24.6.2007 | 16:12
Smágrín.
Á skemmtikvöldi með Frjálslyndum á föstudagskvöldið heyrði ég nokkra góða brandara. Er að hugsa um að láta einn eða tvo flakka hér, en þessi er sko bara fyrir átján ára og eldri, svo þið sem yngri eruð þurfið að hætta að lesa hér hehehe;
Svoleiðis var að það var framið vopnað bankarán. Ræningjarnir þustu skjótandi út úr bankanum, þrjú skot þeirra hittu ófríska konu sem var þar fyrir utan, beint í magann. Sem betur fer varð konunni ekki meint af né heldur þeim þremur börnum sem hún bar undir belti.
Fæddi hún svo börnin og allt í góðu lagi. Þegar þríburarnir eru um 12 ára gamlir, tvær telpur og einn drengur, kemur önnur stúlkan til móður sinnar og segir, mamma ég var að pissa og veistu hvað gerðist. Það kom byssukúla niður með pissinu.
Þetta sama gerðist nokkru síðar með hina stúlkuna, mamma veistu að ég pissaði byssukúlu.
Svo kom drengurinn. Mamma þú veist ekki hvað kom fyrir.
Jú ætli ég fari ekki nærri um það, svaraði móðirin. Þú varst að pissa og pissaðir byssukúlu.
Nei ekki alveg svoleiðis sagði pilturinn. Ég var nefnilega að fróa mér og skaut hundinn.
Annar svona neðan mittis. Stjórnmálamaður einn vel þekktur fór í sund í Bolungarvík, hann var viss um að það væri karlatími og þar sem veðrið var með eindæmum gott, eins og búið er að vera undanfarið, ákvað hann að fara í sólbað nakinn. Hann var gjarnan með hatt, og hafði með sér dagblað. Hattin setti hann á það allra heilagasta, en blaðið fyrir andlitið. Þannig sofnaði hann. Svo kom smá vindkviða og feykti burtu hattinum.
Nokkru síðar koma þrjár konur að sofandi manninum. Sú fyrsta færir sig nær honum og skoðar beran kónginn vel.
Þetta er ekki maðurinn minn, fullyrti hún.
Nei sagði sú næsta, sem hafði einnig grandskoðað djásnin. Þetta er ekki hann.
Sú þriðja verður nú dálítið forvitin og fer og skoðar þennan hluta mannsins mjög nákvæmlega.
Þessi er nú ekki úr Bolungarvík, sagði hún svo ákveðin.
Þessi er í boði Ástarvikunnar sem þar var nýlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
24.6.2007 | 11:34
Jónsmessunótt.
Eins og allir vita var Jónsmessunótt síðastliðna nótt. Hér var yndislegt veður, og fjörðurinn skartaði sínu fegursta. Í Arnardal var ungt fólk að gifta sig, þau voru bæði gefin saman af kristnum presti og svo goða af Ásatrú. Einnig hlaut lítill drengur skírn. Örugglega falleg athöfn á stað sem er einn fallegasti hér, þar sem maður horfir á sólina snerta hafflötin og fara síðan upp aftur, hvað getur verið dásamlegra en slíkt umhverfi á helgasta degi fólks. Óska þeim alls góðs og gifturíkrar framtíðar.
En ég gær bauð á pabba í mat, og hér sitja þeir á spjalli meðan steikinn brúnast á grillinu.
Þetta er svo um miðnættið, smá himnasýning. Fallegir litir.
Þessi er tekin um tvö leytið, sólin byrjuð að fara upp aftur.
Þessi tekin nokkru síðar.
Auðvitað voru einhverir að leika sér á pollinum þessa nótt. Til hvers er hann annars. Þetta voru sjókettir svokallaðir. Hlýtur að hafa verið gaman að þeysast svona um lygnan pollinn.
Svo tók ég eftir í morgun að kirsuberin voru orðin þroskuð. Það er að segja þessi sætu. Ég græddi nefnilega grein af sætum kirsuberjum á súru kirstuberin mín. Núna loksins ber sú grein ávöxt.
Girnilegt ekki satt, enda er að farið ofan í magan á mér. Og það bragðaðist mjög vel.
Eigiði góðan dag. Hér er ennþá sól og blíða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.6.2007 | 09:45
Að kveikja í náttúrunni.
Þetta er afar sorglegt mál. Og leitt til þess að hugsa ef rétt er að um mannanna verk hafi verið að ræða. Annað hvort af slysni eða ráðnum hug. Ég vona að það fólk sem kom eldinum af stað kunni að skammast sín.
Ég sé fyrir mér bæði unga, egg og fugla sem urðu eyðileggingunni að bráð. BLessuð dýrin, og svo líka aðrar lífverur eins og ánamaðka, kóngulær, maríuhænur og allskonar nytjadýr önnur, sem hafa þarna dáið, algjörlega að óþörfu.
Það þarf að fara varlega með eld innan um gróður, þegar miklir þurrkar hafa geisað. Ég held að það kvikni ekki svo auðveldlega í mosa, að ekki sé hægt að slökkva hann, ef menn leggja sig fram um það, áður en eldurinn breiðist út.
Þessi skaði er svo fyrir utan þá peninga sem slökkvistarf hefur kostað. Því mér skilst að miklu hafi verið kostað til, m.a. var erfitt að koma vatni að, og þurfti að fá vatnstanka frá einkaaðilum.
Það þarf auðvitað að rannsaka svona mál, og reyna að komast að því hverjir voru hér að verki og hvernig þetta gat orðið svo mikið sem raun bar vitni. Skömm þeirra er mikil.
![]() |
Svæðið á Miðdalsheiði stærra en búist var við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 24. júní 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar