Það er gaman að vinna að nýju framboði.

Ég var á afskaplega skemmtilegum málefnafundi með Dögun á dögunum.  Við hittumst upp í Kjósinni til að vinna saman að því að leggja lokahönd á málefnin sem við ætlum að leggja fram í kosningabaráttunni.

IMG_8141

Fyrst var rifjað upp það sem gert hafði verið undanfarið ár, en mikil vinna hefur verið lögð í hin ýmsu málefni, og mikið lagt í að unnið sé sem best að þeim málum sem skipta fólkið í landinu máli. Ein þjóð í einu landi.

Svo sem eins og atvinnumál, umhverfismál og velferðarmál, unnið hefur verið að þessum málaflokkum nú í heilt ár, og vandað vel til verka. Sum mál hafa fengið betri umfjöllun en önnur og til dæmis hefur sjávarútvegsstefna Dögunar verið samþykkt.

En það var virkilega gaman að hitta allt þetta frábæra fólk og heyra hve ákveðin þau eru í að vinna vel að helstu þjóðþrifamálum þjóðarinnar.

IMG_8150

Gaman var að sjá að innan um gráhærða reynslubolta var ungt fólk með brennandi áhuga og svo allt þar á milli.  Fundinum stjórnaði Andrea Ólafs og Benedikt Sigurðsson, einnig af skörungskap, þau voru líka með erindi um vinnuna sem fram hafði farið.

IMG_8151

Þær línur fara nú að skýrast og málefnasamningur Dögunar að líta dagsins ljós.

IMG_8152

Ótrúlegt hvað maður verður svangur að vinna svona með heilanum hehehe... en þetta vissu menn og það var nóg til af öllu.

IMG_8153

Það sem mér þótti reyndar vænst um var sú vinátta og samyggð sem sveif yfir vötnum, við unnum þarna allan daginn og það bar engan skugga á. Þó var tekist málefnalega á því sem var einhver ágreiningur um eins og gengur.

IMG_8154

Svandís Nína sú flotta kona flutti svo fróðlegt erindi um skoðanakannanir og kosningar nýrra framboða undanfarin mörg ár, þetta var afar fróðlegt erindi og sagði meira en þúsund orð.

IMG_8157

Það er gott að áhugasamt fólk er að vinna á mörgum stöðum að því að breyta pólitíkinni, umræðunni, áherslunni og ég er einhvernveginn sannfærðari en ég var um að það eru betri tímar í vændum. Og þá er ég að tala um öll þessi nýju framboð, við þurfum að gefa þeim gaum og láta ekki fjölmiðla kæfa þau niður til að tryggja fjórflokkinn. Þessi nýju framboð verða að njóta sannmælis og þar þurfa fjölmiðlar að standa sína plikt og upplýsa almenning um þeirra viðhorf, málefni og frambjóðendur, þ.e.a. segja þegar það er orðið fullbúið.

Þá óttast ég ekki að fólk taki við sér og geri breytingar á sinni forgangsröðun.

IMG_8159

Svo varð auðvitað að standa upp og syngja smá, svona til að lyfta andanum upp úr öllum pælingunum.

IMG_8164

Þau eru frábær þessi systkini sem svo sannarlega hafa unnið vel í þágu grasrótarinnar bæði í Búsáhaldabyltingunni, borgarafundunum og öðru grasrótarstarfi.

IMG_8166

Hér höfum við einn af hinum nýju frambjóðendum okkar Jón Jósef Bjarnson sem svo sannarlega hefur hrært í fólki með sínum upplýsingum um spillingu.  Og með okkur kemur líka mér til mikillar ánægju Jóhannes Björn sá frábæri maður.  Þessir tveir ásamt þeim sem áður hafa gefið kost á sér og þeir sem eru á leiðinni vekja svo sannarlega von um nýja starfshætti.

Ég fór síðan inn í nefndarstarf á vegum Utanríkis og innanríkismálefna.  Ég tók þar að mér að setja fram stefnu í byggðamálum, er er að vinna í því, þar ætla ég að taka á málum eins og að gefa eigi krókaveiðar frjálsar, skoða flutningskostnað landsbyggðarinnar, jafnvel skoða skattaívilnanir, koma á háhraðatengingum og fleira slíkt. Ef einhver er með góðar hugmyndir sem gætu fallið að byggðarmálum og betri aðstöðu landsbyggðafólks þá er það vel þegið, og þá er best að hafa beint samband við mig asthildurcesil@gmail.is.  Þetta er allt saman í vinnslu og þarf síðan að samþykkjast.  En eins og allir vita eru orð til alls fyrst.  Og í okkar nýja framboði er allt opið til skoðunar.

Ef við viljum breyta, þurfum við fyrst og fremst að breyta okkar hugsanagangi og þora að takast á við nýar hugsanir, nýja sýn og öðruvísi stjórnmál.


mbl.is Jón og Jóhannes til liðs við Dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband