Daginn fyrir þjóðhátíðardag.

Það lítur út fyrir að það verði gott verður á Ísafirði á 17. júní.  Dagurinn í dag var rosalega flottur, og allar líkur á að morgundagurinn verði jafnvel ennþá betri.

IMG_5641

Stubburinn fann humarklær í fjörunni í gær, hann er mikið búin að leika sér með þær síðan.  Setur upp smáleikþátt, þar sem klærnar ræðast við. 

IMG_5645

Það hefur ekki gefist tími til að sinna því allra nauðsynlegasta í garðinum hemm Blush En nú á að taka á honum stóra sínum á morgun og slá garðinn.  Grasið er orðið ansi hátt.

IMG_5648

Slöngur liggja út um allt, því hér þarf að vökva .... MIKIÐ.

IMG_5650

Svona fyrir ísfirðingarna sem  hingað koma reglulega, hvað er þessi blokk kölluð ?? hehehe

IMG_5651

Hvaða bráðnauðsynlega starfsemi fer fram í þessu húsi ?

Og hvað heitir húsið á bak við.  Þar sem Geiri og Hörður Bjartar aflaklær eru uppaldir.

IMG_5652

Hvaða yndislega kona ræður hér ríkjum, sem er reyndar heiðursborgari Ísafjarðar.

IMG_5653

Ég bauð fjölskyldunni minn út að borða í kvöld á Hótel Ísafjörð.  Hér erum við að njóta þess að vera til.

IMG_5656

Útsýnið er flott þarna.

IMG_5657

Ég hef smágrun um að einhverjir muni kannast við þessi eðalhjón.

Þetta er reyndar Erling Blöndal Bengtson sellóleikari einn frægasti ísfirðingurinn.  Hann er stjarna tónleika sem haldnir verða núna eftir morgundaginn Við Djúpið.  Enda er Ísafjörður mikill menningarbær.

IMG_5659

Hér eru líka bygginarkranar, ekki bara í henni Reykjavík.

IMG_5660

Og ekki hörgull á túrhestum, svei mér þá.

IMG_5664

Svo er algeng sjón að menn séu að leika sér á pollinum, á sjóköttum, sjóskíðum, kajökum og allskonar skemmtilegum farartækjum.  Hér var lengi stökkpallur á pollinum fyrir sjóskíði.  En þetta er svona sjóköttur.

IMG_5665

En þannig er nú það. 

IMG_5647

En látið ekki blekkjast þó skýin séu dökk, það er hlýtt og notalegt og kyrrt veður, eins og svo oft á Ísafirði.

 


Bloggfærslur 16. júní 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband