Vor í kúlu og vor í sinni.

Það er komið vor í kúluna mína.  Það er yndisleg tilfinning og lyftir manni upp úr skammdegisdrunganum.

IMG_8518

Nektarrínan mín farin að bruma heilmikið.

IMG_8509

Jólarósin mín búin að brosa til mín síðan á jólunum.

IMG_8510

Páskarósin ætlar að vera tilbúin á páskunum.

IMG_8520

Krusinn hlær með öllum sínum gulu kollum, glaður yfir að vera til.

IMG_8519

Og Pernillan mín er að byrja vorið líka, hún blómstrar svona þrisvar yfir sumarið þessi elska.

IMG_8167

En ég var veðurteppt fyrir sunnan um daginn í nokkra daga, og gisti hjá bróður mínum og mágkonu. Yndislegur tími, við höfum ekki átt svona góðar stundir lengi.

IMG_8168

Langt síðan við bróðir minn höfum spjallað svona mikið saman og rifjað upp gömlu góðu dagana, barnæskuna og allt fólkið sem við höfum verið samferða langan eða stuttann tíma. Það er ómetanlegt að gefa sér tíma fyrir þá sem maður elskar.

IMG_8262

Ég var eins og blóm í eggi, og það var hreinlega dekrað við mig, takk elsku Badda mín og Nonni.

IMG_8263

Og Nonni er eins og allir karlkyns í ættinni aðalkokkurinn á sínu heimiliCool

IMG_8264

Og mágkona mín sat ekki auðum höndum, þessar fallegu flíkur var hún að prjóna og hekla.

IMG_8265

Fallegt fyrir falleg börn. Heart


Bloggfærslur 14. febrúar 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband