5.10.2011 | 14:31
Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson.
Sumt sem gerist situr í minningunni, jafnvel þó hlutirnir komi manni ekkert við. Ég man hvar ég var stödd þegar Kennedy var myrtur, ég var að elda mat í íbúð við Hringbraut 43 hjá Önnu frænku minni.
Ég man líka hvar ég var stödd þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti. Þá hafði ég fylgst með kosningabaráttu hans, sem byrjaði á því að hann fór að hlaupa í beinni, fór í kirkju og allskonar uppátæki, með gríðarlegri eftirfylgni fjölmiðla. Ég man að ég ætlaði að kjósa Guðrúnu Pétursdóttur, sem mér fannst koma best til greina sem forseti, flott og skelegg kona, svo hætti hún við, og gaf m.a. í skyn að fjölmiðlar mismunuðu frambjóðendum. Næsta val minnir mig að hafi verið Pétur Hafstein sem ég kannaðist við sem fyrrverandi sýslumanni hér og ágætis kunningja.
Þegar svo kom í ljós að Ólafur Ragnar hafði hlotið kjör, þá fór reiði mín og vandlæting upp í rjáfur, ég var stödd í Smiðjugötunni hjá vini okkar Bárði Grímssyni að fylgjast með talningunni. Ég sparaði ekki stóru orðin og þau voru flest á þá lund sem fólk skrifar enn í dag. Sagt var að hann hefði unnið út á sína yndislegu konu.
En svo gerðist eitthvað, hann hafnaði fjölmiðlalögunum. Eitthvað sem enginn hafði búist við. Ég man þegar frú Vigdís neitaði að skrifa undir verkfallsbann flugfreyja í einn dag til að leggja áherslu á kröfur þeirra og allt varð vitlaust. En í þetta skipti neitaði forsetinn alfarið að skrifa undir. Það varð sprenging í samfélaginu, aldrei hafði slíkt komið fyrir áður. Ég var á móti þessum fjölmiðlalögum, ég hætti m.a. að kaupa Morgunblaðið út af fréttunum af þeim. Og hef ekki keypt hann síðan.
Þegar Ólafur bauð sig svo fram aftur kaus ég hann með ánægju. Sá að þarna höfðum við fengið mann sem hugsaði út fyrir rammann og var nógu þroskaður og hugrakkur til að sjá að hér hafði myndast gjá milli þings og þjóðar og gerði eitthvað í því.
Síðan kom Icesave. Og enn og aftur bjargaði forsetinn andliti þjóðarinnar. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Fyrir þessar gjörðir sínar er hann hataður af ýmsum aðilum, en hefur fengið uppreisn æru hjá mér.
Ég þakka mínum sæla oft og mörgum sinnum að við skyldum hafa þennan forseta sem þorði og gat.
Og ekki sakar að hann var svo heppinn að fá sem lífsförunaut þá frábæru konu Dorrit, sem marg oft hefur sýnt að er bæði góð og með stórt hjarta.
Það sýndi hún þegar hún klifraði yfir girðinguna við alþingishúsið á dögunum og gekk meðal fólksins og bæði faðmaði og tók í framréttar hendur.
En ég kann líka aðra sögu af þeim hjónum, sem ekki var í sviðsljósinu engir blaðamenn nálægt, og ekkert uppistand.
Það var þegar 17 júní hátíðin var á Hrafnseyri s.l. sumar. Þar var mikið um dýrðir. Þar hafði verið komið upp heljar stóru sviði og stólum raðað fyrir framan það. Þessir stólar voru ætlarði elítunni, og allir sem þar settust, mest gamalt fólk og bæklar var miskunnarlaust rekið burtu til að rýma til fyrir fyrirmennunum.
Forsetahjónin voru auðvitað sett fremst fyrir miðju, ég stóð aftan við stólana og fylgdist með þessu.
Tvær litlar telpur höfðu komið sér fyrir í stólum forsetjahjónanna án þess að forsvarsmenn tækju eftir því. Þegar hjónin komu svo að stólunum sátu þessar tvær litlu skottur í stólunum þeirra. Og ég fylgdist vel með hvað þau myndu gera.
Og satt að segja gladdist ég þegar ég sá að þau tóku litlu óróaseggina og settu þau í kjöltu sína og leyfðu þeim að sitja þar.
Hér stendur forsetafrúin fyrir framan aðra litlu stúlkuna og það má lesa þvílíka blíðu og kærleik úr andliti hennar. Svo settist hún einfaldlega og tók barnið í kjöltuna, og Ólafur sat með hitt barnið.
Fyrir allt það sem ég hef séð til þeirra hjóna, skal enginn segja mér að þau séu í endalausu pr stússi. Þau einfaldlega þurfa þess ekki.
Og til að kóróna þetta allt, myndi ég kjósa Ólaf Ragnar Grímsson enn og aftur ef hann býður sig fram á ný, sem ég vona að hann geri. Með þessa óvissu, spillingu og vanhæfi forystumanna þjóðarinnar, sem ekkert tillit taka til fólksins í landinu og eru jafn veruleikafyrrt og raun ber vitni, verðum við að hafa manneskju sem þorir að standa í hárinu á þeim.
Þegar svo forsætisráðherra tala um að forsetinn eigi ekki fara gegn ályktunum "réttkjörinna" fulltrúa, þá finnst mér skörin farin að færast upp á bekkinn. Því ef einhver er réttkjörinn til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina þá er það forsetinn, sem er þjóðkjörinn, en ríkisstjórnin hefur ekki hver flokkur um sig meirihluta þjóðarinnar á bak við sig, heldur verða menn að tala sig saman til að hafa meirihluta.
Og til þess að svo mætti verða í þessu tilfelli, þá sveik annar flokkurinn allt sem hann hafði lofað kjósendum sínum. Og saman hafa þau svikið allt sem þau lofuðu nema að reyna að troða okkur inn í ESB nauðugum viljugum. Enda er fylgi og traust við ríkisstjórnina í sögulegu lágmarki.
Ég vorkenni að hluta til forystumönnum stjórnarflokkanna, þau eru teygð og tekinn, og mega búa við mikinn andbyr fólksins sem þau halda að þau séu að hjálpa. Sorglegt en satt.
Best væri fyrir þau að hætta þessu strögli og segja af sér. Á meðan ekki er um að ræða aðra forystu sem fólk getur treyst, er nauðsynlegt að bíða með kosningar í tvo ár, og setja á stofn utanþingsstjórn fólks með þekkingu og reynslu sem getur unnið að heilindum í að koma þjóðinni upp úr þessu feni. Við erum fljót að gleyma íslendingar, og eflaust myndu þau Steingrímur og J'ohanna gleymast smátt og smátt og fólk myndi jafnvel geta fyrir gefið þeim vitleysuganginn og fjarlægð þeirra við óskir og þarfir fólksins í landinu.
Ég kann ekki að búa til svona undirskriftalista, en ég vel fara fram á að einhver félagasamtök eða aðilar sem þekkja til svona, komi af stað undirskriftasöfnun til forsetans um að hann setji stjórnina af og myndi utanþingsstjórn. Oft hefur verið rætt um slíkt undanfarið ár en nú er alvaran orðin miklu meiri og ljóst að hér verður ekkert að gert með þessum stjórnvöldum, hvað þá stjórnarandstöðu.
Áður en allt sýður uppúr er þetta eina rétta leiðin til að aflétta þrýstingi. Og ef sýnt er að fólk vill heldur halda þessu strögli áfram með því að taka ekki þátt í slíkri undirskriftasöfnun þá verður bara að hafa það. En þá hefur þessi auma stjórn allavega skilaboð um að fólk vilji hafa hana áfram.
Eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Bloggfærslur 5. október 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar