Sumum finnst allt í lagi að taka peningana og vona það besta.

En ekki er allt flas til fagnaðar, þannig er það að mínu mati með Grímstaði og Núpó.  Sýnd veiði en ekki gefin, og enn eina ferðina flaska menn á græðginni svona a la 2007 style. 

Það var frábær þáttur í speglinum í kvöld, þar sem Sigrún Davíðsdóttir sú eðla fjölmiðlakona tók fyrir ferlið um Grímsstaði. 

Þeir sem hafa efasemdir ættu að hlusta vel á það sem hún segir þarna:

http://www.ruv.is/frett/ras-1/er-ad-marka-nubo

Í fyrsta lagi þá hefur enginn úttekt farið fram á getu Núpós til að standa í þessum stórræðum.  Allavega liggur það ekki ljóst fyrir segir Sigrún, og allt sem viðkemur Kína og viðskiptum þeim tengdum er afskaplega falið og beygt fram hjá lögum og reglum. 

Hún segir að ferlin sem í gangi eru séu tvö, það þarf að semja við ríkið um undanþágur til að erlendur fjárfestir geti fjárfest á Íslandi á einn veginn á hinn bóginn þurfi að semja við sveitarfélögin sem eru í þessu samningaferli.  Þessi ferli skarast og vöntun eða vankantar í öðru leiða til erfiðleika með hitt.  Annað er svo að nokkrir eigendur vilja ekki selja eða leigja landið, það skapar líka óvissu. 

Það kemur svo í ljós að það fer ekki saman það sem umboðsmaður Núpós segir um þær fjárfestingar sem áttu að vera í Finnlandi og Noregi, óhætt er að segja að þær séu stórlega ýktar af hendi Núpós og hans liðs, til að láta allt líta vel út, sennilega svona beita á græðgi okkar landsmanna til að fá þá til að bíta á krókinn.

Þegar rýnt er í fjárfestingar félags Núpós kemur svo í ljós að þær eru ALLA INNAN KÍNA.  Engar annarsstaðar, og þegar tekið er með inn í myndina að þessi maður var til skammst tíma einn af innanbúðarmönnum kínverska kommúnistaflokksins, má leiða getum að því með nokkrum rökum að þarlend stjórnvöld standi að baki þessum fjárfestingum að einhverju eða öllu leyti.

Og nú spyr ég ætla þessir sveitastjórar fyrir norðan að axla þá ábyrgð ef allt fer á versta veg að hafa komið Kína inn fyrir lögsögu okkar jafnvel með afleitum raunveruleika?  Vilja þeir virkilega taka þá áhættu að standa eins og föðurlandssvikarar frammi fyrir þjóðinni ef illa fer?

Kínverjar eru allstaðar að trana sér fram á Vesturlöndum, og klóa í lönd og aðstöðu.  Það er ekki út af engu.  Og alltaf er til fólk sem bara "tekur peningana og vonar það besta"

Ástralir sitja uppi með það að kínverjar hafa keypt upp flest lönd sem liggja að ám og vötnum, þar rækta þeir hrísgrjón og áströlum er bannað að nota vatn til að þvo bílana sína og vökva garðinn.  Ætli þeim finnist það ásættanlegt?  Nei ég held ekki. 

Svo er það samfylkingin sem hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að koma þessum kínamanni inn fyrir Gullna hliðið, enda svili Össurar einn aðalhvatamaður hans og hjálparhella.  Ég hef heyrt það sagt að búið sé að semja við manninn bak við tjöldin, það kemur ekki á óvart þar sem Samfylkingin og Össur eiga í hlut.  Enda svo komið að þjóðin treystir hvorki Össuri, Jóhönnu né Steingrímin lengur til góðra verka.

897be8d00d-380x230_o

Ég skammast mín alltaf þegar landar mínir sýna af sér heimsku og græðgi fyrir útlendingum, en verra er ef verið er að plata okkur upp úr skónum bara fyrir kjánaskap örfárra manna.

Ég ætla að biðja einhvern sem er klókur á tölvur og góður í að útbúa undirskriftasöfnun um að setja fótinn fyrir þetta brjalæði.  Ég veit að ég yrði ekki sú eina til að skrifa undir áskorun á Ögmund Jónasson og eða forsetann að taka þetta út af dagskrá. 


Bloggfærslur 18. júlí 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband