Eftir kosningarnar.

Þá er atkvæðagreiðslunni lokið, og með glæsilegum sigri þjóðarinnar.  Því það er ekkert annað hægt að lesa úr kortunum.  Síðan getur hver túlkað það á sinn hátt.  Sumir voru að mótmæla stjórninni, aðrir ástandinu og enn aðrir bara að greiða atkvæði um samningin. 

Niðurstaðan er ótvíræð.  Lögin frá því í sumar eru hér með numin úr gildi.

Ég var að hlusta á Silfur Egils áðan og ég er alveg gáttuð á því að hér hafi setið ráðamenn þjóðarinnar á a"rökstólum" eða á maður heldur að segja Rökleysustólum.  Því þau gerðu mest af því að rífast um hver ætti sökina. 

Þau hjúin Jóhanna og Steingrímur ætla að þumbast við og setja undir sig hausinn og þjösnast enn eina ferðina.   Ég er nú bara venjuleg kerling út í bæ, en ég get ekki séð hvernig þau ætla sér að framkvæma það.  Nema ef þau hafa hugsað sér að gera eins og Jóhanna hótaði að semja í reykfylltum herbergjum við breta og hollendinga um uppgjöf.

 Það mun hins vegar aldrei ganga upp.  Því í fyrsta lagi hafa þau misst allt traust alltof margra.  En síðan hafa þau endurtekið sömu þvælurnar aftur og aftur, um að þau verði að klára þetta áður en þau geta gert nokkuð annað.  Það er svo bara einfaldlega ekki rétt.  Þetta er síendurtekinn frasi sem þau hafa notað of oft.  Þau hafa hrakist úr hverju víginu af öðru og ekkert sjáanlegt í sjónmáli.  Ekki nema það sem hefur komið út úr neitun forsetans og ótta breta og hollendinga við íslenska alþýðu.

Nú flýta þér sér að fullyrða að auðvitað viljið þeir semja áfram, og  haft var eftir Darling eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður það væri óréttlátt að láta svona smáríki eins og Ísland borga svona mikið.  Ja öðruvísi mér áður brá. 

Maður þarf ekki að vera heiladauður til að sjá að þeir vilja gera allt til að fá borgað.  Og þeir eru öruggglega reiðubúnir til að ganga ansi langt í slökunum, ef við spilum rétt úr málum.  Það er EKKI að spila rétt úr málunum að forsetisráðherra og fjármálaráðherra, séu endalaust að senda þau skilaboð að þau vilji borga sem mest.

Nú vil ég að þau annað hvort segi af sér, eða allavega hætti að skipta sér af Icesave.  Þau hreinlega fari frá málinu, hvernig sem þau gera það og hætti að spila leiknum endalaust upp í hendur breta og holleninga.  Þetta eru engar skælandi smælingjaþjóðir, heldur fyrrverandi heimsveldi sem hafa sýnt það gegum söguna að þær ganga eins lang og þær komast til að komast yfir það sem þeir girnast.

Ef þau sjá þetta ekki sjálf, ættu einhverjir sem þykir nógu mikið til þeirra koma, gera þeim grein fyrir að þjóðin vill þau ekki lengur við samningaborðið.  Í viðtalinu við Jóhönnu í gær í sjónvarpinu horfði ég ekki á hana sjálfa, ég horfði baka til á aðstoðarmann hennar, það var ekki fallegur svipur í þeim andlitsdráttum.  Þar gat að líta mann sem sá sína sæng útbreidda. 

Ég hallast að því að trúa því að við getum ósköp vel látið þetta mál liggja aðeins í bleyti, og einbeitt okkur að meira aðkallandi málum þjóðarinnar.  Eða eins og einn sérfræðingurinn sagði í Silfrinu, bankarnir eru fullir af peningum, okkur skortir ekki fé til aðgerða.  Þá er ekkert annað eftir en að trúa því að það sé satt að þau noti sér þetta mál til að ýta öllum hinum á undan sér. 

Og ef það er rétt, þá eru þau ekki að halda rétt á málum, og þá eiga þau að eftirláta öðrum að gera það sem gera þarf.

Ég er búin að fá nóg af að horfa upp á þau með sömu tugguna aftur og aftur.  Sýndist þau meira að segja vera að segja ósatt þarna undir lokin, þegar þau sögðu að stjórnarandstaðan hefði ekki unnið með þeim, þegar Birgitta og þau hin urðu undrandi og sögðu að þau hefðu ekki fengið að vita neitt hvað var í gangi.

Hvernig á maður að trúa fólki sem hagar sér svona?  Fyrir utan að reiði og pirringur leysir aldrei neitt.  Í raun og veru hefði ekkert þeirra átt að gefa kost á sér í viðtal um þessi mál, svona daginn eftir.  Sárindi of mikil á aðra höndina og sigurinn of sætur á hinn.

Ég veit ekki hvort mér líkar heldur að fá þjóðstjórn, það má segja að slík hafi ríkt hér undanfarnar vikur, síðan bretar og hollendingar kváðu upp úr með að stjórnarandstaðan kæmi líka að málinu, sem segir raunar meira en þúsund orð.

Ég vil fá utanþingsstjórn sérfræðinga sem taka að sér að leita lausna fyrir þau mest aðkallandi vandamál sem hér eru bæði stór og alvarleg.  Það er ljóst að Jóhanna og Steingrímur hafa enga döngun eða löngun til að klára nein mál, fyrr en óskaverkin þeirra eru í höfn, Icesace og ESB. 

En þetta er fallegur dagur, og ég er að njóta þess að eiga þennan góða dag.  Það var viss léttir að fá að kjósa í gær.  Og fyrir það er ég þakklát. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Mikið er ég sammála þér. Utanþingsstjórn sem fyrst með hæfum einstaklingum sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Ekki aftur dýralækni eða rollubónda í starf fjármálaráðherra eða flugfreyju eða útjaskaða pólítikusa í forsætisráðherraembættið.

Það er kominn tími á að pólítíkusar fari að bera virðingu fyrir vinnuveitendum sínum sem eru við þjóðin.

Knús í kúlu

Kidda, 7.3.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kidda mín, ekkert slugs núna, sérfræðingana strax, þeir mega vera bændur, læknar, húsmæður, skurðgrafarar mín vegna, en þeir þurfa að gera sér grein fyrir þörfum þjóðarinnar, vera nógu réttlátir til að tala okkar máli og nógu siðferðilega þroskaðir til að láta ekki blekkingarbændur plata sig upp úr skónum. Heilbrigð skynsemi og sjálfstæð hugsun, það er allt sem ég bið um. Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2010 kl. 20:35

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Utanþingstjórn sem fyrst. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2010 kl. 21:00

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það að fá utanþingsstjórn, held ég, að sé það eina sem kemur til greina í stöðunni.  Þarna er ég þér alveg sammála Ásthildur eins og svo oft áður.

Jóhann Elíasson, 8.3.2010 kl. 09:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóhann það er eina vitið í þessari stöðu sem Ísland er í í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband