26.11.2011 | 22:40
Laugardagur familydagur.
Það var ró yfir fjölskyldunni í dag. Mistrið hafði vikið fyrir sól og hlýju. Við ætluðum að vinna í garðinum, en það fórst fyrir, ég hengdi þó þvott út á snúru. En í morgun kom bóndi með timbur til húshitunar. Sem Bjarki tengdasonur hafði pantað, fimm rúmmetrar, rúmmetrinn kostar um 60 evrur eða 12 þúsund krónur komið á staðiinn. Bóndinn ók þessu sjálfur á traktor með kerru. Svo var eftir að koma timbrinu inn í bílskúr. Við áttum annars góðan dag. Ég eldaði lambalæri sem ég hafði komið með að heiman, og síðan fékk ég dekurkvöld hjá dóttur minni, sem tekraði við mömmu sína, litaði hárið, og ég ákvað að fá mér topp líka.
Litli guttinn okkar dafnar dag frá degi, hann er jafnvel farin að brosa, fylgist vel með og hlustar ef maður syngur fyrir hann. Ótrúlega duglegur lítill maður. Það var kynnt upp í kyndingunni niðri í kjallara svo ég komst í sturtu, sem var voða notalegt.
Algjör töffari þessi drengur.
Litli sæti unginn okkar
Þessi mynd var tekin í gær, nú var ekkert hrím né þoka lengur.
Þetta er Lenný, hann er villiköttur, en hefst við í kjallaranum hjá 0mmunni, en svo kemur hann líka upp til okkar og biður um mat. En bara þegar Trölli hundur er ekki heima, því Trölli þolir hann ekki
Mamman og litla barnið.
Svo sæt og góð mamma og dugleg þessi elska.
Meira að segja kóngulóarvefirnir verða að listaverkum hér í næturkuldanum.
Og plönturnar fá á sig annan svip.
Hann getur líka vakað heilmikið þegar hann vill hann Jón Elli. Sendi þetta á Hellu með þökkum fyrir góðar kveðjur.
Litla nei stóra tryppið er líka afar ánægð með litla bróður, og hróðug yfir að vera stóra systir.
Eins og sjá má er hún ánægð.
Halló segir Jón Ellli við ykkur lesendur góðir. Ég ætla að verða sterkur og stór.
Það geriðst dálitið slæmt í gær, Ásthildur litla fékk gat á höfuðið, þetta var frekar langur og djúpur skurður.
En þá er eins gott að eiga dýralæknir fyrir mömmu, því hún spengdi sárið saman og gerði að því eins vel og hver annar læknir.
Og bágti gleymdist svo fljótt eins og vera ber.
Það var tekið út á Carlosi
Annars er þetta bara eins og í sveitinni, kabyssan og svo kettirnir, hlýtt og notalegt.
Svona er lífið bara.
Sæt stelpa.
Trölli er stóri bróðir, hann kom fyrstur og hefur passað stelpurnar og síðan kettina alla tíð.
Carlos lætur sér vel líka ástarhót litla tryppisins.
Stoltur pabbi.
Hann er að venjast litla krílinu, annars er hann að vinna ansi mikið í járningum. Hér er mikið lagt upp úr því að hafa hestana vel járnaða.
Já þetta er notaleg samverustund.
Stundum er nún Lína Úlfur, stundum hundurinn Gegglinglegg, eða Laraköttur, ég held að hún sé komin með sigg á hnén
En hún hefur engu gleymt fyrir framan myndavélina.
Hér eru sem sé þessir fimm rúmmetrar af kyndingarefni sem dugir a.m.k.hálfan veturinn ætlar heimilisfaðirinn.
Og í dag skein sólin og útsýnir tært og veðrið hlýtt.
Vonandi verður sama veður á morgun, þá er ég ákveðin í að setja niður túlípanana hennar Báru minnar og dytta að blómunum sem hún er að yfirvetra hér í vetrargarðinum sínum.
Sjáið hvað ég fann, sagði pabbi, þetta fiðrildi var innan um timbrið og átti bágt í kuldanum. En þegar við vorum búin að skoða það fórum við stelpurnar með það út í vetrargarðinn og settum það niður í blómin og eftir skamma stund var það farið að flögra um svæðið. Þetta heitir eitthvað kóngsauga eða slíkt.
Hér er svo amman með krílið. Og takið eftir að handtökin eru ögn kæruleysislegri en hjá foreldrunum
Nágrannarnir eru svo að koma í heimsókn og skoða nýja barnið.,
Lærið bragðaðist eins og vænta mátti af íslensku lambi með því betra sem finnst. Og var gerð góð skil.
Hér er svo nýja lúkkið eftir dekur dótturinnar. Ómáluð reyndar tek það fram. En ég er ánægð með árangurinn.
Hláturinn lengir lífið. Og ég segi bara góða nótt elskurnar og sofið rótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 26. nóvember 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar