Kæru Jóhanna og Steingrímur.

Ég ætla að þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina.  Í fyrsta lagi eigið þið heiður skilinn fyrir að láta atkvæðagreiðsluna fara fram yfir höfuð.  Ég man nefnilega að síðast þegar forsetinn neitaði, þá drógu þáverandi stjórnvöld allt saman til baka, en þið gerðuð það þó ekki sem betur fer.

Í annan stað vil ég þakka ykkur fyrir yfirlýsingarnar um að þið ætlið að sitja heima.   Þetta verður öruggleg til þess að hver einasta letihrúga landsins, sem hefði ekki nennt að láta sjá sig, drífur sig á kjörstað og kýs.  Þekkjandi þjóðina mína, þá svínvirkar svona aðferðarfræði.  Heart

Nú verður hver sjóraftur á flot dreginn og þátttakan verður yfir 70% og það verður mikið til ykkur og yfirlýsingum ykkar að þakka.

 Svo vil ég þakka ykkur unnin störf, held að þið hafið ætlað að gera ykkar besta, en því miður er pólitíkin svo rotinn niður í neðstu rætur samfélagsins og hagsmunaaðiljarnir svo frekir, að þið réðuð ekki við neitt.

 

Þess vegna þurfum við núna utanþingsstjórn með sérfræðingum sem kunna alþjóðaviðskipti, gera greinarmun á réttu og röngu, hafa réttlæti og gagnsæi að leiðarljósi og hafi ekki komið nálægt Alþingi síðustu þrjátíu árin eða svo.  Verndari þessarar utanþingsstjórnar á svo að vera Eva Joly.

Með kæru þakklæti fyrir að leggja okkur lið.  Heart


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bullur sem Jóhanna & Steingrímur voru á stríðsárunum kölluð " Quislingar" !

 "Íslands óhamingju verður allt að vopni".

 Að þetta ólánsfólk skuli sitja æðstu stjórnunarstöður þjóðarinnar - á mestu örlagastundu landsins - er í einu orði sagt: GRÁTLEGT !

 Vei yður - þér svikarar !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Kidda

Ég óttast hið gagnverða að heilþvegnir flokksmenn þeirra munu ekki mæta á kjörstað.

En utanþingsstjórnina vil ég fá í hvelli, það hlýtur að ver ahægt að finna sérfræðinga á öllumsviðum sem eru ekki flokksbundir.

 

Kidda, 5.3.2010 kl. 12:59

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl.

Ekki gleyma því að ef þetta tvíeyki væri ekki við stjórnvölinn, þá væri ekki verið að kjósa um þetta yfirleitt. Fyrrverandi ríkisstjórn var búin að ákveða að íslenskir skattgreiðendur ættu ekki að greiða skuldir sem einkaaðilar stofnuðu til í útlöndum.

Það var búið að samþykkja svokölluð Brusselviðmið á Alþingi. Þannig átti að ná pólitískri sátt um málið á alþjóðlegum vettvangi, hugsanlega með einhverri málamyndagreiðslu til að friða æstustu útlendingana.

Tvíeykið, með hinn stórkostlega afleiksmann í samningum, sendiherrann SG, hefur dregið embættismannaliðið að borðinu í stað stjórnmálamanna Evrópusambandsins, breta og hollendinga. Þannig hafa þau klúðrað þessu „feitt” eins og unglingarnir orða það gjarnan.

Við skulum senda þessum yfirgangsseggjum í Bretlandi og Hollandi stórt NEI á morgun. Skýr skilaboð um að íslenskir skattgreiðendur sætta sig ekki við að greiða skuldir einkaaðila í útlöndum. Þar að auki má ekki gleyma því að þessir fjármunir sem komu inn á Icesave voru nýttir til að lána þarlendum fyrirtækjum og eru því í notkun innan hagkerfa þeirra sjálfra og koma þeim þannig til góða - ekki okkur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.3.2010 kl. 14:23

4 identicon

Hafi þau ætlað að gera sitt besta, eru þau bara ekki starfi sínu vaxin. Steingrímur er í marga mánuði búinn að vera predika það að við séum að falla á tíma, það sé bara tímaspursmál hvenær okkur verði sturtað niður, og engin leið sé að ná betri samningum. Nú hefur hann þurft að éta þetta ofaní sig aftur og aftur og fer svo í fýlu útaf kosningunum, sem þau "skötuhjú" ætluðu aldrei að láta verða af. Í mínum huga eru þau bæði, Steingrímur og Jóhanna, algjörlega vanhæf til að sigla þjóðarskútunni gegnum þessa brimskafla sem við nú erum stödd í. Og því miður eru engir pólitíkusar sem nú eru í boði, hæfir til þess að vera annað en taglhnýtingar. Við þurfum að fá alvöru fagmenn til að sigla Þjóðarskútunni í þessari brælu sem nú er.  Þakka þér svo fyrir góðar hugvekjur Kv. Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:48

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Falleg færsla hjá þér, vonandi þekkir þú Íslensku letidýrin betur en ég, en ég ætla að kjósa N E I ! og vona að allir vitibornir menn og konur geri slíkt hið sama.

Sævar Einarsson, 5.3.2010 kl. 15:08

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  Já ég kaus fyrir hálfum mánuði og sagði auðvitað NEI.  Vildi vera viss um að fá að taka þátt, ef þau skötuhjúin reyndu að draga þetta allt til baka.  Sem betur fer gerðist það ekki, ekki svo sem frekar en neitt annað sem þau hafa ekki gert síðan þau tóku við. Þetta er svona EKKI stjórn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2010 kl. 15:22

7 Smámynd: GAZZI11

Skil ekki æsinginn yfir því hvort Jóhanna og Steingrímur ætla mæta eða ekki mæta á kjörstað. Þau voru í 33 manna hópi hálfvita eins og ÞB sem sögðu já við þessum samningi. Mér er nákvæmlega sama hvort þetta lið situr heima klósettinu og kýs þar. Persónulega finnst mér að ef yfir 50.000 fleiri atkvæði segja nei eigi stjórnin að segja af sér.

Þetta er einnig spurning um vantraust og getuleysi þessarar ríkisstjórnar sem hefur nákvæmlega ekki gert neitt af viti. Ríkisstjórnin hefur gjörsamlega hundsað að sinna grunnþörfum heimilanna s.s heilsu, fæðu, vinnu, fjárhaglegu öryggi, húsnæði. Þvert á móti aukið skuldir og flutt eignir heimila inn í bankakerfið og látið fólk leysa út sparnað í milljarða tali. Allt er þetta gert til að þjóna fjárglæframönnum og koma fótunum undir þá.

Ríkistjórnin hefur setið efst í pýramídanum í sjálfsbirtingu í öfugum hlutföllum um: siðfræði - sköpun - hugkvæmni - lausnir á vandamálum - fordóma o.s.fr.

Stefnir núna í hrikalegan fólksflótta og hafa skipafélögin ekki séð annað eins. Um 30.000 störf hafa tapast sl ár.

Nei nei og aftur nei og grátlegt að hlusta á þá sem reyna að tala þetta niður. Það er enginn nýr samningur á leiðinni og þess vegna verðum við að kjósa.

GAZZI11, 5.3.2010 kl. 16:27

8 identicon

Góð færsla hjá þér Ásthildur! Ég tek undir með þér og ætla að kjósa  ... NEI ... 

Maddý (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 18:55

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

GÓÐ !

Jónína Dúadóttir, 5.3.2010 kl. 19:49

10 Smámynd: Sævar Einarsson

GAZZI11, maður hefði ætlast til þess að þessar 33 hræður myndu segja já við sínum lögum ... en að mæta ekki og kjósa ekki er vanvirðing, vonandi verða þau heima næst þegar kosið verður til alþingis, það verður jú tilganglaust fyrir þau því þau fá slæma kosningu.

Sævar Einarsson, 5.3.2010 kl. 20:07

11 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Mér finnst að þessi yfirlýsing Jóhönnu og Steingríms um að sitja heima og að þessi þjóðaratkvæðisgreiðsla sé markleysa.

Sé yfirlýsing þeirra um andstöðu þeirra við stjórnarskránna sem þau sóru eið að og andstöðu þeirra við lýðræðið,  Forsetan og Íslensku þjóðina.

Bestu kveðjur / Jenni

Jens Sigurjónsson, 5.3.2010 kl. 22:35

12 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Vel má vera að þau hafi ætlað að gera sitt besta, en þá fóru þau fljótlega út af sporinu og hafa fjarlægst það æ síðan. Þetta verður með áhugaverðari helgum og ég verð illa svikin ef ekki verður veruleg flugeldasýning í næstu viku.

Haraldur Rafn Ingvason, 6.3.2010 kl. 01:21

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þau Jóhanna og Steingrímur eru í fýlu eins og smákrakkar.  ÉG vona að þau bæði segi af sér eftir helgi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2010 kl. 01:25

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður krafa fólksins að þau segi af sér.  Og annað hvort lappi stjórnarflokkarnir upp á forystuna eða hér verði komið á utanþingsstjórn/neyðarstjórn sem taki við taumunum.  Það er orðið alveg ljóst að þessi tvö, eða segjum þrjú með Össur innanborðs að þau hreinlega ráða ekki við aðstæður, þess vegna verðru krafa okkar að vera sú að þau víki og við fáum stjórn sem getur, þorir og vill.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2010 kl. 01:37

15 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Forkastanleg -fordæmalaus-framkoma-forsætisráðherra-fjármálaráðherra- fimm FFFFF

við þjakaða þjóð, sem þau hafa brugðist.  Það mun þó ekki þýða að sveinarnir ungu Bjarni og Sigmund geti "cashað" inn.

Þjóðin er ekki fífl, en það er alltaf sorglegt að horfa upp á "gott og velmeinandi fólk" mála sig gjörsamlega út í horn eins og Jóhanna og Steingrímur hafa gert með yfirlýsingum sínum á aðfangadegi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.3.2010 kl. 05:09

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Jenný Stefanía, það er að renna upp fyrir þjóðinni að hún er ekki fífl, að minnsta kosti enginn nema einhver 5%  í boði Rithöfundar og alþingismanns sem hefur gert úttekt á andlegu atgerfi þjóðarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2010 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband