14.6.2007 | 18:36
Gæludýr.
Þau eru manneskunni mikilvæg, það segja sálfræðingar og aðrir sem skilja mannlegt eðli. Til dæmis er gott fyrir fólk sem er einmana að eignast gæludýr. Einnig hefur foreldrum verið ráðlagt við börn sem eiga við að stríða hræðslu við dýr að gefa þeim gæludýr. Umhirða dýra krefst tíma og fjármagns. Og stundum eiga þau til að krefjast af okkur tíma sem við eigum ekki. En það þarf samt sem áður að sinna þeim. Hvaða hundeigandi man ekki eftir að hafa þurft að rífa sig upp í göngutúr, þegar tvö brún hundsaugu störðu á hann með trúnaðartrausti um að þetta væri sjálfsagt. Eða kattareigandi sem hefur þurft að sinna sínum ketti með klóri eða strokum, og jafnvel gengið svo langt að kisi hefur lagst ofan á tölvuborðið, eða krossgátuna til að ná sér í athygli ? En stundum er fólk ekki tilbúið í slíkar fórnír.
Þannig að fyrir nokkrum árum voru fundin upp í Japan gæludýr sem voru rafræn. Þeessi "gæludýr" tröllriðu heimsbyggðinni lengi vel, það þurftið að fæða þau og annast, annars dóu þau bara. Það heyrist ekki lengur um þessi rafrænu gæludýr.
Við eigum í dag gæludýr sem er svona rafrænt. Við þurfum að fæða það á viðeigandi hátt, annars deyr það. Þetta ágæta gæludýr truflar okkur líka á jafnvel erfiðustu tímum. En við látum okkur bara hafa það. Ég held að þetta ákveðna gæludýr sé útbreyddasta gæludýr veraldar. Við getum flutt það milli landa, án teljandi erfiðleika. En ekki til allra landa. Ameríka getur ekki svo ég viti til tekið á móti okkar gæludýrum, en þeir hafa sín eigin, af sama stofni, en með aðra eiginleika svo það dæmi gengur ekki upp.
Í dag geta flest okkar eiginlega ekki verið án þessara gæludýra. Þau fylgja okkur hvert fótmál, og án þeirra erum við í standandi vandræðum. Þó við þykjumst vera sjálfstæðir einstaklingar, sem geturm stólað á okkur sjálf. Þá er rauninn önnur. Gæludýrin okkar í dag, sjá okkur fyrir sambandi við annað fólk, og þau sjá til þess að hvar sem við erum, getum við haft samband, svona að mestu leyti. Það eru auðvita til svæði þar sem gæludýrið okkar er óþarft með öllu. En við sættum okkur bara við það. Það er ekki gæludýrinu að kenna heldur tækninni.
Flest okkar erum orðin svo háð þessu gæludýri að við gætum ekki verið án þess. Það hefur lætt sér inn á okkur hljóðlátlega og án alls hávaða. Það er meira að segja talað um gæludýrin sem kynslóðir af fullri alvöru, fyrsta kynslóð, önnur kynslóð og svo framvegis, þó almennt sé vitað og viðurkennt að þau geti alls ekki fjölgað sér. Og þau hafa mismunandi hljóð, við getum ráðið hvað söng þau syngja okkur. Þannig að þar er enn ein ástæðan fyrir ást okkar á þessu ágæta gæludýri.
Sumir hafa reynt að hræða fólk um að gæludýrið sé hættulegt heilsunni. En það einfaldlega hefur engin áhrif. Við viljum bara eiga slíka vini, og munum aldrei vilja losa okkur við þá. Alls ekki nema að fá aðra af sama stofni, ef til vill aðra kynslóð.
Þetta litla gæludýr, sem fer smækkandi eftir því sem tækninni fleygir fram, hefur fengið íslenskt nafn, eins og svo margt annað sem við íslenskum. Og þetta litla gæludýr, sem við getum ekki og viljum ekki vera án heitir því fallega og kunnuglega nafni (GSM) eða Gemsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
14.6.2007 | 16:09
Drottning Elísabeth og Landsbjörg í einum pakka.
Jæja þá er smá um Queen Elisabeth. Ég veit ekki hvað eru margir um borð, en þeir eru margir allavega. Skrýtið þegar göturnar fyllast af fólki. Þau spranga um og skoða. Krakkarnir í unglinga vinnunni kölluðu til þeirra og spurðu; How do you like Iceland og fengu góðar viðtökur, fólki brosti og staldraði við. Sumir töluðu um hvað þau töluðu góða ensku. Par spurði mig til vegar voru að leita að Faktorshúsinu hennar Áslaugar. þau sögðu mér að þau væru frá Manchester, og ég gat sagt þeim að stubburinn héldi upp á Manchester United. Það fannst þeim áhugavert.
Þarna lónaði þetta stóra skip fyrir utan, síðan var bátabrú í land.
Þeirra biðu líka rútur til að flytja fólkið hvert sem það vildi. Þá er ferðin ákveðin fyrirfram.
Sumir eru að fara aðrir að koma. Bretar kunna að fara í biðraðir. Eitthvað sem við mættum af þeim læra.
Þessi bátur á ekkert skilt við Drottningu Elísabetu, en þetta er gamla uppsátrið við Norðurtangann, sem er snyrtilega haldið við, og alveg steinsnar frá legu drottningar.
En það var fleira um að vera við höfnina. Þarna má sjá mörg ólík skip. Og þyrlu. Enda voru menn að æfa frá Landsbjörgu.
Þessar kempur. Þarna er náfrændi minn skipherra um borð. Þeir hafa verið hér í nokkra daga, og fara ekki fyrr en næsta þriðjudag. Þar eru sjómenn á æfingum í björgun úr sjó. Þar gegnir þyrlan tilgangi sínum.
Sem sagt líf og fjör á Ísafirði.
Og svo ein að lokum af galleri himni, tekin um þrjúleytið í dag. Flott ekki satt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2007 | 11:25
Jæja einhver að kvarta yfir íslensku sumarveðri ?
Ætli við myndum nú ekki æmta og skræmta ef þetta væri hjá okkur 14 júní.
Annars hefur veðráttan batnað hjá okkur. Það lifa miklu fleiri tegundir af plöntum hér en áður. Yllirin nánast orðin illgresi, og fleiri plöntur sem ekki hafa verið til vandræða áður. Svo sem eins og risahvönn sem sáir sér allt í einu út sem aldrei fyrr. Ég þurfti að útrýma henni úr mínum garði, því hún var búin að sá sér út um allt, og er þar að auki stórhættuleg, því hún getur brennt húð og skilið eftir sár, ef safi frá henni berst á hörund, sérstaklega í sólskini.
En Snjókoma um miðjan júní ???? nei sem betur fer ekki.
![]() |
Snjókoma í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.6.2007 | 06:52
Queen Elísabeth á leið til Ísafjarðar.
Er að spá í hvort hún sé komin. En hún getur ekki lagst að bryggju hér, heldur mun lóna út í fjarðarkjafti. Það eru núna daglega skemmtiferðaskip í höfninni. Þetta setur svip sinn á mannlífið, því bærinn er hreinlega fullur af túrhestum, sem rölta um bæinn og skoða allt mögulegt og ómögulegt. Skrúðgarðana, og svo fara þeir í ferðir um nágrennið. Nú hafa tveir ungir menn unnið að þeirri hugmynd að setja kláf upp á Eyrarfjall og byggja þar aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum. Sjá hér http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=101892
Sonur minn er annar þeirra. Mér finnst þetta alveg frábær hugmynd. Hér er núna austurrískur maður sem byggir svona kláfa, hann er að kynna sér málin. Enda var þyrla hér á sveimi í gær, þeir voru að rúnta upp á fjallið að skoða aðstæður. Svo þetta er nú aðeins meira en einhver grilla.
En ég ætla sem sagt að hafa augun hjá mér þegar drottningin kemur.
![]() |
Eitt stærsta skemmtiferðaskip heims í Reykjavíkurhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 14. júní 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar