4.10.2011 | 21:58
Osló er næsti áfangi á ferðalaginu mínu.
Já vistin í sveitinni í Austfjorden var frábær, og svo var farið aftur til Osló.
Við fengum afar gott veður í Osló, sól og blíða. Við Sólveig Hulda vorum að dunda okkur úti á svölum að ráða krossgátur.
Og blása sápukúlur og svoleiðis.
Og Óðinn hjálpaði til með lítilli þökk frá litlu systur
Svo þurfti að smyrja sér brauð.
Og þetta er Haukur, hann býr núna í Osló en bjó í London er af ísfirskum ættum. Hann gisti hjá Óðni Frey þessa helgi.
Tinna Skvísa fór að hitta vinkonurnar og jamma, en við hin fórum á matsölustað í nágrenninu.
Beðið eftir matnum, pizzur og eitthvað fleira.
Alejandra stillt og fín.
Ha! sagði Skafti kokteilsósa á frönskurnar??? það átti nú sínar skýringar, yfirkokkurinn er nefnilega íslendingur, og þekkti sitt heimafólk.
Ef maður kemur til Osló með unglinga verður maður að fara í Tæknisafnið, þar er margt forvitnilegt að sjá og skoða.
Svona hálfgert ótrúlegt en satt fílíngur, hér er speglaherbergið.
Skoðuðum gamalt hljóðfæra safn.
ÚLfur fann svo rafmagnstrommusett sem þurfti að prófa.
Svo eru allskonar rafsegulsvið sem líkamin framleiðir og margt og margt. Þarna voru fjölskyldur og börnin alsæl að prófa allskonar hluti.
Þetta er skemmtilegt, maður á að slaka á og þá færist kúlan, sá sem slakar betur á vinnur, því þá fer kúlan yfir til þess sem á móti manni situr.
Þetta var auðvitað ójafn leikur, því gamla brýnið var miklu rólegra en unginn. En gaman að þessu samt.
Þarna eru líka allskonar transporttæki, flugvélar, járnbrautir og bílar.
Mæli með heimsókn þangað, tala nú ekki um ef veðrið er ekki skemmtilegt. Sem var ekki í þessu tilfelli.
Úlfur í gömlum trukk.
Komin heim að fá sér að borða.
Fjölskyldan nýtur þess að vera saman.
Sú stutta bíður eftir afa sínum á kvöldin og hann leikur við hana í klukkustund áður en hann slakar á og fær sér bjór. Þau elska bæði þessa stund.
En svo var komin tími til að halda til Austurríkis til Báru minnar. Flugum með Tírol air.
Á flugvellinum í Osló keypti Úlfur saltpillur fyrir sig og vinina.
Og svo var Austurríkið, hér eru krakkarnir að læra öll saman. Það eru strangir skólarnir þarna. Hanna Sól þurfti að læra meira en þau bæði til samans í 7 ára bekk. Það er eiginlega engin miskunn gefinn, ekkert frí í skólanum og mikill heimalærdómur. Af bekknum hennar Hönnu Sólar urðu tveir krakkanna úr sjötta bekk að sitja eftir og byrja aftur á abc á start. Um 10 ára aldur þurfa þau að ákveða hvort þau vilja fara í bóknám eða iðnnám. Sé fyrir mér íslensk börn lúta þessum járn aga. En ég er samt ekkert viss um að þetta kerfi virki vel. Börn fá skóla leiða. Núna eru öll börn í Evrópu í viku vetrarfríi og þá leggjast margir í ferðalög.
En ég ætla að bjóða ykkur í smá setu í Ausurríki, ferð í Vín og Family Park.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.10.2011 | 11:15
Mín skoðun á ræðumönnum gærdagsins og ýmislegt fleira.
Það næsta sem ég komst því að vera á Austurvelli var að hlusta á ræðurnar á Alþingi við drynjandi tunnuspil. Það var góð tilfinning að heyra í tunnunum og hugsa til fólksins sem þar stóð fyrir mig og þig og lagði á sig að berja tunnurnar og mótmæla.
Já ég hlustaði á ræðurnar og verð að segja að margar þeirra voru bara froðusnakk sem sett er á svið á hátíðarstundum en enginn meining á bak við. Nokkar ræðurnar vöktu þó athygli mína.
Stefnuræðan var ein lofræða um ágæti ríkisstjórnarinnar með allar tunnurnar í bakspili. Þar var gamla Jóhanna komin aftur mónótón og hafði greinilega ekki æft þessa ræðu með leikstjóra eins og kastljóssvörin. Ef til vill ætti hún að gera meira af því, því það fór henni vel, svona persónulega, þó innihaldið væri rýrt.
Ég sá konu með munnherkjur reyna að telja sjálfri sér trú um að hún væri að gera allt svo rétt og vel, held samt að hún hafi ekki trúað því sjálf.
Nenni ekki að gefa komment á Sjálfstæðismennina, einna best af þeim kom úr Ármannsson, virtist einlægur. Ólöf ætti að fara í smáferðalag um landið og kynna sér hvað landsmenn í miklum meirihluta hafa að segja um kvótakerfið. Bjarni er sléttur og felldur eins og glansmynd, skil ekki hvernig hann hefur komist til þessara metorða.
Einna bestu ræðuna hélt að mínu mati Sigmundur Davíð. Hann komst vel að orði og skír og skorinorður.
Steingrímur hefði getað unnið óskarinn fyrir sína ræðu, það er alveg merkilegt að geta sett alla þessa tjáningu, tilfinningahita og handapat í jafn innihaldslausa lofrollu um sjálfan sig og hann gerði þarna.
Þegar Lilja Mósesdóttir byrjaði sína ræðu stóð forsætisráðherran upp og gekk út. Hún vissi sem var að þarna var manneskja að segja sannleikan og þekkti vel til. Þar gerði hún Lilju stóran greiða, því með þessu háttarlagi gaf hún meiri vikt í orð Lilju.
Ég var dálítið spennt að hlusta á Guðmund Steingrímsson. O boy O Boy er þetta maður sem ætlar að fara að stofna nýjan flokk? Ekkert, nákvæmlega ekkert kom þar fram um hvernig hann ætlaði að bera sig að, hvaða málefni hann vildi setja í frontinn. Bull og leikræn tjáning um hvað mótmælendur væru að hugsa. Ég hygg að allt skynsamt fólk hafi séð botnleysið í drengum í gær. Það ekkert þarna inni fyrir nema naflinn á honum sjálfum.
Allir þingmenn Hreyfingarinnar komust vel frá sínum ræðum. Þar blása ferskir vindar sem virkilega þarf að fá meira af inn á Alþingi íslendinga. Þráinn var ágætur, en fullyrðingar hans samt um að enginn þyrfti að svelta á Íslandi, þegar marg hefur komið fram að sumir foreldrar þurfa að svelta sig til að eiga ofan í börnin sín og langar biðraðir eftir matargjöfum hafa margfaldast, sýnir að honum lætur betur að semja sögur og framleiða kvikmyndir en að lifa í raunveruleikanum.
Vigdís Hauksdóttir var skemmtileg, þó hún ruglaði svolítið þá kom eitthvað fyrir hjartað í Samfylkingunni, þannig að eitthvað hefur hún hitt á vondan stað, meira að segja Jóhanna labbaði sig út. Sannleikanum verður hver sárreiðastur að því að sagt er.
Svandís er oft flott kona og setur ræður sínar vel fram, og ég er henni samþykk í mörgu eins og í varfærni í virkjanamálum. En þegar hún fór að tala um forsetann og hvert hans hlutverk væri, þá setti hún verulega niður hjá mér.
Fleiri ræður man ég hreinlega ekki eftir, þær hafa bara bullast hljóðlega fram hjá mér undir dúndrandi tunnuslætti.
Eitt samt ég tel að hvorki forsætisráðherra, fjármálaráðherra né umhverfisráðherra hafi umboð til, er að setja forsetanum okkar leikreglur. Enda skutu þau sig illilega í fótinn með þessu. Og ef eitthvað er, hafa þau gert forsetan vinsælli en þegar var, og hefur það svo sannarlega ekki verið meiningin. Hann er hvort sem þau trúa því eða ekki sameiningartákn fólksins sem er búið að fá upp í kok af spillingu og vanhæfni stjórnmálanna, og eftirlegukinda þeirra sem myndast við að verja ríkisstjórnina af vanmætti, því það er bara EKKI HÆGT.
Og svo rúsínan í pylsuendanum áherslur forsætisráðherrans komu svo í lokin, Það er holur hljómur í stjórnarandstöðunni þau koma áherslulaus til þingsins, athyglisvert að stóru málin eru ekki á þeirra borði svo sem eins og fiskveiðistjórnunarkerfið, stjórnarskrármálið svo ég tali nú ekki um ESB.
Held að þessi manneskja ætti að fara heim og hugsa sinn gang. Hún er ekki í neinum takti við þjóðina.
Eftir þetta kvöld og svo laugardaginn 1. október tel ég að dagar þessarar ríkisstjórnar séu liðnir. En það er ekkert annað í sjónmáli, þess vegna legg ég til að forsetinn leysi ríkisstjórnina frá völdum, og setji saman utanþingsstjórn sérfræðinga sem fá það hlutverk að hreinsa til, og koma okkur upp úr þessu feni. Fólk með menntun og reynslu til að takast á við erfiðleikana. Það má síðan efna til kosninga eftir tvö ár, en þá verður að vera búið að ganga svo frá málum að hér verði persónukjör en ekki flokksræði. Það er úr sér gengið form og verður vonandi afnumið sem fyrst.
Eigið góðan dag elskurnar.
![]() |
Samstaða á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 4. október 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar