Mér er sama.

Búin að hlusta á allskyns vonbrigða raus Samfylkingar og Vinstri grænna um ákvörðun forsetans að vera lengur.  Láta sem það sé voða lítil áskorun að rúmlega 30.000 manns hafi skorað á hann.  Þetta er ekki brandari heldur beint út úr munni Þórhildar Þorleifs í Silfrinu.  Sem sýnir að þegar maður vill láta hlutina líta illa eða vel út, þá er ekkert sem stendur í veginum, hvorki sannleikur réttlæti né skynsemi.

En svo ég haldi áfram, mér er bara slétt sama hvort Ólafur hafi plottað þetta frá upphafi, og hafi sjálfur átt þátt í svokallaðri fléttu sem óvinir hans vilja vera láta.  Mér er líka alveg slétt sama um það sem þetta óánægjufólk reynir að sverta hann á alla lund, og mér er eiginlega alveg andskotans sama um allar samsæriskenningar um hvernig að þessu öllu saman var staðið. 

Málið er að maðurinn hlustaði á raddir fólksins og ákvað að fara fram aftur.  Ég treysti honum alveg til að halda áfram að tala máli þjóðarinnar og verja okkur áföllum svikulla stjórnmálamanna í þeirri vegferð sem þeir eru í að reyna að koma okkur inn í ESB. Þarna eigum við traustan bandamann, sem gerir sér grein fyrir þörfinni og verður við óskum fólksins um að standa með okkur vörð um fullveldi þjóðarinnar og velferð hennar.

Hann hefur gert mistök eins og að mæra útrásina, hverjir gerðu það ekki?  Og hann hefur gert fleiri mistök örugglega,eins og að koma þessari ömurlegu ríkisstjórn á koppin.  En þegar honum varð ljóst á hvaða leið við vorum þá einfaldlega snéri hann við blaðinu.

Þess vegna fagna ég þessari ákvörðun hans  og er mikið létt. Því þessi áþján Össurar og Jóhönnu að þvinga okkur inn í ESB liggur á mér eins og svört mara.  Ég vil þetta ekki, ég bað ekki um það og vil fá þetta lið burt því fyrr því betra.

Þegar fólk segir við mig að það megi ekki kjósa núna, ekki vegna þess að ríkisstjórnin sé að gera svo góða hluti, nei vegna þess að þá komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda, er orðin ömurleg afstaða og vonandi sér fólk að það bara gengur ekki. 

Við verðum að láta stjórnmálaöfl eins og Samstöðu og Breiðfylkinguna fá tækifæri til að sanna sig og láta fjórflokkinn eiga sig í næstu kosningum.  Það er eiginlega orðið bráðnauðsynlegt til að tryggja nýja Ísland, reisa alþingi upp úr þeirri niðurlægingu sem það er í dag og upphefja traust og virðingu fyrir pólitíkinni og stjórnmálamönnum.  Það einfaldlega verður ekki gert með núverandi stjórnmálamönnum né fjórflokknum.  Þeim verður að ryðja burt svo ný sjónarmið fái brautargengi. 

Segi og skrifa  og mér er alvara.


mbl.is Margvísleg óvissa er ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband