Ferðalagið mitt. Reykjanesbær - Austfjorden.

Ég hef verið svo upptekin við að búa til jólakort, kaupa jólagjafir og pakka inn, svo er alveg eftir að taka húsið í gegn, en það snarlá á að senda jólapakkana.  Barnabörnin mín vilja fá söguna sína á jólunum.  Þau eru endalaust að spyrja hvort ég sé búin að semja söguna.  LoL  Nýja sagan heitir: Ævintýrið um Bóseindina og er sannleikskorn í henni. 

En sem sagt við vorum komin til Njarvíkur eða Reykjanesbæ.

IMG_7125

Litlu ömmustubbarnir sem þar búa, eru miklir fjörkálfar.

IMG_7057-1

Þeir eru í leikskóla á vellinum, og þar er Hjallastefnan ráðandi.

IMG_7060

Hér eru þeir hjá einni af ömmunum, en þeir eru svo ríkir að eiga þrjár ömmur. Þessi amma er frá Serbíu og kemur af og til í heimsókn, en því miður má hún ekki flytja hingað, má bara vera í 3 mánuði í senn. Vonandi hittir hún einhvern góðan mann í slíkri heimsókn, sem myndi vilja taka hana að sér svo hún fengi dvalarleyfi. Því það er sárt fyrir hana að vera svo langt í burtu frá strákunum.

IMG_7067-1

Það var logn í Reykjanesbæ bæði þegar ég kom og fór, og yndislega fallegt veður.

IMG_7084

Við gerðum ýmislegt okkur til skemmtunnar við þrjár, tengdadóttirinn, móðir hennar og ég.  Fórum m.a. í Bláa lónið, nei við fórum ekki ofan í, bara kíktum inn og skoðuðum. 

IMG_7089-1

Flottar mæðgur.

IMG_7095-1´

Ég kann ekki serbnesku og hún ekki íslensku, en kærleikurinn er þarna til staðar, og hann þarf engin orð. Heart

IMG_7101-1

Já það er gaman að leika sér frjáls og frír.

IMG_7115-1

Á meðan við rusluðumst eldaði sonurinn dýrindis máltíð.

IMG_7121

Davíð Elías ætlar líka að verða góður kokkur, því hann fylgdist vel með pabba sínum.

IMG_7123

Litlu ærslabelgirnir Heart og mamma.

IMG_7125

Svo var leikið smá áður en farið var í náttaföt og rúmið.

IMG_7127-1

Svo þarf að lesa fyrir svefnin og amma var fengin í það. Heart

IMG_7131

Og þá gátum við farið að hafa það næs. Það voru lakkaðar neglur, litað hár og allt til að hygge sig.

IMG_7136

Það þarf engin orð, það er alveg hægt að eiga góð samskipti án þeirra. En samt sem áður er hægt að læra svona smátt og smátt. Vru´ca Kafa þýðir til dæmis heitt kaffi.

IMG_7143

Yndislegt að hitta gott fólk.

IMG_7145

Og sorgin sár að verða að fara og yfirgefa fjölskylduna, þó við eigum nóg pláss, og nóg hjartarúm, þá vilja opinberir aðilar takmarka svo mjög að fólk geti komið og verið að það er sorglegt.

En svo var það flugið til Oslóar, hún kom líka með þangað, þar sem hún þurfti að millilenda áleiðis til Belgrad.

IMG_7147

Fjölskyldan í Osló.

IMG_7148

Skottan mín þar Sólveig Hulda.

IMG_7149

Stóri bróðir.

IMG_7151

Og litli bumbubúinn.

IMG_7157

Svo þurfti að aka ömmu út á flugvöll, því ég þurfti að taka flug til Örsta, þar sem Ingi Þór sonur minn og fjölskyldal búa.

Það var einmitt hér sem þeir tóku af mér smjörstykkið.  Vissuð þið að smjörstykki er stórhættulegt sprengistuff sem ekki má fara með í handfarangri í flug, ekki einu sinni innanlands.  

IMG_7160

Við vorum soldið... mikið of sein á flugvöllinn, ég hljóp flugvöllinn á enda, það er nefnilega þannig að ég tafðist svo í security, ég var æst og reyndi að segja þeim að ég væri að missa af flugvélinni, en þau horfðu bara á mig og héldu áfram sínum seinagangi. Loks komst ég í gegn, smjörlaus hmpfrDevil Er viss um að stúlkan sem tók smjörið ætlar að nota það á jólunum.

Þá tók við hlaup á enda flugstöðvarinnar, gate 1 var nefnilega alveg hinu meginn í flugstöðinni, ég stoppaði samt á leiðinni og spurði hvort flugvélin væri ennþá þarna, en fékk þá að vita að hún var farin og hafði farið of snemma.  En sem betur fer var önnur vél tveim tímum seinna, en ég þurfti að fara aftur í gegn og kaupa mér nýjan miða á 2000 kr. norskar. 

Það var því sveitt, reið og tætt kerling sem komst alla leið upp í flugvélina. 

IMG_7162

En það er ekki hægt að vera reiður lengur þegar fallegt umhverfið blasir við í norður Noregi og vonin um að hitta börn og barnabörn.

IMG_7166

Miðað við norður Noreg virka fjöllin hér heima eins og Himmelbjarget.

IMG_7168

Já frábært alveg.

IMG_7173

Og þá er ég komin til Austfjorden, það verður meira sagt frá því aðeins seinna. 

Eigið góðan dag. Heart


Sjávarútvegsstefna Dögunar samþykkt á félagsfundi.

Svohljóðandi bókun er að finna á www.xdogun.is :

by lillo

Á fjórða tug fundarmanna sátu félagsfundinn og atkvæðagreiðslur hátt í tuttugu. Á myndinni eru hjónin Helga Þórðardóttir og Gunnar Skúli Ármannsson.

Á fjölmennum og góðum félagsfundi Dögunar í Grasrótarmiðstöðinni í gærkvöldi (18. des.) var samhljóða samþykkt stefnumörkun í sjávarútvegsmálum. Fundurinn gerði nokkrar breytingar á tillögu sem kom frá málefnahópi um sjávarútvegsmál og lokaafgreiðsla fundarins var svona:

Stefna Dögunar í sjávarútvegsmálum grundvallast á nýrri stjórnarskrá þar sem kveðið er á um þjóðareign á auðlindum og nýtingarrétti þeirra. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og hámarka verðmætasköpun nytjastofna. Gagnger endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu mun byggjast á:

1) Að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum.

2) Að greitt verði auðlindagjald fyrir afnotin sem renni til ríkis og sveitarfélaga.

3) Að framsal, framleiga og veðsetning veiðiheimilda verði óheimil.

4) Að aflahlutur sjávarbyggða sé tryggður og hluti veiðileyfa svæðisbundinn.

5) Að öllum nýtanlegum afla sé landað og enginn hvati verði til brottkasts m.a. með því að kvótasettum fisktegundum verði fækkað.

6) Að fjárhags- og rekstrarlegur aðskilnaður sé tryggður milli veiða og fiskvinnslu, allur afli fari á markað og verðmyndun sé 100% bundin fiskmörkuðum.

7) Að veiðiráðgjöf verði endurskoðuð og fleiri aðilar komi að ráðgjöfinni.

8 ) Að handfæraveiðar verði frjálsar.

9) Að settar verði framfylgjanlegar reglur um umgengni við auðlindina og hafsbotninn til að stuðla að endurnýjun, sjálfbærni og notkun umhverfisvænni veiðarfæra og aðferða við veiðar.

10) Að boðað verði til þjóðfundar sem fjalli um framtíðarkerfi fiskveiðistjórnunar og ráðstöfun arðs af auðlindum og tilnefni fulltrúa í nefnd til útfærslu á stefnunni.

Niðurlag:

Dögun er opin fyrir þeim leiðum í fiskveiðistjórn sem samrýmast ofangreindum markmiðum“.

Einnig var samþykkt ályktun um málefni hátæknisjúkrahússins fyrirhugaða við Hringbraut og er hún svofelld:

Horfið verði frá þeirri miðstýringarstefnu sem nú ríkir í heilbrigðismálum og kerfið byggt upp með minni og manneskjulegri einingum þar sem megináherslan verði lögð á alhliða grunn- og neyðarþjónustu fyrir alla landsmenn í heimahéraði.

Landspítali verði þannig áfram miðstöð lækninga á Íslandi og kennslusjúkrahús en hætt verði við byggingu nýs Landspítala að sinni.

Þess í stað verði bætt kjör heilbrigðis- og umönnunarstétta sem sinna grunnþjónustu um land allt“.

oOo 

Ég er afskaplega ánægð með þessa sjávarútvegsstefnu, og bara skil ekki af hverju það er ekki fyrir löngu komið á réttlæti í sjávarútvegi á Íslandi allri þjóðinni til hagsbóta, en ekki einhverjum örfáum aðilum sem hafa fengið óveiddann fiski í sjónum á silfurfati. 

Ég er líka ánægð með þá stefnu að hætta við þessa risabyggingu, sem örugglega myndi verða til þess að öllum fjórðungssjúkrahúsunum um landið yrði annað hvort lokað, eða yrðu einhverskonar neyðarskýli og geymslustaðir.  Því það þarf mikið fé í byggingu sjúkrahússins, og hvar á að taka þá peninga?


Bloggfærslur 20. desember 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband