatímanum líkur. Þetta hugnast mér afar vel og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að opna huga minn og sjá að svona er þetta.
Ég hef átt í sambandi við einhvern handan draumalansins, ég var farin að hlakka til að hitta hann þegar ég fór að sofa á kvöldin, og það var í töluverðan tíma sem ég eyddi nóttunum í að fljúga um heiminn. Nú haldiði víst að ég sé alveg galin, en ég hef ekki sagt nokkrum manni frá þessu fyrr. En svona var þetta samt.. Þetta var bara falleg tilfinning og vinátta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2010 kl. 12:05
Ég held að engin fullorðin geti orðið virkilega trúaður meðan hann hengir sig í barnatrúna um guð sem dómharðan gamlan mann. Þeir sem hafa boðað trú í gegnum aldirnar, hafa oft dottið í sama drullupottinn og Íslenskir foreldrar á árum áður þegar þeir boðuðu börnum sínum trú á Grýlu, Leppalúða og þeirra hyski. Til að fá fólk til að hlýða og haga sér vel, (eða bara til að fara að gráta vegna þess það hefur pirrað ráðamenn), er ekki alltaf nóg að gefa fyrirskipanir, hræðsluáróður er oft eina ráðið. Auðvitað komst upp að í fjöllunum voru engin tröll sem átu börn, en fjöllin eru þarna ennþá og börnunum líður betur á daginn ef þau fara að sofa á réttum tíma á kvöldin (sem er oft erfitt, en um leið og farið er með faðirvorið fer barnið að geispa og róast). Held að fólk geti rifist sér til óbóta um trúmál, líka á netinu.
Hansína Hafsteinsdóttir, 10.4.2010 kl. 12:27
Ekki skulum við afneita neinu, það er svo margt sem við ekki skiljum.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.4.2010 kl. 13:56
Við megum öll hafa okkar trú og skoðun á málum, ég trúi eins og þú Ásthildur mín svo mikið hef ég upplifað sjálf, skynjað og séð að það væri nú meiri vitleysan ef ég mundi neita fyrir það.
Munið að virða skoðanir hvors annars
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2010 kl. 09:31
Einmitt Milla mín það sem skiptir mestu máli að virða hvors annars skoðanir. Takk öll fyrir innlitið og fróðleg innlegg og málefnaleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2010 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.