21.2.2013 | 20:15
Má bjóða ykkur í bílferð frá Olafsgård til Stryn?
Datt í hug að bjóða ykkur í smá ökuferð frá Olavsgård í Osló til Austfjorden. Bæði var veðrið dásamlegt og svo er bara svo fallegt á þessari löngu leið um 9klst. ferð fjallabaksleið með hurtigrutan.
Erum lögð af stað, hér erum við við Gardemoen flugvöll og langur ökutúr eftir.
Svona byrja hraðbrautirnar út frá Osló, en svo smám saman fækkar akreinum og götur þrengjast, við ókum á E6, sem ég hef grun um að heiti Þrándheimsvegur. En hann liggur í gegnum öll þorpin og hraðinn fer frá 4o km upp í svona 90. Svo að leiðin er ef til vill ekki svo rosalega löng, heldur er hraðinn vel við hæfi.
Mikið um brýr og göng, enda vilja þeir vernda náttúruna, sérstaklega tún bænda, því hér er lítið ræktarsvæði stutt í klappir.
Allir firðir voru ísilagðir, og sumstaðar sá maður menn að veiðum gegnum ís.
Hér er stau... það er verið að sprengja fyrir nýjum vegi. Hér er mikil vegavinna í gangi allstaðar.
Var svolítið að spá í þetta mannvirki, hélt fyrst að hér ætti að koma brú yfir fjörðin, en komst svo að þeirri niðurstöðu að hér ætti að vera aðstaða til að setja báta niður í sjó. Það er nefnilega ekkert verið að vinna hinu meginn.
Jamm getur verið að fólk stöðvist í 20 mín. eða svo vegna sprenginga.
Hér er umhverfið gríðarlega fallegt og eins og ég sagði öll vötn og firðir og flóar ísilagðir.
Sól og snjór, en ennþá er brautin sæmilega breið... eða þannig.
Við erum búin að aka í nokkra klukkutíma og erum kominn til Hedemark.
Hér er svo ólympíuhöll, rosalega stór, þó ekki sjáist hún vel frá veginum.
Milli þess að aka á þröngum vegum með fjöll á alla kanta, er ekið gegnum engi og tún og svo um þorp og bæi, sem eru skemmtilega kósí svona í vetrarbúningi.
Skiltið þarna bendir á Lillehammer.
Svona eru vegirnir eins og ég man eftir þeim hér í den í Svíþjóð, nema þar var ekki svona akskipting, enda var það árin 1962 - 3.
Og göngin eru af öllum stærðum og gerðum.
Já engu við það að bæta.
Sumstaðar höfðu árnar rutt sér til rúms, og á einum stað sá ég gufu stíga upp af vatni var að hugsa hvort þar væri heitt vatn, eða hvort það kæmi heitt vatn frá einhverri verksmiðju.
Og allstaðar eru vegaframkvæmdir. Norðmenn eru sennilega að nota sér kreppuna til að fjárfesta í framtíðinni.
Hér sjást fiskimenn veiða gegnum ís. Á þessum fallega stað var greinilega túristabyggð, mikið af húsbílum og sumarbústöðum, hótelum og slíku. Greinilega vinsælt að dvelja hér á sumrin.
Fjöllin virkilega falleg og hæðir og ásar.
Svo eru akrar og myndarleg bændabýli.
Snjór en samt kósý.
Já við erum komin til Lillehammer.
Hérna sést í skíðasvæðið, stórglæsilegt.
Menn eru ekki bara að fiska á ísnum, heldur gera allskonar listaverk, sem gaman hefði verið að skoða nánar. En ég var bara á ferð í rútu, svo um það var ekki að ræða.
Fallegur bær Lillahammer, eða eigum við að segja Lillyhammer Kúrir svo skemmtilega upp í fjallinu.
Hann er reyndar alls ekki lítill, og hér sést skíðasvæðið betur.
En hér erum við nú.
centrum.
Norðmenn eru virkilega vinalegir og elskuleg þjóð. brosmildir og hlýjir.
Svo sést skemmtilega í húsin inn í skóginum.
Haffjell, hér var greinilega tívolí. En ég held að við séum einhversstaðar á Guðbrandsdalssvæðinu.
Og áfram var haldið norður á bóginn.
Og gönginn urðu fleiri og fleiri.
Og fjöllin voru farin að hækka, brúnum að fjölga líka.
Mikil hætta á elgum var skilti sem kom oft fyrir, einnig var varað við hjartardýrum. Það sáust líka sporin eftir þessi dýr í snjónum á ísilögðum fjörðunum.
Og vegirnir mjókkuðu, sumstaðar var maður farin að beygja mig innar í vagninn, því mér fannst stóru bílarnir sem komu á móti myndu rekast í rútuna.
Við erum ennþá á E6. Hér er verið að hlaða vegg, en það er mikið gert hér vegna jarðvegshalla.
Og áfram var haldið.
Við erum komin á slóðir Péturs Gauts.
En við höfum ekki tíma til að bregða okkur í leikhús.
En tími er peningar, og ég var á hraðferð.
Við ókum líka gegnum heimabæ Knuts Hamsun, og hér á þessum stað stoppuðum við í þrjú korter, ég var orðin frekar svöng, því ég hafði bara borðað eina brauðsneið með smjöri áður en ég lagði af stað, og drakk smá djús. Lagði af stað kl. um tíu og nú var klukkan að verða tvö.
En eins og sést hér eru skíðasleðarnir á góðu lífi í Noregi.
Svo mátti víða sjá að auglýst var allskonar sport, rafting og slíkt.
Jamm enn á E6, og stundum var bara að loka augunum og treysta á að bílstjórarnir gætu mæst.
En auðvitað gekk allt vel.
Eitt af þessum ferðamannaþorpum, eða kaupstöðum.
Og ég sá meira að segja eina einbreiða brú
Já það var sannarlega mikið um stórtækar vegagerðir, og ef til vill ekki vanþörf á.
En við erum farin að nálgast Stryn, við erum komin upp á Strynfjall, takið eftir enginn skógur meira, og sjáið stangirnar meðfram veginum. Ekki svona gular eins og heima, nei heldur bara örmjóar spýtur, en eins og sést ansi hreint háar.
Og hingað komu menn á snjósleðum til að sækja póstinn, biðu eftir rútunni.
Hér á fjallinu voru bústaðir, sá á skilti að þetta voru skíðabústaðir til að fara á skíði á sumrin. Hér er ekkert færi til að komast að bústöðunum að vetri til.
Steingrímsfjarðarheiði? Nei Strynfjall og þessar dökku þústir er grjót, og hér eru engin tré.
Við erum í 1000 m. hæð, og erum á leiðinni niður af fjallinu, og þá eru a.m.k. þrenn göng.
Ef til vill eins gott, því svo sannarlega var þessi leið hrikaleg.
Og það er farið að kvölda, búin að sitja í rútu heilan dag.
Ég er viss um að það er hér sem tröllin eiga heima.
Kambarnir hvað?
Og gamli máni komin að fylgjast með.
Klakadrönglar niður alla kletta.
Já það er hálf hrikalegt að fara niður 1000 metra si sona.
Jamm hrikalegt og er ég þó ýmsu vön.
Að komast niður að efstu húsum. Allstaðar sem við fórum voru hús upp um öll fjöll, lengst uppi og það virðist ekkert vera mokað að húsunum, hef grun um að hér eigi allir snjósleða eða traktora sem eru notaðir til að komast að húsunum á veturna. Sá hvergi að það væri mokað, en sá sumstaðar för eftir snjósleða og traktora.
Þær eru víða kirkjurnar hér?
Dagur að kveldi komin.
Kvöldsólin lýsir upp himininn rétt áður en hún hverfur.
Strynvatn.
Sonur minn beið mín svo í Stryn og þá var að koma sér heim á býlið, hann eldaði dýrindis mat, og það var gott að hvíla sig eftir þessa löngu setu. Ég held að ég fljúgi til baka
En vonandi hafið þið notið Norskrar náttúru því hún er svo sannarlega þess virði að skoða. Eigið góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggfærslur 21. febrúar 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar