1.11.2011 | 22:25
Inninotalegheit.
Í dag var svona inni kúra veður. Kalt og snjókoma. Allstaðar ófært og ekki flogið. Í gær ætlaði Alva Garett rithöfundur og blaðamaður að koma hingað með ljósmyndara og ræða við mig og tak myndir af húsinu fyrir forlag sem hefur áhuga á að gefa út bók um íslensk hús og arkitektur. Þau biðu út á flugvelli allan morguninn, og hættu svo við að koma í gær, en ætla að koma á laugardaginn, þá er spáð betra veðri sagði hún. Ég hugsaði með mér, enn eitt ævintýrið fyrir útlendinga, að lenda í íslensku vetrarveðri og færð
En ég er búin að vera inni og hugge mig í allan dag, nema rétt skrapp í bæinn til að kaupa í kjötsúpu, því hvað á betur við en einmitt íslensk kjötsúpa á svona degi.
Já í svona veðri er best að hafa það notalegt inni með kerti og hanga í tölvunni, ganga frá þvotti og leggja svo kapal, eða lesa góða bók.
Það er eins og vetur konungur sé bara komin til að vera.
Fuglarnir hafa ekki einu sinni getað klárað að borða reyniberin, og í dag gaf ég snjótittlingunum kurlaðan maís, þeir urðu voða kátir.
Músin er alveg í essinu sínu, hún skemmti mér í dag með að hlaupa utan við eldhúsgluggann, hengipotti sem þar er með blómum, og var að borða fræin, það er gaman að sjá hvernig þær borða, setjast og taka matinn í framfæturnar og borða.
Jörð kallar, steinar frá Austurríki.
Rakst svo á þessa gaura í bókahillunni, þeir eru reyndar búnir að standa þarna rólegir síðan um síðustu jól Ég tók bara ekki eftir þeim fyrr en í dag, svei mér þá.
En ég er orðin hálf þreytt, ég þarf alltaf meira að sofa svona í skammdeginu, svo ég segi bara góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 1. nóvember 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar