Kolgrafarfjörður og kvótakerfið.

Já svona hjá leikmanni þá blasir svarið við, en það er auðvita að veiða síldina áður en hún fer inn í fjörðinn, eða um leið og hún leggur sína leið þangað inn.

Væri það nú ekki skynsamlegra en að láta hana drepast þarna í fleiri tonnum.  Svona fyrir fólk með almenna skynsemi er það alveg ótrúleg ósvífni að láta þetta fram hjá sér fara og reyna að réttlæta aðgerðarleysið með einhverjum hallærislegum afsökunum.

Þetta er eins og allt sem Hafró kemur nálægt, að mínu mati, þeir sérfræðingar sem þar starfa, virðast ferkar taka mið af peninga/og auðhyggju en því sem er skynsamlegt.  Eins og kvótakerfið sem er skýrt brot á stjórnarskrá, þ.e. að afhenda sérstökum aðiljum fullan aðgang að auðlindinni og banna öðrum að bjarga sér.  og svo ætla þessir kóngar að fara í mál við stjórnvöld vegna auðlindagjalds. 

Gleymi ekki orðum fyrrverandi sjávarútvegsráðherra færeyinga, þegar hann sagði okkur í Frjálslyndaflokknum að þeir hefðu reynt íslenska kvótakerfið í tvö ár, og fiskistofnar hefðu verið að hruni komnir. Þeir fengu því fiskifræðíng Jón Kristjánsson, til að ráðleggja sér.  Hann fullyrti að ef þeir hefðu haldið áfram á braut ráðlegginga hafró og ráðum norrænu fiskveiðikerfa hefður þeir endað gjaldþrota. 

Þetta réttlætismál þjóðarinnar að mega draga fisk úr sjó er frumréttur allra en ekki einstakra auðmanna.   


mbl.is Vilja láta loka Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef?

Hlustaði á hrollvekjandi samtal, eða eiginlega einræðu manns að nafni Axel Pétur Axelsson.  Oft hefur verið talað up spillingu og mafíur hér á landi.  Oft hefur maður heyrt talað um að auðmenn ráði hér lögum og lofum, nú eða ráðuneytisstjórar og kerfiskarlar allskonar. 

Hvað ef við leyfum okkur að íhuga það smástund.  Hvað ef spillingin er miklu meiri en okkur hefur órað fyrir?  Hvað ef hér eru menn sem ganga alla leið til að halda völdum?  Hvað ef fjórflokkurinn er ekkert annað en hagsmunagæslufélög til að halda völdum?  Það er að svonefndur fjórflokkur sé ein heild, sem stendur saman um að halda fávísum almenningi frá því að fá ítök?

Ég er ekki að segja að þetta sé svona, og á eiginlega bágt með að trúa að þetta geti verið einhver raunveruleiki. En ég er með þeim ósköpum gerð að ég útiloka ekki neitt.  Því allt getur gerst undir sólinni. 

Samt, það eru þessi orð sem hríslast um mig  eftir að hafa hlustað á orðræðuna.  Hvað ef?

Það er nefnilega sumt sem hljómar einmitt þannig ef við gefum huganum lausan tauminn.  Allar reglurnar sem halda nýjum framboðum utan alþingis.  Allar milljónirnar sem greiddar eru frá ríki í kosningasjóði fjórflokksins, meira eftir því sem fleiri eru skráðir félagar.  Og greiðslur auðmanna til þeirra stjórnmálaflokka sem mesta möguleika hafa á að viðhalda þessu þjóðfélagi eins og þeim líkar best.

Hvernig nýjir þingmenn koðna alltaf niður í að fylgja flokknum, eða beygja sig undir vilja þeirra sem ráða.

Hvernig markvist er unnið að því að niðurlægja og sverta þá þingmenn sem hugsa meira um hag almennings en eigin upphefð.  

Hvernig um 85% þjóðarinnar kýs yfir sig aftur og aftur sama fólkið, en segir þó í skoðanakönnunum að það treysti ekki því sama fólki, eða eftir því sem ég best veit þá nýtur alþingi einungis trausts 10% þjóðarinnar. Erum við svona skyniskroppinn, eða er eitthvað til í því sem Axel ber hér á borð fyrir okkur. 

Hlustið á hvað hann hefur að segja og spáið sjálf í það sem hann ber fram. 

Ég tek fram að ég tók nokkrum sinnum andköf, bara við tilhugsunina hvort þetta sé virkilega svona.  En við getum hvorki sannað né afsannað það.  Þetta er bara spurning um hverju við viljum trúa, hvað við viljum meðtaka, og hvað útiloka. 

En hér er Axel Pétur Axelsson gjörið svo vel.  http://www.youtube.com/watch?v=Ly-tQUUKQUs

 

Annars er fallegur dagur hér á Ísafirði núna, og hefur verið svo undanfarna daga, sól og blíða, sem er gott fyrir sálina. 

Eigið góðan dag.

 


Bloggfærslur 18. október 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband