8.1.2013 | 15:16
Heimkoma og heimsóknir.
Eftir langt og skemmtilegt ferðalag var loksins komin tími til að koma sér heim. Þar beið undirbúningur jólanna, svo sem eins og að senda jólakort, reyndar búa þau til og prenta, og það sem maður gerir fyrir jól. Því hefur nú fækkað svo sem.
Davíð Elías elskar að vera í bílskúrnum og skrúfa hitt og þetta.
Sonurinn sótti okkur út á flugvöll og við byrjuðum á að sækja strákana á leikskólann, og kíktum svo í heimsókn í nýja húsið þeirra í Njarðvíkunum.
Arnar Milos er meira fyrir svona dund.
En svo var lagt af stað heim. Það var stafalogn í Keflavík og veðrið gott alla leið heim. Og allir vegir færir sem betur fer.
En fyrst fengum við okkur að borða á Tailenskum matsölustað í Keflavík, við förum þangað oft og fáum okkur önd, sem er alveg frábær. Staðurinn heitir Panda og er í miðbænum.
Og svo var maður komin heim. Úlfurinn hafði sandað uppgönguleiðina svo amma gæti gengið upp hálan snjóinn. Alltaf jafn hugsunarsamur þessi elska.
Áður en ég fór út, hafði ég pantað jólaborð fyrir systur mína og okkur Í Edinborg.
Bæði matur og þjónusta er þar alveg til fyrirmyndar. Hér eru vertarnir að spyrja hvernig smakkist. Það var síldarréttir í forrrétt aðalréttur var svo Grísasteik og hangiket, afar gott, og svo ís á eftir.
Ég mæli alveg með þessum stað, þeir reka líka gistingu og matsölustað á Núpi í Dýrafirði, og leggja mikið upp úr að kaupa beint frá býli, og vita hvaða hráefni þeir eru með í höndunum. Sem skiptir miklu máli.
Hér er hún Sædís mín, flott og ljúf.
Úlfurinn að verða að karlmanni, svona hægt og bítandi.
Við fengum svo heimsóknir, Skafti minn og Tinna komu í Bröns með börnin, þau komu alla leið frá Noregi til að eyða jólunum hér heima.
Ég get svarið það að börnin vaxa alveg upp fyrir haus á manni, áður en ég veit af.
Litla fallega prinsessan mín hún Sólveig Hulda.
Gott að fá þau í heimsókn.
Og afi fór með prinsessunni upp í hænsnahús að ná í eggin.
Það þarf að gefa þeim mat og vatn og taka eggin, það er ótrúlega gaman.
Rolando kíkti í heimsókn með sín börn, Isabel Lív og Íaac Loga.
Þau er tvíteng og jafnvíg á spænsku og íslensku.
Þessi strákur verður einhverntíman algjör sjarmör.
Nei þetta er ekki Ásthildur Cesil, og ekki Hanna Sól, ekki einu sinni Evíta Cesil.
Þetta er nefnilega prinsessan Sólveig Hulda að dansa.
Knúsirófurnar mínar, vantar bara mömmuna.
Sigga mín og börnin hennar Sigurjón og Ólöf Dagmar. Við ákváðum að borða saman þetta líka rosalega góða sauðalæri heimareykt og beint frá bónda. Þeir bændurnir gauka stundum að henni góðgæti, sem er vel þegið.
Eins og ég segi barnabörnin vaxa manni yfir höfuð, áður en maður getur talið upp að tíu.
Og þá er það snjórinn, nóg af honum. Ég viðurkenni að ég fór ekki mikið út nema að vera rekinn, meðan snjórinn var svona mikill. Hann hefur sjatnað í hlákunni og er orðin fastur undir fót í dag.
Það er samt eitthvað notalegt við þetta.
Já eitthvað kósí.
Ætti sennilega að fá mér þotu til að komast út hehehe.
Já og myrkrið er ekki eins svart þegar snjórinn hylur jörð.
Hvurs er hvað og hvað er hvurs.....
Ævintýraveröld.
Og það þarf að moka bílinn upp.
Það gekk ekki þrautarlaust, en mikið asskoti er þessi litla tík góð í allskonar færð. Jarðarberið kalla börnin mín hana.
Við vorum á leið í matarboð hjá Dóru systur minni.
Og þetta var haft meðferðis.
Bærinn fullur af snjó, en veðrið var ekki búið að ná hámarki.
Ósköp notaleg máltíð og góður matur. Við þurftum svo að gista, því veðrið var orðið það vont.
En það var allt í lagi, því við áttum góða stund saman.
Morgunin eftir var svo að koma sér heim til yngri systur minnar, þá voru fjallháir skaflar þar, og erfitt að koma mér upp að húsinu. Ég hefði samt aldrei komist heim í kúluna á þessum tíma.
Svo kíktu strákarnir mínar frá Noregi við Kristján Logi og Aron Máni, þeir voru hjá pabba sínum yfir jólin, og voru að fara aftur til Noregs.
Að kveðja.
Farnir heim.
En hér er semsagt sauðalærið, svo gott.
Það þarf að stórauka þetta "beint frá býli", því það er the real thing.
Dansað upp á borðum hehehe....
Sætastur. Reyndar bilaði flatskjárinn minn svo nú er ég bara með gamla túpusjónvarpið sem við höfðum sem betur fer ekki fleygt, og svo fór borðtalvan en hún er í ábyrgð. En sem betur fer er ég með hraða snigilsins á þessum árstíma, svo ég er ekkert að ergja mig á svona smámunum.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 8. janúar 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2024182
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar