28.11.2013 | 13:36
Herra Páll Magnússon, útvarpsstjóri "allra landsmanna"
Eitt er að komast ekki hjá uppsögnum annað er að reka fólk út og leyfa því ekki að vinna uppsagnarfrestinn og loka á öll netsambönd þeirra.
Samanber þetta hér: "Kæru vinir. Fólki sem ég hef unnið með í meir en tvo áratugi var sagt upp í dag. Þessum starfsmönnum var bannað að vinna út uppsagnarfrest sinn og ljúka við þá þætti sem þeir voru með í vinnslu. Þeim var gefið ótvírætt til kynna að nærveru þeirra væri ekki óskað framar. Tölvupósti þeirra var lokað. Eftir margra ára ósérhlífið starf við Ríkisútvarpið var komið fram við þetta fólk eins og glæpamenn. Ég hugsa: Hvar er ég stödd? Er þetta útvarpið sem ég hef unnið fyrir í 23 ár? Víkingur Heiðar talar um það á dv.is í dag að hann óttist að Rás 1 verði eins og rjúkandi rúst. Það er einmitt það sem er að gerast. Ég er stödd í rjúkandi rúst. Boðað er til mótmælafundar fyrir utan Útvarpshúsið, Efstaleiti, á morgun kl. 12.30. Ykkar Una Margrét."
Eru þetta vinnubrögð sem eru sæmandi? Nei Páll Magnússon, og við þessar aðgerðir vakna ýmsar spurningar.
Til dæmis vissir þú um þennan niðurskurð þegar þú ákvaðst að falast eftir Gísla Marteini til að stjórna þætti á sunnudagsmorgnum?
Hvað kostar bruðlið kring um afmælishátíð Rásar2? Til dæmis að fá gamla þáttastjórendur til að vera með þætti í anda þess sem var? Ég slökkti á útvarpinu þegar Hvítir mávar byrjuðu, Ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti okkar manni að norðan heldur vegna þess að ég fékk óbragð í munninn að hugsa um allt fólkið sem verið er að reka út, rétt fyrir jólin, fólk sem fær ekki einu sinni að klára það sem það var að vinna að, fær ekki að vinna uppsagnarfrestin. Felst einhver sparnaður í því? þarf ekki að greiða þeim laun hvort sem er?
Það læðis að manni sá grunur að þarna hafi verið makkað eitthvað til að losna við óþægilega ljái í þúfu.
Sá að einum elsta íþróttafréttamanninum var sagt upp. Og þá kemur upp í hugann dóttir þín, það getur vel verið að henni hafi verið sagt upp líka, en ég hef ekki séð það. Og þá kemur sú spurning:
Hver ákveður hverjir eru reknir og hverjir fá að halda starfinu, ef ekki er farið eftir starfsaldri? Og ef þú kemur að þeirri ákvörðun, ertu þá ekki vanhæfur vegna innbyrðisskyldleika?
Nýr þáttur leit líka dagsins ljós fyrir skömmu, minnir að hann heitir "Veistu svarið". Var á þínu vitorði niðurskurður þegar þú ákvaðst að taka þennan þátt til sýningar og hvað kostar hann?
Útsvar er orðið frekar úreltur þáttur og hefur misst sinn sjarma, verður hætt með þann þátt til sparnaðar?
Nýlega var ráðist í allsherjar uppstokkun á stundinni okkar, þar sem kostað er meira til að því er virðist, hefði ekki verið upplagt að minnka glimmerið þar? Sýnist börn í kring um mig ekkert horfa frekar á nýju útgáfuna en það gerði áður.
Kastljós hefur verið einn af þeim þáttum sem hvað mest hefur verið sem skrautfjöður sjónvarpsins, þar hafa menn staðið sig einkar vel, ekki síst Jóhannes Kristjánsson sem hefur komi á framfæri svo eftir hefur verið tekið umræðum um fíkniefnavandann og það böl sem því fylgir. Hefði ekki verið nær að skera eitthvað annað niður en að reka þann mann? Til dæmis mega Hraðfréttir algjörlega missa sig, en það er mitt mat.
Svo vil ég lýsa samúð minni til þess starfsfólks sem hefur fengið reisupassann sinn svona rétt fyrir jólin, og að því virðist með offorsi. Ef það er rétt sem hér kemur fram að ofan, um að starfsfólki hafi hreinlegal verið fleygt út í bókstaflegri merkingu og ekki óskað eftir vinnuframlegi þeirra frá þessari stundu, þá er það ekkert annað en glæpsamleg aðför að virðingu fólks og öryggi. Nóg var nú samt að missa vinnuna þó ekki væri bætt um betur með slíkri framkomu.
Fram yfir þessa helgi ætla ég ekki að hlusta né horfa á Rúv, ekki fylgjast með ´"hátíðarhöldunum" sem þið kallið svo ósmekklega eftir þessa aðför að starfsfólki ykkar.
Svo væri fróðlegt að fylgjast með andrúmslofti á vinnustað þar sem slíkt ofbeldi hefur farið fram. Ætli þetta sé eitt af tilraunum til að þagga niður óþægilega umfjöllun eða þagga niður í fólki sem ekki eru stjórnvöldum sammála? Og er þá einhver "kaupmáli" innifalin í því fyrir þig? Spyr sú sem ekki veit.
Ég var slegin fyrir þessum uppsögnum, en ég er ofsalega reið að heyra hvernig farið hefur verið með fólkið.
Þú skuldar ekki bara starfsfólki þínu útskýringum, heldur landsmönnum öllum því það hefur jú verið staglast á því að rúv væri útvarp allrar þjóðarinnar.
Ég vonast til að fá svör, ég er nefnilega frekar skynsöm manneskja og praktísk, og ef ég fæ útskýringar sem ég get sætt mig við þá er það ágætt, þangað til segi ég bara skammist þið ykkar.
![]() |
Ekki komist hjá uppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggfærslur 28. nóvember 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024175
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar