Krafan verður að Jóhanna og Steingrímur víki.

Svo sannarlega er áhuginn mikill hjá Evrópumönnum ná okkur inn í ESB.  Allskonar gylliboð og beiðnir forsvarsmanna um að okkur sé "gert kleyft" að koma inn sem fyrst.  Þetta sé ekki tengt Icesaaave og svo framvegis.

Ætli þeir séu búnir að lofa sínum mönnum pláss í landhelginni eða ítökum í heitu eða köldu vatni, eða einhverju orkuveri sem að reist verði með style þegar við erum búin að skrifa undir?

Satt að segja fæ ég ógeðs hroll niður bakið við þennan gríðarlega áhuga á að fá okkur inn.  Jú þeir segja það af því við séum svo vel undirbúin og svo lík þeim í öllu.  En það sem þeir láta ekki getið upphátt er allar gríðarlegu náttúruauðlindir okkar, sem eru auðvitað allof miklar bara fyrir þessa litlu þjóð,  slíku þarf að dreyfa víðar, svo fleiri fái að njóta. 

Þetta kemur alveg heim og saman við það sem erlendir  vinir mínir hafa alltaf sagt, að græðgin réði áhuga þeirra á ESBaðild okkar.  En þeir sögðu líka að aðferðirnar væru þannig að finna lykilfólk sem þeir gætu fengið sér til stuðnings, (svona eins og sagt var í Draumalandinu um uppkaup á frammámönnum sveitarfélaga)  bara stærra, og bjóða þeim annað hvort góðar stöðúr í Brussel, eða feitan bita annarsstaðar.  Og það eru margir sem því miður láta kaupa sig, bara ef upphæðin er nógu há. 

Þessi setning stingur mig.  Stækkunarstjóri Evrópusambandsins hvatti í gær hollendinga og breta til að "leyfa" íslendingum að hverja inngönguviðræður við ESB.  Er virkilega einhver íslendingur svo bláeygður að halda að áhuginn á okkur sé vegna þess að þá langi svo til að hjálpa okkur?  Er einhver svo skyniskroppinn að sjá ekki að hér er eftir miklu að slægjast, sem gæti komið sér vel fyrir aðrar þjóðir.  Og er einhver íslendingur svo sorglega barnalegur að hann sé tilbúin til þess að gefa allt þetta eftir, til að verða smádropi í stærsta spillingarpolli Evrópu?

 

Jú því miður þá höfum við forsætisráðherra sem leggur allt í sölurnar til að þvinga þjóðina þarna inn.  Við höfum fjármálaráðherra sem gengur í hennar fótspor er er afar hjálplegur við að leggja henni liðsinni siti, og við skulum ekki gleyma utanríkisráðherra sem vappar í kring um þau og gerir sitt til að koma okkur þarna inn. 

Það hefur heyrst að bankarnir séu fullir af peningum, það bókstaflega velli út um alla glugga og dyr.  Samt er ekkert hægt að gera fyrr en við fáum meiri lán. Allt er látið reika á reiðanum, aðstoð við landslýð, fyrirtæki og allt sem hér þarf að taka til höndum um.  Allt látið bíða, vegna þess að ríkisstjórnin getur bara gert eitt í einu og þetta eina er Icesave (boðsmiðin in í ESB)

Steingrímur og Jóhanna tönglast sífellt á því hvað töfin hafi nú kostað með að leysa Icesave.  Töfin var fyrst og fremst vegna klúðurs sem þau sjálf gerðu, eða að senda vini sína og pólitíska samherja, sem nenntu svo ekki að hanga yfir þessu.  Svo er ráðist á það fólk sem þó stóð í lappirnar og vildi ekki gleypa bitann hráan.  Og það var ekki fyrr en samstaða milli allra varð að veruleika að eitthvað fór að ganga. 

En skaðinn var löngu skeður.  Jóhanna, Steingrímur, Össur og þeirra aðstoðarfólk var löngu búið að fara út og lofa einhverju, sem á að gera hvað sem er til að halda til streitu.  Og fyrst Steingrímur otar fingri að alþingismanni og hótar skýrslunni góðu, finnst mér líka tilhlýðilegt að skipuð verði rannsóknarnefnd til að kanna hvað þessir forsvarsmenn hafa gert til að þvinga fram óásættanlega samninga við breta og hollendinga. 

Nú þarf að gera þetta allt saman upp.  Fara af stað á ný og fylgja eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Því miður verður það ekki hægt af neinu viti ef þessar manneskjur verða innanborðs.  Það er því ljóst að til að árangur náist, sem við getum sætt okkur við, verða þau að stíga til hliðar og það þarf nýtt fólk í brúnna. 

Það verður ekki hægt að byrja ferlið upp á nýtt með þau með í farteskinu. Þau hafa sýnt að þau vilja ekki semja, heldur reyna að halda andlitinu og láta þeirra verk líta betur út.  Þá eru þau komin í mótsögn við sjálf sig.  Og það getur enginn maður gert með góðum árangri.

Það er því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að Jóhanna, Steingrímur og Össur Víki úr ríkisstjórninni.  Þar þurfa að taka við aðrir sem hafa sýnt að geta staðið í lappirnar og sætt aðila.  Ég nefni Ögmund til dæmis, og einhver talaði um Guðbjart Hannesson fyrir Samfylkingu, sem forsætisráðherra. 

Ef þetta er ekki hægt, hlýtur stjórnin að renna út í sandinn, því bæði Jóhanna og Steingrímur eru eins og nátttröll ákveðin í að setja undir sig hausinn og halda áfram hvað sem tautar og raular.  Það dæmi gengur einfaldlega ekki upp.  Krafan um að þau víki verður háværari frá hverjum degi, hef ég trú á, líka frá þeirra eigin fólki. 

Við þurfum að láta vita af því skýrt og skorinort að ÞAÐ ER ENGINN MEIRIHLUTAVILJI Á ÍSLANDI AÐ KOMAST Í ESB. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


mbl.is Icesave ótengt inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Get ekki verið meira sammála þér :) þetta fólk er skaðlegt þjóðinni og þarf að fara strax frá áður en skaðinn verður meiri..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.3.2010 kl. 09:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta verður þeirra eigin fólk að skilja.  Ef ríkisstjórnin á að halda áfram, þurfa þessir aðilar að víkja.  Þau njóta ekki trausts meirihluta íslendinga, og það er ljóst að engir aðrir sækjast eftir að stjórna landinu.  Utanþingsstjórn gæti leyst vandann, ef menn vilja þessa flokka áfram, er þetta gjaldið sam þarf að greiða.  Og þetta þarf að gerast sem fyrst.  Því við höfum engann meiri tíma til að eyða í ströggl og vitleysu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2010 kl. 11:14

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála að sjálfsögðu

Sigurður Þórðarson, 9.3.2010 kl. 11:22

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér.. og hugsið ykkur vel undirbúin er talað um, og megnið af þeim undirbúningi var gert síðastliðið ár. Það er búið að sníða landið ansi mikið síðasta árið fyrir ESB á bak við tjöldin á sama tíma og Jóhanna og Steingrímur voru að reyna að keyra þennan Icesave samning í gegn. Er ekki nóg að líta á þessa skattastefnu... svo ekki sé talað um annað. Það góða er að það er alltaf hægt að færa til baka ef því er að skipta.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.3.2010 kl. 11:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, það er búið að gera ansi mikið, vegna þess að á sama tíma og ekki var hægt að fá fleiri en á þriðja tug manns til að vinna með sérstökum saksóknara, voru 300 að vinna að ESBinngöngunni.  Sýnir svo ekki verður um villst hvað áhuginn liggur hjá þeim Steingrími og Jóhönnu. 

En málið er að það er ekki hægt að ganga úr ESB ef við álpumst inn, þá sitjum við þar föst eins og flugur í kóngulóavef, þar sem við verðum mergsogin og tekið það sem þarf til að þeirra fólk fái sitt.  Ég er ansi hrædd um að við munum skipta afskaplega litlu máli í þeim hildarleik. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2010 kl. 11:57

6 identicon

Það leysir ekki neinn vanda að skipta þessu fólki út. Þau eru að gera eins vel og þau geta og verða þá flokkarnir að ákveða ef á að skipta um forystu. Umræðan í þjóðfélaginu er baneitruð og er alltaf talað um það neikvæða frekar en að snúa sér að því hvað hefur verið vel gert og hvað við höfum og byggja svo ofan á það. Þegar heilli þjóðarskútu var siglt í strand af ákaflega lélegum skipstjórum sl 20 ára þá er ekki nema von að taki einhvern tíma að rétta kúrsinn. Það voru svo margir hlutir sem voru búnir að sitja á hakanum og komnir í algjört óefni, löngu fyrir hrunið góða. Fólk með meðalgreind ætti að geta áttað sig á því. Enda er það svo að slóð vitleysu og þvælu (m.a. ofurtrú á frjálshyggjuna) er svo löng og flókin að það er risavaxið verkefni að koma fólkinu í landinu til "vits" á ný.  Róm var ekki byggð á einni nóttu.

Hjalti (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 12:00

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hjalti minn, ég efast ekki um að þau eru að gera ein vel og þau geta.  Það er bara ekki nóg.  Ég veit að Vinstri grænir tóku við hryllingi af fyrrverandi stjórn.  En hafa menn gleymt því að Jóhanna var ráðherra í þeirri ríkisstjórn.  Það er komið eitt og hálft ár, og ennþá bólar ekkert á neinu af viti.  Nema að það sé geymt sem leyndar mál hvað gott er verið að gera.

Sjálfstæðisflokkurinn er spillingarafl og margir í honum þar, en ekki allir, Framsókn var hreinlega stofnaður af Jónasi Frá Hreyflu til að vera alltaf í oddaaðstöðu, annað hvort með sjálfstæðismönnum eða Alþýðuflokknum. Það má segja að karlinn hafi vitað hvað hann var að gera.

Það er alveg sama hvað það tók langan tíma að sigla skútunni í strand.  Þar eigum við sjálf mesta sök, því við kusum þetta yfir okkur ár eftir ár eftir ár.

Það breytir því bara ekki að vilji þessi ríkisstjórn lifa, verður hún að losa sig við bæði Steingrím og Jóhönnu.  Það er nefnilega ljóst að þau njóta ekki lengur trausts fólksins í landinu, af ýmsum ástæðum, en þau hafa nú undanfarið hvað eftir annað gengið fram af þjóðinni með yfirlýsingum og þumbarahætti.

Það eru örugglega margir endar lausir, en það er enginn afsökun fyrir því að ekki skuli hafa verið tekið á spillingarmálum, skjaldborginnni og allt upp á borðinu.  Þetta fólk hefur svikið allt sem þau lofuðu og Jóhanna og Steingrímur eru birtingarmynd þess að gera ekki neitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2010 kl. 17:30

8 Smámynd: Kidda

30 manns hjá sérstökum saksóknara og 300 manns við að koma landinu í óþökk meirihlutans í esb. Þetta sýnir soldið mikið á hvað er mesta áherslan lögð á.

Í eitt og hálft ár hefur ekkert verið gert af viti fyrir heimilin og ekkert fyrir litlu fyrirtækin. Þessi 300 manna hópur hefði mátt skiptast í að hjálpa saksóknara og finna raunhæfar og sanngjarnar leiðir til hjálpar heimilum og litlu fyrirtækjunum.

Það þarf að breyta hugsanagangi þessarar stjórnar. Fyrst og fremst þarf að huga að heimilum og fyrirtækjum svo má hugsa um icesave og langt fram í tímann má hugsa um esb.

Við höfum ekki efni á að láta allt fara á hausinn hérna og gera banka að stærstu íbúða og atvinnuhúsnæðis.

Það verður enginn öfundsverður að taka við af þeim Steingrími og Jóhönnu en það þarf að skipta um alla vega forsætisráðherra sem gæti unnið að því að tala máli þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Steingrímur er búinn að svíkja held ég allt sem varð til þess að ég kaus vg og honum má henda út líka. Spurningin er bara hverjir taka við.

Þess vegna vil ég miklu frekar að að verði komið á utanþingsstjórn til td 2ja ára sem í væru sérfræðingar í hverjum málaflokki. Þingmenn verði sendir heim með eða án launa, mér er sama. Öll helstu mál verði borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu.Eitt af því sem svona stjórn mætti vinna að væri að kima landinu í eitt kjördæmi og persónukjör í stað flokka.

Knús í kúluhúsið

Kidda, 9.3.2010 kl. 22:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Kidda mín, besta væri utanþingsstjórn.  Ég er orðin hundþreytt á þessu agaleysi, rifrildi og skammarlegri framkomu stjórnvalda og annara sem eiga að vernda okkur og sjá um okkar mál.  Þau hafa virkilega svikist um, og þess vegna eiga þau bara að vera menn til að segja af sér og biðjast afsökunar á öllum lygunum, þykjustunni og eiginhagsmunagæslunni sem þau hafa sýnt okkur landslýð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2010 kl. 22:39

10 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Góð greining Ásthildur.  Alveg sammála. 

Mér finnst reyndar að Samfylkingin og skrímsladeildin þeirra ættu að fara alveg frá.  Það eina sem skiptir samfylkinguna máli virðist vera er að halda völdum, sama hvað það kostar.  Byrjum á Jóhönnu:  "Minn tími mun koma" ... segir þetta ekki eitthvað?  Hún vildi komast til valda greinilega sama hvað það kostar og þrátt fyrir að fólk veldi aðra persónu.  Ég hafði einu sinni álit á Össuri en það hefur dalaði ... niður í ekki neitt eftir leynimakkið með bandaríkin.   Ég gæti talið upp fleira samfylkingarfólk en læt það vera.

Núna er tíminn til að fá ferskt lið inn á þingið.

Jón Á Grétarsson, 9.3.2010 kl. 23:22

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ótrúlegt,ég var búin að skrifa hér í 3 korter,en þurrkaði það svo allt út. Það sem ég er hræddust við,skrifandi um pólitík,er að ná ekki að koma til skila eins og ég myndi gera talandi. Varð fyrir því í gær en nenni ekki að skýra það. Pólitík bar ekki oft á góma í gamla daga,en bóndi minn kallaði sig pólitískt viðrini,ég hermdi það svo eftir honum.En nú er ég heit í baráttu fyrir sjálfstæði okkar og heiðri.Gladdist mikið yfir skrifum Lofts Altice Þorsteinssyni um að Icesave-tryggingarnar væru greiddar. Að lokum,hverra flokka sem þið, eruð og voruð,tek ég undir með Birgittu,segjum hvað við ætlum að gera,við,þú og ég,við saman.  Takk fyrir Ásthildur látum ekki deigan síga,kanski les ég um að þú hafir samþykkt að bjóða þig fram,í næstu Alþ.kosningum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2010 kl. 01:25

12 identicon

Þjóðin verður að taka af skarið og massera að þinghúsinu, og hrópa VIÐ ERUM ÞJÓÐIN!Svona 10000 það yrði tekið mark á því! Því þetta getur ekki gengið svona lengur,það er altt að fara til fjandans. Þau skötu hjú hugsa ekki um neitt nema þetta islave bull sem mjög margir eru búnir að sannfæra mig um að við eigum ekki að greiða,og að það sé ekki hægt að fá nein lán nema klára þetta first!En samt eru bankarnir fullir af peningum, og seðla bankinn liggur á 800 miljörðum!Til hvers þurfum við lán?Svo spir sá sem ekki veit.

Þórarinn Baldursson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 01:57

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Jón.  Já ég er á þeirri skoðun sjálf að það verði að setja á stofn utanþingsstjórn.  Með fólki sem kann veitur og getur.  Það er morgunljóst að þetta gengur ekki svona lengur.  Nú er bara hjakkað í sama farinu og ekkert verið að taka á erfiðu málunum.  Samfylkingin sér ekkert nema ESB, og meðan svo er, geta þau hreinlega ekki verið við völd.

Helga mín.  Takk fyrir, það er ágætt ef maður er hræddur um að tölvan gleypi greinina, að setja hana í Word fyrst, klára hana þar og setja hana síðan hér inn.   Já við eigum marga góða penna og Loftur Altice er einn af þeim.  Við skulum ekki láta deigan síga Helga mín.  Ég er orðin of gömul og lúin til að bjóða mig fram.   Þó maður eigi aldrei að segja aldrei.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2010 kl. 10:45

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það er von að þú spyrjir Þórarinn.  Það er komin tími til að marsera og vera óhrædd við að segja meiningu okkar.  Við skulum heimta utanþingsstjórn.  Mér skilst að það sé verið að ræða þann möguleika í alvöru, haft eftir Guðmundi Ólafssyni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2010 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband