26.10.2011 | 22:05
Góður dagur fyrir mig og mína.
Mér bárust þrjár gleðifréttir og pakkar í dag, eða eiginlega fjórar.
Fyrsta ánægjan var bréf frá Barnaverndarstofu um að við Elli minn værum formlega orðnir fósturforeldrar Alejöndru. Þannig að stúlkan sú er komin í heila höfn og leiðin greið. Fyrir það ber að þakka.
Í öðru lagi þá var hér dásemdarveður sól og ylur sem ekki er sjálfgefið á þessum tíma.
Í þriðja lagi þá hefur myndavélin mín verið biluð undanfarið og þarf að fara í viðgerð, en vegna þess hvað ég er frábær Þá var mér gefin ný myndavél, nýjasta týpan af Canon Eos 600D. Svo nú þarf ég að fara að skoða hana og læra. Svo ég geti sett inn myndir.
En síðast og ekki síst, þá fékk ég loksins bók sem ég er búin að hugsa um lengi. En þannig var að þegar ég var lítil þá átti ég uppáhaldsbók sem heitir Pönnukökukóngurinn. 'Eg man hvað ég skoðaði þessa bók mikið. Svo loksins tók ég mig til að spurðist fyrir hana á netinu, og einhver sagði mér að hún hefði séð þessa bók auglýsta á Facebook fyrir nokkrum árum síðan. Ég ákvað að kynna mér málin og komst í samband við eigandann. Hann átti bókina ennþá og var tilbúin að selja mér hana. ég beið því spennt og hún kom sem sé í dag með öllu hinu góða og skemmtilega.
'Eg hafði gert mér í hugarlund stærð bókarinnar eftir barnsminninu, og þá var hún gríðarstór, ég bjóst því við alveg rosalega stórri bók, en ég gat ekki annað en hlegið þegar ég fékk hana í hendur, hún er svona A4 stærð, svo þá er hægt að ímynda sér hve ég hef verið há í loftinu þegar ég var að skoða hana, svona um 6 ára aldur og jafnvel yngri. En það var gaman að fá hana og fletta upp, því þarna er allt eins og var, teikningarnar og sagan, ég skoðaði mest teikningarnar á þessum tíma.
Ég á eftir að lesa þessa bók fyrir barnabörnin mín og passa vel upp á hana.
En mér tókst að taka nokkrar myndir á gömlu myndavélina mína í dag, með fyrirhöfn.
Svona er nú snjórinn mikill.
Og sólin skín.
Loksins elsku ísfirðingar gamlir sem vilja skoða myndir, koma nokkrar, en svo verður bætt úr því.
Og grasið er ennþá grænt á kúlunni. En á mánudaginn næsta á ég von á blaðakonu og rithöfundi þýskri ásamt ljósmyndara til að taka myndir af húsinu mínu. Þessari sem gerði bókina um tilvist álfa, nú vill stórt bókaforlag gera ítarlegri úttekt á nokkrum húsum sem hún tengdist, og þetta hús er eitt af þeim, og frekar framarlega á óskalistanum.
En ég er lukkunnar pamfíll má segja. Góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
26.10.2011 | 11:44
Nú er nóg komið Gylfi Arnbjörnsson.
Alltaf þegar maður heldur að Gylfi Arnbjörnsson og Samfylkingin geti ekki lotið lægra, þá gera þau það samt.
Já það er horft til Brussel og ekkert getum við sjálf. Krónan þessi sem hefur að mati þeirra sem hvað mest vit hafi á, og sem hefur bjargað okkur út úr kreppunni fær þann dóm að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Og nú á að ganga bónarveginn inn í Brussel.
Ég skammast mín fyrir fólk eins og þig Gylfi Arnbjörnsson, ef þú sérð enga aðra lausn fyrir verkalýðshreyfinguna aðra en að troða okkur inn í ESB, nú! eða falast eins og betlari um að fá að taka upp Evruna, ættir að segja þig frá embætti forseta ASÍ. Þú ættir eiginlega að vera löngu búin að þvi, með Icesave á bakinu og fleiri slíkar atlögur að þjóðinni og landinu okkar. Og ef þú ferð ekki sjálfviljugur ætti verkalýðshreyfingin að kjósa þig burtu. Þ.e.a.s. ef einhver dönkun er eftir í hinum vinnandi mönnum.
Í fyrsta lagi þá gerist ekkert kraftaverk þó við tækjum upp Evru, hvað þá ef við myndum ganga í Evrópusamandið. Þá þyrftum við nú aldeilis að borga fyrst í hítina sem hrjáir ESB þessa dagana, og það yrðu engir smápeningar skal ég segja þér.
Í öðru lagi þá er gjaldmiðill hvers lands besta hagstjórnartæki hans á allann hátt. Þá er í raun gengið í höndum íslenskra aðila.
Það sem háir okkur í dag eru of margar afætur á kostnaði hins vinnandi manns, og margir ríkisstarfsmenn sem hafa fengið góða vinnu út á frændsemi eða vinskap, of margar nefndir og ráð sem hafa sömuleiðis verið búnar til fyrir velvildarmenn, of margar óheyrilegar eftirlaunabætur elítunnar, of há laun þeirra sem eru í bönkunum, en fyrst og fremst ríkisstjórnin á hverjum tíma.
Of mikill eftirlátssemi við frekjuhópa í samfélaginu sem ekki vilja deila með þjóðinni heldur drottna. Við erum bara 300.000 og það eru takmörk fyrir því hvað þeir sem vinna geta brauðfætt margar afætur. Til dæmis má fækka þingmönnum um helming, og minnka en ekki fjölga aðstoðarmönnum.
En fyrst og fremst það að huga að atvinnuuppbyggingu, Frjálslyndi flokkurinn og fleiri aðilar hafa tl dæmis bent á að það er HÆGT AÐ GEFA HANDFÆRAVEIÐAR FRJÁLSAR strax í dag. Það má ekki vegna þess að þá æpa þeir sem gefa mest í kosningasjóðina, og hafa plantað sínu fólki inn á alþingi til að verja stöðu sína.
Einu sinni voru tekinn aðstöðugjöld af fyrirtækjum, þegar kreppa varð og vinna minnkaði, þá var ákveðið að afnema þessi aðstöðugjöld til að auka áhuga fólks á að stofna fyrirtæki. Það mætti gera eitthvað slíkt núna í formi þess að minnka álögur á nýjum fyrirtækjum í fimm ár eða svo.
Það vantar ekki hugvit, áræðni eða framkvæmdagleði íslendinga. ÞAÐ VANTAR AÐSTÖÐUNA TIL AÐ FÁ AÐ BYGGJA UPP. Meðan þessi ríkisstjórn heldur öllu föstu í skattaokri og einræði yfir öllu, þá hreinlega hafast menn ekkert að, þeir bíða EFTIR ÞVÍ AÐ NÝJIR AÐILAR TAKI VIÐ, SEM HAFI BETRI SKILNING Á ÞVÍ HVE ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ HAFA FYRIRTÆKI GANGANDI. Og þá er ég ekki að tala um að sóa háum fjármunum í bankaeigandi fyrirtæki sem hafa raðað gæðingum sínum þar fremsta hvort sem þeir geta rekið fyrirtæki eða ekki. Þá er ég að meina hina duglegu einstaklinga sem kunna, þora og vilja reka sín fyrirtæki, og það án þess að ríki og bankar séu að ráðast að þeim og koma þeim á kné með óheiðarlegri samkeppni.
Það getur enginn einyrki staðið í samkeppni við einkavinavædd fyrirtæki eða ríkisfyrirtæki sem hafa jafnvel verið tekinn af fólki og aðrir settir þar inn, sem kunna eða nenna ekki að halda þeim á floti af sjálfsdáðum.
Þú ættir ef til vill að horfa inn á við Gylfi bónbjargarmaður, og hætta þessu niðurlægjandi tali um krónuna okkar og landið.
Það er ef til vill gott að þegar þú opnar á þér munninn þá minnkar sem því nemur áhugi fólks á að láta troða sér inn í báknið sem ER Á HAUSUNU, EN EKKI Í TÍMABUNDNUM ERFIÐLEIKUM.
Ég skammast mín fyrir þig, og ég skammast mín fyrir þessa ríkisstjórn, og ég skammast mín fyrst og fremst fyrir að við höfum ekki getað komið í veg fyrir þessa fjandans aðilögunarumsókn, sem er ekki bara óheiðarleg vinnubrögð og lygi, heldur líka til skaða fyrir okkur í framtíðarsamskiptum við Evrópu. Því þeir í Evrópu hafa allan tíman haldið að meirihlutavilji væri fyrir umsókninni, en ekki eins og reynt hefur verið að telja okkur trú um að við MYNDUM FÁ AÐ KÍKJA Í PAKKANN OG KJÓSA SVO. Það er LYGI OG ÁRÓÐUR FÓLKS SEM VISSI ALLAN TÍMANN AÐ VIÐ VORUM Í AÐLÖGUNARFERLI EN EKKI AÐ KÍKJA Í NEINN PAKKA.
Eins og sjá má á þessum skrifum mínum er ég öskureið, svo öskureið að mig langar til að brjóta eitthvað, en ég læt þetta nægja til að lýsa yfir fyrirlitningu minni á þér. Gerðu þjóðinni greiða og segðu af þér embætti forseta verkalýðsins. Þeir eiga ekki skilið að hafa þvílíka grenjudós sem þeirra fremstu röð.
Svei ykkur bara, svei attan!!!
![]() |
Biðja á um aðstoð vegna krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggfærslur 26. október 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar