8.3.2010 | 11:48
Til hamingju með daginn Úlfur minn.
Fyrir 13 árum í dag, að kveldi kl. 20.25 fæddist drengur á Fjórðungssjúrkrahúsinu á Ísafirði. Þar sem mamman var ein, pabbinn komst ekki, og þar að auki bjuggu hjá mér, fór ég með henni á spítalan og var viðstödd fæðinguna. Fæðingin gekk vel, og reyndar var hann svo rólegur að mamma hans lyfti höfði og reyndi að koma auga á hann, því hún heyrði engan grát. Nei þarna lá hann bara steinsofandi og fékk svo rassskell, sennilega þann eina sem hann hefur fengið um ævina. Hann launaði svo fyrir sig með að pissa á lækninn.
Þessi litli stubbur fór svo strax að skoða heimin, það var ljóst að hann myndi vilja fylgjast með umheiminum.
Hann hefur alla tíð verið ótrúlega uppátektarsamur.
Það er nokkuð ljóst að hann var ekki mjög gamall þegar hann hafði upplifað ýmislegt sem öðrum börnum er ekki hversdagsbrauð. Hann kom svo alkomin heim til ömmu og afa 6 ára gamall.
Hann hefur verið hjá ömmu og afa síðan. Og algjörlega samlagast þeirri fjölskyldu. Hefur reyndar allt sitt líf verið meira og minna í Kúlunni hjá ömmu og afa.
Hann var svo heppin að eiga yndislegan pabba, sem kenndi honum svo margt, að veiða, tína steina og elska frelsið sem felst í því að geta verið út í náttúrunni.
Þeir voru líka ótrúlega flottir saman, ef þeir vildu svo viðhafa.
Pabbi hans kenndi honum líka að elda bestu fiskisúpu í heimi, hann var ekki gamall þegar hann gat farið sjálfur og keypt allt sem þurfti í svoleiðis og elda hana sjálfur.
En hann kann líka að elda ýmislegt fleira, hefur gaman af að elda góðan mat.
Og ekki síður getur hann framleitt góða eftirrétti. Sú kona sem fær hann verður ekki svikinn.
Hann er líka góður trommuleikari.
Hér er hann að leggja land undir fót á Tai Kwon Do landsmót í Keflavík. Hann er duglegur að stunda þessa íþrótt.
Þegar viðrar fer hann líka á snjóbretti.
Hann vann líka bikar í freestyledanskeppni í fyrra með tveimur vinkonum sínum, Birtu og Sóley Ebbu, bikarinn er geymdur í skólastofunni hjá þeim.
Hér er hann í sinni ELskuðu Fljótavík, það var eitt af því sem pabbi hans kenndi honum að elska Fljótavíkina.
Á sumrin er líka gaman að grilla með afa.
Hann hittir líka stundum mömmu sína. Mamma á alltaf sérstakan stað í hjarta barnanna sinna. Hún bara ER mamma.
Pabbi var samt alltaf besti vinurinn hans. Og oft voru þeir saman.
Sem betur fer fengu þeir mörg góð ár saman, sem hægt er að minnast og ylja sér við.
Langafi segir að þessar minnnigar verði hann að gefa litla bróður sínum, þegar hann fer að hafa meira vit til. Hann fékk að hafa pabba svo stutt.
Og snemma beygist krókurinn, Úlfur verðu líka barnakarl eins og pabbi var.
Elsku stubburinn hennar ömmu, innilega til hamingju með daginn.
Þú færð knús frá ömmu og afa.
Hefðir líka örugglega fengið knús frá Hönnu Sól ef hún hefði verið hér.
Svo ég tali nú ekki um litla grallarann.
Eigðu frábæran dag elsku stubburinn minn.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með Úlfinn þinn.Hann er fallegur strákur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:22
Innilega til hamingju með fallega og góða strákinn ykkar, kær kveðja til hans
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2010 kl. 12:45
Til hamingju með þennan flott strák :)
JEG, 8.3.2010 kl. 13:19
Til hamingju með þennan yndislega dreng ykkar.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 14:03
Takk innilega allar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 14:11
Innilega til hamingju með strákinn."Stubburinn" er að verða stór ungur maður, þegar ég var á hans aldri hefði mér verið meinilla við að vera kallaður stubbur, mamma hefði mátt það svona okkar á milli en EKKI opinberlega. Börnin stækka og því miður breytist margt sem maður taldi og telur sjálfsagt en það er eitt sem breytist ekki maður elskar alltaf börnin sín og sem betur fer endurgjalda þau það og það er nokkuð sem lifir með manni alla tíð. Ekki þekki ég Úlf en þar virðist vera mikill sómapiltur á ferðinni og og gæfumaður, óska ég honum til hamingju með daginn og vil ég óska honum gæfu og gengis í framtíðinni. Hann hefur notið þeirra forréttinda að vera með ykkur Ella og Brandi í kúlunni og hann kemur til með að búa að því alla ævi, því ekkert er barni mikilvægara en ást og öryggi.
Jóhann Elíasson, 8.3.2010 kl. 16:05
Til hamingju með þennan fallega ljúfa dreng.Mér sýnist hann vera lifandi eftirmynd föður síns.Og heppinn er hann að fá að vera og eiga heima í kúlunni,hjá ömmu og afa.
Margret (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 16:44
Innilegar hamingjuóskir með Úlfinn þinn kæra Ásthildur
Sigrún Jónsdóttir, 8.3.2010 kl. 16:59
Innilega til hamingju með þennan myndar táning,löglegt að kalla þau það frá 13.
Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2010 kl. 18:01
Elskuleg, til hamingju með Úlfinn, hann er svo fallegur þessi strákur og það býr mikið í honum, augun hans segja mér það og svo margt annað.
Yndislegar myndir.
Orku og gleði sendi ég
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2010 kl. 18:13
Hjartanlega til hamingju, mikið er þessi myndasería skemmtilega sett saman
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.3.2010 kl. 19:14
Innilegar hamingjuóskir Úlfur með daginn í dag
Amma og afi fá líka hamingjuóskir með afmælisbarnið sitt.
Knús í afmæliskúluna
Kidda, 8.3.2010 kl. 19:34
Til hamingju með afmælið Úlfur, og þið hin líka.
Kveðjur
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 8.3.2010 kl. 19:38
Til hamingju með flottan strák og skilaðu kveðju til hans . Hann er augsýnilega stolt ömmu og ekki að ástæðulausu. Þið hafið örugglega öll verið heppin þegar honum var valinn staður. Fallega uppsett hjá þér sagan hans í myndum.
Dísa (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 20:30
Innilegar hamingjuóskir með prinsinn....skilaðu góðri kveðju!
Katrín, 8.3.2010 kl. 20:54
Til hamingju með daginn Úlfur og Amma. Flott myndasería af Úlfinum
Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2010 kl. 21:14
Innilegar haminguóskir með afmælið Úlfur! Og hamingjuóskir til afa og ömmu með þennan flotta strák. Mér líst vel á kokkamennskuna hans. Efnilegt að ná í svona sambýling þegar þar að kemur.
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 21:20
Svo hrikalega fallegt barn og flottur strákur í dag líka
Anna Lilja, 8.3.2010 kl. 21:51
Innilegar hamingjuóskir til hans Úlfs.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2010 kl. 22:02
Innilegar hamingjuóskir með þennan flotta og klára strák sem þið hafið að láni til að hlú að og byggja upp. Hann er lánsamur drengur að eiga góða að eins og ykkur.
Bestu kveðjur í Kúlu
kveðja Erna Stef.
Erna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 00:04
Til hamingju með þennan fallega góða dreng mín kæra
Jónína Dúadóttir, 9.3.2010 kl. 07:13
Takk öll. Hann er voða glaður með allar þessar kveðjur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2010 kl. 09:45
Frábær myndasaga af glæsilegum ungum manni. Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra í kúluhúsinu.
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 10:18
Til hamingju með ömmustrákinn þinn. Það má sjá að þar fer efnilegur ungur maður. Ég óska honum og ykkur öllum alls hins besta í framtíðinni.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 10.3.2010 kl. 11:35
Þetta er afskaplega fallegt hjá þér. Tárin láku niður kinnarnar. Innilegar hamingjuóskir með drenginn, hann er greinilega heppinn að eiga ykkur að og þið hann.
Lilja ókunnug (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 19:55
Hjartanlega til hamingju með Úlfinn þinn. Yndislegur drengur.
, 11.3.2010 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.