5.1.2013 | 19:59
Að ganga í stjórnmálasamtök.
Það virðist vera mikið fjaðrafok í landinu vegna Kristins H. Gunnarssonar sem hefur ákveðið að ganga til liðs við dögun.
Það er eins og flokkurinn sé á vonarvöl bara af því að einn maður hefur ákveðið að leggja honum lið. ég vissi ekki að Kristinn H. væri slíkur afreksmaður, þó honum sé margt til lista lagt.
Aðdragandi Dögunar er mikið grasrótarstarf sem hefur verið lengi í bígerð. Starf sem margir hafa lagt hönd á plóg, og stillt saman strengi. Þar hafa unnið þeir aðilar sem mikið kvað að, á Borgarafundum, Búsáhaldabyltingunni, ýmis grasrótarsamtök svo og Hreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn svo og Borgarahreyfingin. Allt þetta góða fólk hefur unnið gott starf og unnið upp málefnasamning sem kallast Kjarnastefna. Sjá Hér: http://www.xdogun.is/kjarnastefnur/
Einnig eru stjórmálasamtökin með heimasíðu. http://www.xdogun.is/
Málefnanefndir hafa verið að störfum og eru ennþá. Hér er hægt að skrá sig í þá: http://www.xdogun.is/malefnahopar-2/
Einnig hafa verið samin lög fyrir samtökin.
Það er því alveg ljóst að þó fólk sækist eftir að komast í Dögun, þá er regluverkið þannig að það fólk sem þangað vill fara, þarf að laga sig að regluverki framboðsins. "Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði" eru kjörorð framboðsins. Þar er framkvæmdastjórn, og ýmsar aðrar nefndir og ráð sem framfylgja því að stefnan sé virt, til og með úrskurðarnefnd sem tekur á álitamálum.
Það getur vel verið að í öðrum stjórnmálasamtökum geti einstaklingur skráð sig inn og tekið sér alsherjarvöld í flokknum. Þó það eigi ekki við hér. Enda er enginn komin til með að segja að það sé ætlun Kristins. Hann einfaldlega skráði sig í stjórnmálasamtök. Það er meðhöndlað eins og um kjarnorkustríð væri að ræða, stórfrétt. En reyndar sennilega til að reyna að koma höggi á samtökin, sem er í raun og veru hlægilegt. Það getur vel verið að Kristinn eigi sér áhangendur, sem vilja að hann bjóði sig fram fyrir Dögun, og það getur vel verið að hann ákveði að gera það og ekkert skrýtið. En það er kjördæmanefnd sem er að vinna að framboðsmálum, og í gegnum það nálarauga þarf hver og einn að fara.
Síðan þarf félagsfund til að samþykkja ákvörðun kjördæmanefndarinnar, og í okkar dæmi höfum við rætt um að um póstkosningu verið að ræða um efstu sæti í Norðvestur kjördæmi. Ég sit í þeirri þriggja manna nefnd sem er í þeirri vinnu.
Mér hefur alltaf líkað ágætlega við Kristinn H. Gunnarsson, það breytir því ekki að við munum vinna að heilindum í því að finna það fólk sem gefur kost á sér og virðist vænlegt til sigurs. Það verður ekki gert með því að hlaupa upp til handa og fóta þó einhverjir frægir menn sækist eftir sæti. Það fer bara í sinn farveg eins og við erum búin að leggja línurnar.
Það er því alveg út í hróa Hött þessi æsingur og upphlaup fjölmiðla um inngöngu Kristins H. í Dögun, Jón Jónsson gekk líka í flokkinn í gær. Hann gerði það reyndar án þess að tilkynna BB það eða öðrum fjölmiðlum.
Jóna Jóns sótti líka um inngöngu, og gerði það af þeirri auðmýkt að vilja vinna samtökunum gagn á sinn hljóðláta hátt.
Fólk kynnir sér reglur og manifesto þess flokks sem það ætlar sér að ganga inn í. Og greinilega hefur Kristinn fundið þar eitthvað sem höfðar til hans. Annars væri hann ekki að bretta upp ermar og óska eftir inngöngu.
Það bannar enginn fólki að skrá sig í stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Það er hinsvegar bara þannig að það eru allir á sama basis og verða meðhöndlaðir samkvæmt því í Dögun. Þannig er það bara.
Frá fundi kjördæmanefndar í Norðvestur Kjördæmi í nóvember s.l.
![]() |
Kristinn er genginn í Dögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.1.2013 kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Bloggfærslur 5. janúar 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2024182
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar