22.3.2013 | 20:41
Ég hef ákveðið að taka baráttuna með Dögun.
Ég verð að viðurkenna fyrir ykkur lesendur mínir að ég er í framboði fyrir Dögun. Ég ætlaði mér reyndar ekki að standa í því, var bara alveg til í að ýta vagninum því málefnið er gott, og ég hef fengið að taka þátt í málefnavinnunni og leggja mitt af mörkum. Þóttist enda vera orðin of gömul til að standa í þessu. En svo er málið bara að það er svo asskoti erfitt að fá konur til að taka þátt í framboðum. Þessar elskur, ekki skortið þær vitið né hæfileikana, en þær eru bara einhvernveginn ekki tilbúnar til að stíga fram af ýmsum ástæðum.
Mér líkar afar vel við mannskapinn sem ég hef starfað með, það ríkir einurð og ákveðni í að gera allt það besta fyrir land og þjóð. Á landsfundi var þeirri leið hafnað að hafa ákveðna talsmenn eða kjósa stjórn. Við vildum frekar hafa þetta allt lýðræðislegt og vinna það saman. Það hefur ákveðna ókosti í för með sér, svo sem að ef einhver fréttamaður vill ná tali af forystumönnum Dögunar, þá þarf að skoða hvern á að hringja í. En svo er það, að með þessu þá eru fleiri ábyrgir og það verða fleiri bök sem bera þá ábyrgð.
Það hefur líka tekið tíma að setja saman málefnin sem við viljum vinna að eða um eitt ár. En um leið verða málefnin einmitt vandaðri og ábyrgari, þegar allir þurfa að leggjast á eitt, og menn þurfa að tala sig niður á eina niðurstöðu.
Allt hefur það gengið vel og þó við séum ólíkar manneskjur, þá hefur virðingin fyrir hvert öðru leitt okkur á endanum að þeirri niðurstöðu sem liggur nú fyrir eftir velheppnaðan landsfund.
Já ég sagðist vera komin í framboð. Ég hef ákveðið að þiggja fjórða sætið í Norðvesturkjördæmi. Það var gert að vel athuguðu máli og eftir að ljóst var að enginn önnur kona sóttist eftir því sæti.
Það er nefnilega þannig í okkar ágæta lýðræðisríki, þá er það ekki lýðræðislegra en svo að fólk hugsar sig um tvisvar áður en það tekur sæti á lista, sem er ekki í gömlu flokkunum. Í sumum tilfellum veit ég að fólki hefur verið hótað að ef það taki slíkt sæti geti það sagt bless við vinnuna sína.
Þetta er gömul saga og ný. Þegar við vorum að berjast í Frjálslyndaflokknum urðum við áþreyfanlega vör við þetta, sér í lagi ef það voru sjómenn sem vildu vinna með flokknum. Einhverra hluta vegna var útgerðargreifum afskaplega illa við þann flokk, Wonder Why En það má auðvitað ekki ræða þetta frekar en svo margt annað í okkar "lýðæðislega" þjóðfélagi.
En sem sagt ég ætla ekki að vera leiðinleg, og ákvað að segja ykkur þetta strax, svo þið getið undiðbúið ykkur undir áherslur mínar, þar sem ég geri mér grein fyrir því að með því að vera komin í framboð þá taka menn allt öðruvísi því sem ég segi og geri.
Ég er samt og verð alltaf sú sama sem ég er. Get bara ekki annað. Það sem ég er að gera með þessu flandri mínu á gamals aldri er að ég hef fulla trú á landinu mínu og þjóðinni, ég er alveg viss um að við getum unnið okkur út úr þeim vanda sem við erum í, og að við eigum bjarta framtíð fyrir okkur ef við högum okkur skynsamlegar en við höfum gert undanfarið.
Ég vil fá börnin mín heim, og ég vil fá að sjá það samfélag sem við getum öll verið í með reisn og átt mannsæmandi líf. Það á enginn að þurfa að svelta eða vera borin út af heimili sínu. Börnin okkar eiga að geta sótt skóla allt frá grunnskóla til æðri menntaskóla án tillits til fjárhags foreldra.
Og útlendingarnir okkar sem hafa flúið landið vegna aðstæðna vil ég fá heim aftur til að byggja upp velferðarþjóðfélag með okkur sem eftir sátum.
En nú er ég örugglega farin að hljóma eins og "frambjóðandi"
En eins og Guðjón Arnar segir svo oft: ef þú hefur sannfæringu fyrir því sem þú ert að gera, verður þú aldrei rekin á gat með málefnin.
Það var einhver að hafa áhyggjur af því að Dögun hefði enga framtíðarsýn aðra en stjórnarskrármálið, ég ætla því að setja hér inn áherslur framboðsins í aðgerðum í þágu heimilanna.
Öflugar aðgerðir í þágu heimila samþykkt drög 30.10.201
Dögun vill tryggja réttlæti og samfélagslega sátt með öflugum aðgerðum í þágu heimila landsins og stuðla að betra lánakerfi til framtíðar með því að:
- Afnema verðtryggingu á neytendalánum
- Leiðrétta húsnæðislán
- Fjölga valkostum í nýju lánakerfi
- Setja þak á vexti
- Afnema stimpil- og uppgreiðslugjöld
- Tryggja að veð takmarkist við veðandlag
- Lögfesta lágmarkslaun sem miðast við framfærsluviðmið
Sjá hér nánar: http://xdogun.is/oflugar-adgerdir-i-thagu-heimila/
Málefnin voru samþykkt á landsfundi og héðan í frá verður unnið að því að upplýsa fólk um hvað við ætlum að gera og hvernig.
Ég ætla mér að upplýsa ykkur um þau málefni, svona á milli þess sem ég býð ykkur í ferðalög.
Fyrst og fremst þurfum við að þora að skoða þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum. það hefur aldrei verið meira framboð á framboðum en einmitt nú, þó svo ef til vill einhver þeirra ná ekki markmiði sínu, þá held ég að viljinn til að gera vel sé til staðar hjá þeim öllum, bara spurning um hvernig þau hyggjast nálgast markmið sín og hvort þau markmið séu raunhæf.
Sem sagt hér er ég og get ekki annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Bloggfærslur 22. mars 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar