Að kjósa sér forseta.

Hér er frábær grein eftir Rakel Sigurgeirsdóttir.  Vek athygli ykkar á henni, því hér talar hún um það sem hún hefur sjálf upplifað við þann mann sem hún veitir atkvæði sitt. http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1247358/#comment3335520

Skilríki eða ekki?

Bíðið nú aðeins við, ég las um daginn frá bloggara sem fór með 90 ára gamla hálfblinda móður sína á kjörstað og hún fékk ekki að kjósta af því hún hafði ekki skilríki.  Það er ekki sama Jón eða séra Jón. ´

Hér er reyndar þessi færsla sem ég vitna í:     7 identicon

Takk fyrir mjög góðan og þarfan pistil Ómar. Potturinn er víða brotinn.

Í dag bað móðir mín, 95 ára og nánast blind orðin, mig um að keyra sig inn í Laugardalshöll, því hún taldi að það yrði sér auðveldara að kjósa þar, heldur en í Hagaskóla á kjördag.

Eftir að hafa þokast loks að 4 borðum í raðrunu þar sem beðið var skilríkja, var okkur vísað frá, vegna skorts á tilskildum skilríkjum móður minnar. Ég hváði, en var þá bent á að við skyldum sæta færis á að fá úrskurð þeirrar embættisstýru sem æðst taldist þar og sat sú lengst til vinstri og næst glugga og næst inngöngudyr inn í kjörklefasalinn. Sú mikla hofróða kvað upp þann úrskurð á staðnum, að visakort með mynd og nafni móður minnar og kort frá ferðaþjónustu blindra með nafni móður minnar og kennitölu væru ekki næg skilríki. Móðir mín háöldruð og nær blind, sagði að þessi skilríki hefðu undanfarin ár dugað henni til kosningaréttar. Það sagði hofróðan að sér kæmi ekki við og spurði hana hvort hún ætti ekki ökuskírteini eða vegabréf.

Það var eins og hofróðan teldi að 95 ára og nær blind kona gerði ekki annað en að keyra sportbíl og þeysast landa í milli eins og hún væri opinber starfsmaður að þvælast sífellt til Brussel.

Nei, því miður ökuskírteini og vegabréf móður minnar eru löngu útrunnin. En það gaf einni hofróðu tilefni til að meina móður minni að kjósa og niðurlægja hana fyrir framan alla biðröðina. Kannski innanríkisráðuneytið ætti að fjalla um þetta í nefnd, sem fjallar um skilríki hælisleitenda?

Eigið góðan dag.


mbl.is Þóra búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að safna fyrir skóla og fleiru.

Enn einn góður dagurinn. Rosemary farin inn í Bónus til að selja vörurnar sínar.

Við morgunverðarborðið spurði ég hana hvað hafi eiginlega orðið til þess að hún fór út í þessa hjálparstarfssemi.

Jú hún kemur frá afar fátækri fjölskyldu sem ekki hafði efni á að senda hana í skóla. Einn daginn kom kona til henna þar sem hún var og spurði hvort hún kynni að syngja. Rosemary var einungis 10 ára. Jú hún sagðist kunna að syngja, og þá var henni boðið að vera með í kór fólks sem var miklu eldri en hún. Það varð til þess að þau í kórnum tóku sig saman og borguðu fyrir hana skólagjöldin svo hún gat lokið skólanámi. Þá hugsaði hún með sér að ef hún gæti gert eitthvað fyrir aðra til þakklætis myndi hún gera það.

Þegar hún svo hitti manninn sinn, kom í ljós að hann hafði líka átt erfiða æsku munaðarlaus og mundi ekki einu sinni eftir foreldrum sínum en alinn upp hjá eldri bróður. Þannig þróaðist það hjá þessu yndislega fólki að fara að safna og hjálpa fólkinu sínu í Kenía. Peter kom svo til Íslands, en var sendur til baka til Ítalíu, þaðan sem hann kom hingað. Konan hans var þá nýbúin að fæða son, og þegar átti að vísa henni úr landi líka, sagðist hún ekki geta farið því barnið væri ekki með neina pappíra. Það var svo það sem gerðist að íslendingar söfnuðu undirskriftum og stóðu með þessum yndislegu hjónum, svo þau fengu að vera um kyrrt. Fyrir þetta eru þau afskaplega þakklát.

En það sem þau byrjuðu á að gera var að safna flöskum og dósum í miðbænum og inn í Sorpu. Fyrir þessar flöskusafnanir hafa þau getað keypt land í Kenía, þar sem þau hafa nú með framlagi og sölunni byggt leikskóla. Hann verður tilbúin í september, bara eftir að mála og ganga frá innanstokksmunum.

Þau eru með tvo hópa ekkna í Mathari úthverfi Nairobi, annar hópurinn fær verkefni við að sauma skólabúninga á þau börn sem ekki eiga fyrir skólagönunni, þau fá líka skólabækur og skóÞær fá peninga til að starta eigin business, sem á að veita þeim tækifæri í lífinu, og þegar þær hafa náð því, geta þær farið að greiða til baka, sem verður svo nýtt til að stofna nýja hópa. í Mathari styrkja þau um 155 börn á þennan hátt. En um 55 börn í sveitum landsins.

Hinn hópur ekknanna býr til þessa fallegu muni sem þau hjón eru að selja bæði hér og annarsstaðar. Í kolaportinu og víðar. Þau ætla líka að byggja skóla við hlið leikskólans og svo er draumurinn að byggja sjúkrahús, þar sem langt er í næsta sjúkrahús þarna og litla hjálp að fá.

1-IMG_3738

Þar er líka hægt að fá þessar hlýlegu og fallegu veggmyndir.

Rosemary er afskaplega ánægð með viðtökurnar hér. Það er líka gott til þess að hugsa að með því að kaupa sér fallegan hlut er maður að legga lóð á vogarskál til hjálpar börnum sem eiga engan annan kost á að fara í skóla.

2-IMG_3739

Allt eru þetta handunnir munir úr skeljum, kúabeinum og jafnvel pappír.

3-IMG_3740

Mér finnst sagan þeirra svo falleg, og þvílík fórnfýsi að eyða öllum sínum kröftum í að safna fyrir fólkið sitt.

4-IMG_3741

Og hugsi ykkur við höfðum næstum því misst þau úr landi, við hefðum verið ögn fátækari ef það hefði orðið.

5-IMG_3742

Ég er ekki alveg að skilja þá hörku og þröngsýni sem ríkir meðal ráðamanna og stofnana um að hleypa fólki inn í okkar litla og fámenna land. Einhver ótti um hvað??

6-IMG_3743

Einhver spurði Rosemary; verður þú aldrei þreytt á því að vinna svona mikið alla daga vikunnar?

Nei eiginlega ekki svaraði hún; það er svo gott að gera glatt fólk sem ekkert á og hefur enga von um framtíð.

Mér er heiður að hafa fengið að kíkja aðeins inn í líf þessa frábæra fólks og sjá hvað fólk getur verið gott og gefandi.


Bloggfærslur 30. júní 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband