Opin bréf til yfirvalda um fíkniefnamál frá árinu 1998. n

Svona mál eru alltaf erfið.  Það er skiljanlegt að fólk sem ekki þekkir til svona mála skilji ekki alvöruna í þeim.  Ég hef skrifað margar greinar um svona mál gegnum tíðina, af þeirri reynslu sem ég bý að.

Árið 1998 skrifaði ég opið bréf til dóms- heilbrigðis- félagslmálayfirvalda og annara sem málið varðar eftirfarandi bréf.  Það er auðvitað barn síns tíma, en það sýnir í hnotskurn ákveðin vandamál, það má bera það saman við daginn í dag og skoða hvað hefur áunnist, og hvað er ennþá í sömu sporum.

 

"Opið bréf til dómsmála- heilbrigðis – félagsyfirvalda og annara sem málið varða.

Í fréttum um daginn kom fram að yfirvöld höfðu sett sér það takmark að gera Ísland fíkniefnalaust fyrir árið 2002.  Þetta er í sjálfu sér gott takmark.  Þar var rætt um að leggja aðaláherslu á forvarnir sem líka er nauðsynlegt, en það er ein stór brotalöm þarna í planinu, sem ég ætla að benda á og það eru gleymdu börnin hennar EVU. Ef yfirvöld vilja virkilega ná árangri í vörnumn gegn fíkniefnaneyslu, þá þarf að byrja að hreinsa til þar. Endurskoða dómskerfið og fangelsismálin. Stór orð en ég skal útskýra við hvað ég á.

Við eigum núna margt ungt fólk í hringsás kerfisins – fíkniefnaneysla – afbrot – út á götuna – aftur í sama farið.  Engar úrlausnir – engin hjálp.  Hvar endar þetta?

Í fyrsta lagi vantar skilgreiningu á hvað er fíkill og hvað er glæpamaður.  Fíklarnir eiga ekki að fara í fangelsin innan um glæpamenn.  Þeir eiga að fara á sérstaka stofnun, eða vera sér og fá meðferð í samræmi við sýki sína.  Þeir eiga að fá sálfræðiaðstoð, heimsókn frá félagsfræðingum og læknum.

Einu sinni voru fangelsin koölluð betrunarvist, þá hefur einhver hugsun leynst um að það ætti að bæta einstaklinginn í vistinni, í dag er þetta geymslustaður, sem skilar af sér einstaklingi fullum af hatri út í kerfið og lögin. Það er ekki við starfsmann fangelsisins að sakast – það er stefnumótun- stefnuleysi dómsmálaráðuneytis og ríkisstjórnar og áhugaleysi þeirra á þessum hópi fólks að sakast.  Hvar er t.d. félags- og heilbrigðiskerfið í þessari hringrás?

 

Þarna er töluverður hópur ungs fólks, sístækkandi, sem er nánast utan við lög og rétt.  Þau eru búin að koma sér upp sínum eigin samskiptareglum og samtryggingu og er kannske meira og minna stjórnað af glæpamönnum sem EIGA þau, þ.e. sjá þeim fyrir eitrinu og Lána þeim peninga.

Greiðslan jafnvel innifalin í að sitja inni fyrir bossinn.  Höfum við efni á þessu?  Er þetta það sem við viljum fyrir unga fólkið okkar?  Það er oftast besta fólk sem lendir svona undir,  listrænar veikgeðja manneskjur sem eru löngu búnar að missa sjónar á framtíðinni og lifa bara í núinu.

Eins og ég sagði áðan þá lendir þetta fólk fyrr eða síðar í að brjóta af sér til að fjármagna sjúklega neyslu.  Hvernig tekur kerfið við þeim?  Ég fullyrði að oft fái þau ekki sömu „hanteringar“ og svokallaðir hvítflibbaskúrkar.  I fyrsta lagi eru þau oft talin annarsflokks þegnar ‚ sumum finnst þeir geta farið með þessa einstaklinga að eigin geðþótta – bæði í lögreglunni og innan fangelsins.  Ég skil þetta að vissu leyti – þetta fólk er oft erfitt og uppreisnargjarnt, fullt af hatri út í kerfi sem er þeim óvinveitt og afvísandi – á endanum gefast menn upp á að vera að reyna að púkka upp á það.  Hvernig líður til dæmis fangaverði sem vinnur innan um allskonar fólk daglega, fær hann áfallahjállp og menntun til að takast á við þennan harða heim, ég veit að flestir fangaverðir eru góðir menn og vilja vel, en ég er líka viss um að innan um eru menn sem vinna þarna af öðrum ástæðum.  Hvaða kröfur eru gerðar í starfslýsingu fangavarða, og hvaða skilyrði þarf að uppfylla og hvaða menntun? Hvernig er því svo fylgt eftir.  Þessir enn hafa ekki svo litla ábyrgð, því stundum þarf svo lítið til að gera svo mikið.  Smá alúð og skilningur.  Hvað með lögregluna sem mest lendir í að slásdt við þennan hóp, fá þeir andleag uppörfun eða kennslu um einkenni sjúkdómsins og afleiðingar eða eru þeir einungis þreyttir og leiðir á að vera alltaf að berjast við sama fólkið endalaust, meðhöndla það samkvæmt því?

Ef dómsmálaráðherra virkilega vill minnka eiturlyfjaneyslu ungs fólks, þarf að taka til hendinni og það núna strax.  Þetta gengur ekki lengur.  Og með ungu fólki er átt við alveg upp úr margir komnir yfir fertugt.

Við þurfum að viðurkenna að þetta fólk er orðið veikt og þarf umhyggju og hjálp en ekki fyrirlitningu og útilokun.

Það þarf að hafa það í sérstökum stofnunum, þar sem fram fer afvötnun, dagleg vinna með sálfræðingum og læknum.  Síðan þarf aðstoð félagsfræðinga til að vita rétt sinn í kerfinu utan múranna og eftir vist, jafnvel athvarf sem það getur farið í meðan það er að koma sér fyrir. Það þarf að koma til móts við þessar manneskjur og „mótívera“ þær til að hætta ef þær eru ekki á þeim buxunum.  Ég veit að innan sumra fangelsa er vinna og skóli hægt er að fá 38 daga dregna frá refsivist til að fara í meðferð, til eru athvörf sem sumir komast í á eftir, en ég hef grun um að þetta sé allt of handahófskennt og ómarkvisst og enginn metnaður og sjálfsagt engir peningar. Það er heldur enginn þrýstihópur bak við þetta fólk, einungis örþreyttir sálartættir foreldrar, sem jafnvel anda léttar þegar unginn er komin inn fyrir múra. Hann gerir þá ekkert af sér á meðan.  Er þetta það sem við viljum? Og hver verður næstur, ert það þú lesandi góður?

Annað sem ég vil minnast á, ef svo þetta fólk finnur tilganginn í lífinu með ást eða einhverju öðru uppbyggjandi og vill snúa af brautinn vondu, þá hefst önnur þrautarganga, skilningsleysis og tillitsleysis og þröngsýnis steindauðs kerfiis sem engan sveigjanleika hefur til að takast á við þarfir þessa ólánsama fólks, sem finnur að flest sund eru lokuð.

Ég hef sagt að áður og ég segi það enn, og ég skal segja það þar til einhver rumskar, þetta gengur ekki.  Tökum okkur tak og hjálpum þessu unga fólki upp úr kviksandinum.  Ekki tala um fjárvöntun.  Ég held að við komum til með að spara peninga ef okkur tekst að fækka í þessum hópi það eru ekki bara krakkarnir, það eru heilu fjölskyldurnar í sárum, veikar af áhyggjum, þunglyndi sektarkennd og ég veit ekki hvað.,

 

Ég sem þegn þessa lands geri kröfu um nýja uppbyggingu og stefnumótun í þessum geira.  Stefnumótun sem inniber samstarf lögreglu, fangelsismálastofnunar, dómara, félags- og heilbrigðisráðuneytis og jafnvel aðstandenda þessa fólks.

Ég er sannfærð um að innan bæði fangelsis og lögreglu eru aðilar sem myndu fagna stefnumótun í þessum málum og myndu vilja setjast niður með stjórnvöldum og fara yfir þau.  Fólk sem hefur þekkningu á vandamálinu og samúð með þessum einstaklingum, fólk sem hefur brjóstvit og hjartagæsku til að vinna að þessu máli þannig að við getum farið að sjá árangur fljótlega.  Þannig að þetta blessaða fólk geti séð smá vonarglætu vaknað til vinuntar um að þau eru manneskjur með réttindi samkvæmt stjórnarskrá en ekki reköld í mannskæðum ólgusjó."

Svo mörg voru þau orð. En hvað er til ráða? Hvernig er hægt að lágmarka það tjón sem hlýst af fíkniefnavandamálum sífellt stækkandi hóps ungs fólks.

Margrét Tryggvadóttir tekur svo djúpt í árina að fíkniefnastríðið sé tapað. http://www.dv.is/frettir/2012/11/15/margret-stridid-gegn-fikniefnum-tapad/

Það er það að einhverju leyti rétt hjá henni stjórnvöld sváfu á verðinum öll þessi ár, og heimurinn hefur sífellt harðnað og orðið ofbeldisfyllri.  Ég tek undir það með Margréti að það þarf róttækar breytingar.

Ég er á því að vægari efni verði gefin frjáls, og harðari efni verði afhent í heilsugæslustöðum og apótekum.  Það mun taka glæpin af þeim sem hafa ánetjast og verða þar af leiðandi glæpamenn áður en þeir hafa gert nokkuð annað af sér.  Enda eru bönn alltaf undirrót neðanjarðarstarfssemi, þar sem glæpamenn maka krókinn.


mbl.is Stúlkurnar í áfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband