Stjórnarskrár málið og það sem í kring um það er.

Það er mikið rætt um kosningu stjórnvalda um tillögur Stjórnlagaráðs og sýnist sitt hverjum.  Ég verð að segja að ég er á báðum áttum.  Ég held að fólkið sem vann þessar tillögur hafi gert það af heilum hug og reynt að gera sitt besta.  Ég vil ekki taka undir að þetta fólk hafi setið á svikráðum til að plotta okkur inn í ESB.

En það er sumt í þessum tillögum sem orkar tvímælis eins og 111 greinin um framsal tímabundið til annara.  Þó Illugi og fleiri hafi reynt að telja okkur trú um að þetta sé til bóta, þá er það bara svo að þó tilgangur ráðsins hafi verið góður, þá ber ég ekkert traust til ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms plús Össurar.  Framkoma þeirra hingað til hefur reynst full af rangtúlkunum, þöggun og hálfsannleika.  Þess vegna get ég ekki treyst því að þegar og ef  þjóðin samþykkir þessar "nokkrar" tillögur ekki allar, þá telji þessi ríkisstjórn sig þess umkomna að breyta í lauf.  Mér þykir leitt og tætandi að geta ekki treyst kjörnum fulltrúum ríkisvaldsins til að gæta hagsmuna þjóðarinnar en sporin hræða svo sannarlega.

En hvað kemur stjórnarskrármálið ESB við? Jú hér hefur verið reynt leynt og ljóst að koma þjóðinni til skilnings um að fara inn í ESB, og þar hafa öll meðul verið notuð.

Nú þegar komið er í ljós að hér er ekkert til að semja um, einungis tilskipanir upp á yfir 1000 bls. um hvenær skulu opnaðar og samþykktar, þá eru þessar svokölluðu samningaviðræður algjörlega marklausar.  Því þetta eru aðlögunarviðræður, sem eru EKKI UMSEMJANLEGLAR: 

Björn Bjarnason fór til Brussel og Berlínar til að kynna sér afstöðu ráðamanna ESB.

„Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: “Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.“

Og enn segir Björn:http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/1213504/

Og svo hér:http://www.bjorn.is/pistlar/nr/6090

 "En þar segir m.a.:Þegar ég hafði á orði í Berlín að einhverjir á Íslandi teldu að með því að stofna til kynningarstarfs af þessu tagi bryti Evrópusambandið gegn íslenskum lögum var mér snarlega bent á að þetta væri gert að tilmælum ríkisstjórnar Íslands. Hún hefði snúið sér til ESB og farið þess á leit við framkvæmdastjórnina að hún tæki að sér að fræða Íslendinga um ESB. Vissu íslensk stjórnvöld ekki hvað væri heimilt eða óheimilt í þessu tilliti væri það vandamál annarra en þeirra sem hefðu tekið að sér að framkvæma verkefnið á grundvelli útboðs í krafti samnings milli ríkisstjórnarinnar og ESB."

Og hér talar Jón Bjarnason sem var ráðherra og tók þátt í viðræðum við ESB og var látinn víkja vegna andstöðu sinnar við aðildina:http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1221345/

Og enn hér: http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1224926/#comment3283269

Að lokum hér frá Jóni Bjarnasyni: http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1221566/

Hér tala þrír menn sem hafa kynnt sér þessi mál vel og ítarlega Jón var í miðri hringiðunni, uns honum var bolað burt af því innlimunarsinnar gátu ekki hugsað sér að hafa þar mann sem var á móti málinu.  Og það þrátt fyrir að mikill meiri hluti þjóðarinnar hafi verið og sé ennþá andvígur ESB aðild.  Þá skal samt hamrað járnið.

Ég óttast að þessi atkvæðagreiðsla sé í beinu samhengi við þessa viðleitni örfárra aðila til að þvinga þjóðina inn í þetta samband.  Þar hefur margt verið reynt eins og þessir þrír aðilar benda á og svo ótal ótal fleiri reyndar.

Þess vegna mun ég skoða þessi mál vel, og alls ekki flana að því að jánka tillögum stjórnlagaráðs, fyrr en ég fæ fullvissu fyrir því að þetta ákvæði og einhver fleiri verði ekki notuð af ótryggri ríkisstjórn til að koma okkur inn í ESB á fölskum forsendum.

Ég hallast því að því að það hafi verið rökrétt hjá forsetanum þegar hann sagði að það ætti ekki að semja nýja stjórnarskrá í bullandi ágreiningi.  Um hana ætti að ríkja sátt, en fyrst og fremst traust þjóðarinnar til þeirra aðila sem um hana ættu að fjalla. Því er ekki til að dreyfa í dag, þar sem um 10% þjóðarinnar treysta alþingi og ennþá færri þessari ríkisstjórn. 


Bloggfærslur 17. september 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 2024187

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband