Alveg eftir bókinni.

Svei þér Jóhanna, þarna hafðir þú tækifæri til að hjálpa fullt af fjölskyldum til að opna á ákveðin erfið vandamál.  En með þessu hefur þú sýnt að það er ekkert hjarta í þér frekar en mörgum öðrum, þar slær eins og hjá alltof mörgum lítill gullkálfur hvar dansa í hring græðgi, hroki og eigingirni.  Hafðu skömm fyrir.
mbl.is Afþakkaði boð frá foreldrum samkynhneigðra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor í kúlu.

Það vorar alltaf fyrr í kúlunni, það gerir gróðurskálinn fyrir framan íbúðina okkar. Og núna þegar það er sól og gott veður alla daga, þá er ennþá meira vor og góðæri hér.

IMG_0001

Nektarrínan mín er öll í blóma, en líka er perutréð að byrja og kirsuberin, rósamandlan og Kamelíufrúin mín líka.

IMG_9939

En það er ekki bara vor í blómunum, heldur er ég svo heppin að geta boðið minni elskulegu fjölskyldu að njóta þess með okkur Ella. Hér er mágur minn á enn einu trylllitækinu.

IMG_9940

Og svo er notalegt að sitja í sólinni fyrir framan garðskálann og njóta veðursins.

IMG_9946

Litla systir mín ætlar að fara í ökutúr með mági sínum og Dóra leggur henni lífsreglurnar, enda er hún vön að ferðast með manninum sínum í allskonar farartækjum.

IMG_9949

Já þá er að leggja í hann og treysta máginum fyrir lífinu hehehehe.

IMG_9950

Elli og svilinn njóta sín vel saman.

IMG_9952

Þetta kannst gömlu ísfirðingarnir mínir vel við, logn og pollurinn eins og spegill.

IMG_9954

Tengdadóttirinn og barnabörnin að koma úr hesthúsinu og líta aðeins við.

IMG_9956

Ef það er ekki kajakar, hraðbátar eða fiskibátar þá eru það skútur, og auðvitað þarf að hefja upp stórseglið, því vindurinn er ekki nægur.

IMG_9958

Já þetta er yndislegt líf.

IMG_9962

Hvað er meiri friður en þetta.

IMG_9966

Að njóta sín er málið.

IMG_9967

Hef samt grun um að veðrið sé að breytast, því fuglarnir eru svangir og reyna að metta sig eins og þeir geta, það segir mér að veðrið á eftir að versna.

IMG_9983

Eins og sést allt í blóma, þetta er besti tíminn í garðskálanum.

IMG_9984

Kamilíufrúin mín brosir við sólinni.

En nú er byrjað að snjóa, vonandi verður það ekki langvinnt né merkilegt.

En eigið góðan dag elskurnar.


Bloggfærslur 11. apríl 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband