Ný ríkisstjórn í burðarliðnum.

Ég vann ekki í síðustu kosningum á undan þessum, minn flokkur nánast þurrkaðist út.  En úr því sem komið var, þá var ég sátt við þá ríkisstjórn sem tók við.  Þau höfðu lofað okkur skjaldborg fyrir heimilin, að ekki yrði gengið í ESB, að AGS myndi enginn áhrif hafa hér og ég veit ekki hvað og hvað.  Þess er skemmst að segja frá, að þetta var allt svikið, í stað skjaldborgar var fólki hent út á guð og gaddinn, og ennþá eru þúsund uppboð á dagskrá þannig skilur sú ríkisstjórn þjóðfélagið eftir í rúst, langar biðraðir í heilsugæslu, sjúkrainnlagnir og aðgerðir, langar biðraðir eftir mat, sífellt hefur verið þrengt að öryrkjum og öldruðum, ég þarf ekki að telja þetta upp, það vita þetta allir þeir sem hafa fylgst með.  Þó kallaði þessi ríkisstjórn sig Norræna velferðarstjórn.  Þvílík öfugmæli.  Ég verð því að segja það, að mér er mikið létt að vera laus við þetta fólk úr forsvari, ég vil ekki forræðishyggju stjórnvalda á öllum sviðum, þó ég vilji ákveðið aðhalda í að ganga ekki á auðlindir náttúrunnar, og að velferð manna, dýra og náttúru sé tekin fram yfir auðhyggjuna sem öllu tröllríður núna  bæði hér á landi og erlendis.

Ég vann heldur ekki í þessum kosningum.  En ég fylgist með því sem er að gerast.  Og mun leyfa mér að vona betri daga uns annað kemur í ljós. 

Ég treysti forsetanum okkar, og held að hann hafi stigið gæfuspor þegar hann veitti Sigmundi Davíð keflið til að mynda ríkisstjórn.  Hann hafði lofað ýmsum breytingum sem voru samkvæmt væntingum almennings.  Það sást líka að með því að einmitt velja hann, þá styrkti hann þær væntingar sem almenningur hefur.  Og undir það þurfti Bjarni að beygja sig.  Það getur vel verið að þeir klúðri þessu og geri einhvern andskotan af sér, sem vekur reiði almennings.  En trúlegra er að þeir fari varlega, eing og þeir hafa gert undanfarið við stjórnamyndunarstörfin, þar hafa þeir gætt þess að leita ráða fagmanna, og ekki hleypt sínum klíkum að ferlinu, sem ætti að sýna að þeim er full alvara. 

Mér er mikið létt ef þeir hætta við ESB aðlögunina, í það hefur farið öll sú orka fyrrverandi ríkisstjórnar sem átti að fara í skjaldborgina. Ég er líka sammála því að stjórnunarstíll Jóhönnu og Steingríms einkendist af frekju og yfirráðasemi, sem þau svo kenndu öllum öðrum um.  Þau hafa nú fengið það allt saman ofan í sig aftur blessuð með þvílíku afhroði að þess verður lengi minnst.  

Svo er bara að bíða og sjá hvað verður.  En sem betur fer hefur almenningur vaknað upp við vondan draum og er ákveðin í að láta ekki traðka meira á sér, enda komin tími til. 

Við verðum örugglega á verðinum og svo er alltaf hægt að leita til forsetans ef stjórnin ætlar að vaða yfir okkur með skítugum skóm.  Hann hefur sýnt að hann tekur marg á fólkinu í landinu. 


mbl.is Heimilin finna breytingar í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024179

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband