18.12.2013 | 16:43
Að láta fólkinu sínu líða vel.
Af ýmsum ástæðum finnst mér ekki mjög gott að búa hér núna Daníel minn, segi og skrifa. Aldrei datt mér í hug að það yrði gerð sú aðför að mér og mínu heimili svona á síðustu metrum ævi minnar að það væri reynt að bola mér burtu héðan. En ef svo fer að þið hendið mér út af mínu heimili þá mun ég hrökklast burtu héðan, frá þeim stað sem ég hef elskað mest og haft brennandi áhuga á að vinna sem best og mest fyrir, það varð þó ekki til þess að ég ynni út starfsaldur minn, því það var ekki áhugi á því að ég fengið að vinna út starfstímann. Það þurfti að koma öðrum að ekki satt?
Þú ert vænsti piltur, en ég held að þú þurfir að kafa aðeins ofan í grasrótina til að sjá að það er bara ekki allt í lagi hér hjá okkur. Það er bara enganveginn allt í lagi, og reiðin sem er í mínu brjósti þegar eyðileggingin blasir við mér hér fyrir ofan mig er mikil, og mikið af þeirri vinnu sem ég lagði á mig þar í 30 ár, þá er ég döpur. Hlustandi á búkollur á hraðferð gegnum fyrrverandi skóginn minn, með látum, ílið í bakkgírnum og hávaðin í gröfunum, þegar þær voru að fara yfir gróðurinn og eyðileggja allt sem fyrir var. Að vísu hefur það þroskað mig á ákveðin hátt, því djúp sorg og reiði eru ágætis efniviður í sjálfskoðun og sjálfsaga, því ég vil ekki láta reiðina eyðileggja heilsuna mína, það hefur samt sem áður verið fjandi erfitt. Það verður þó að segjast eins og er, að þú hefur reynt að vera góður og haft áhyggjur af málinu, svona eftir á, þegar það var sennilega úr þínum höndum... eða hvað?
Að mínu mati var þetta rask algjörlega óþarfi og bara til þess að fá inn fjármagn til að skapa vinnu fyrir verktaka, og meira að segja ekki verktaka héðan heldur þá verktaka sem virðast sitja að öllum verkum á Íslandi í dag, Íslenskir aðalverktakar.
Og ég er ekki ein um þessa skoðun, svo það komi fram.
Það er ljótt að eyðileggja svona gjörsamlega allt sem ég og fleiri hafa unnið að og að fá ekki að vera í friði hér, eins og ég hélt að ég fengi að vera. Í ljósi þessa átt þú og þitt fólk mikla vinnu framundan við að sætta sjónarmið. Þú og þessir menn vita ekkert um andvökunæturnar sem ég hef þurft að upplifa, ekki angistina og ferðir til lækna til að fá róandi töflur bara til að komast yfir daginn, rétt þegar ég var að komast yfir sorgina með son minn. Reiðina og óttann sem ég hef þurft að berjast við til að halda heilsunni í lagi. Stundum þarf að hugsa um meira en peninga Daníel minn, þú ert reyndar úr bankaelítunni, svo það er von að þú sjáir ekki svona hjartansmál í réttu ljósi.
En ég segi bara ég ætla ekki að gefast upp, fólk er að spyrja mig endalaust hvernig þetta gangi, og ég segi ég er ekki á förum eitt eða neitt, þið þurfið þá að draga mig burt frá heimili mínu í böndum, því ég vil ekki fara.
Þannig virkar þetta fyrir mér.

![]() |
Daníel í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2013 | 16:06
Til hamingju nýjir íslendingar.
Um leið og ég óska hinum nýju íslendingum til hamingju með ríkisborgararéttinn, þá vil ég spyrja, er ekki hægt að veita fleira fólki það skjól að fá þennan rétt. Það sker líka í augun að einn nýji íslendingurinn er sagður frá Íslandi? Fædd 1994 og ber íslenskt nafn. Er hún þá ekki sjálfkrafa íslendingur?
En ég þekki fólk sem hefur þurft að bíða eftir að fá þennan rétt og fengið sem betur fer, og fleiri sem ennþá bíða eftir honum, gott fólk sem hefur ákveðið að setjast hér að og er svo sannarlega sannkallað fengur í. Ég þekki því léttin og gleði fólksins þegar það fær íslenskt vegabréf og tilheyrir þessari þjóð. Það er sannarlega mikil gleði í því fólkin að upplifa slíkt. Þau sem eru búin að sækja um, fylgjast með þessu eins og við í stóra vinningnum í lottóinu, eða jafnvel ennþá ákafar, því það skiptir öllu máli að tilheyra þeirri þjóð sem fólk hefur valið sér að dvelja hjá. Við skiljum þetta oft ekki, vegna þess að okkur finnst alveg sjálfsagt að geta farið hvert sem við viljum, og hugsum jafnvel ekki mikið um að það er fullt af fólki sem ekki hefur þennan rétt. En það er nú einmitt málið, nú þegar jólin nálgast ættum við að hugsa aðeins um þá sem hvergi eiga höfði að halla, ekki bara fátækt útigangsfólk, sem aldrei ætti að vera hægt í okkar velferðarsamfélagi, heldur fólk sem hingað leitar að betra lífi og jafnvel er einasta vonin um eitthvað líf.
Í okkar fámenna landi þar sem landrými er nóg, og flestir sem vilja bjarga sér geta það, er þá ekki bara gott mál að veita fleiri einstaklingum leyfi til að vera í okkar hópi án takmarkana?
Ef menn ætla að fara að vísa í útigangsfólkið okkar, þá er það bara þannig að sumir hafa orðið illa undir í lífinu og þurfa hjálp á annan hátt. Sumt fólk þarf lokaðar meðferðarstofnun, þar sem hægt er að hjálpa því til betra lífs, það á við um þá sem hafa villst af leið og finna ekki leiðina heim aftur.(og þeir eru ótrúlega margir sem hægt er að bjarga) Og síðan skjól fyrir þá sem eru svo illa farnir að þeir ráða ekki neitt við neitt og eru orðnir svo veikir á sál og líkama að það er orðið of seint að koma þeim heim aftur. Þá á ég við gamalt fólk og veikt sem hefur hrakist um í okkar samfélagi, með aðstoð frá allskonar líknarsamfélögum og stofnunum, sem er auðvitað frábært, en það einfaldlega á ekki að þurfa í samfélagi þar sem allt virðist fljóta í peningum og velmegtugheitum, ef fréttir eru réttar af allskonar bruðli með fé og fyrirtæki.
Það fólk sem hlýtur náð fyrir augum yfirvalda um íslenskt vegabréf er fólk eins og við hin með breið bök og mun hjálpa við að aðstoða velferðarkerfið og þá sem minna mega sín, því aðrir fá örugglega ekki að koma en þeir sem eru fullfærir um að bjarga sér.
19 manns er skammarlega lítið, þegar horft er til þeirra sem bíða og vona, og í okkar samfélagi þar sem við gætum gert svo miklu betur. Sumt fólk skammast sín fyrir hve lítið við setjum í þróunaraðstoð til útlanda, en er þetta ekki ákveðin þróunaraðstoð líka? Þegar við veitum fólki rétt til að lifa með reisn?

![]() |
19 fái íslenskan ríkisborgararétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 18. desember 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024175
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar