13.5.2007 | 22:07
Til hamingju með mæðradaginn.....
Restin af deginum var mjög ánægjuleg. Eins og sést þá skein sólin glaðlega niður til okkar.
Sonur minn kom í heimsókn með eitt ömmulbarnið litla Sigurjón Dag, sem er flottur pjakkur.
Og það voru blásnar sápukúlur.
Ég fór á tónleika hjá Tónlistaskólanum því eitt barnabarnið var að spila þar. Hér er hún Sóley Ebba, henni fannst lagið allof létt. Og vildi fá að spila frumsamið lag. Það verður einhvern tímann seinna. Enda hefur hún unnið keppni í að semja lög. Jens Guð hefur mikla trú á henni, og hann veit hvað hann syngur í músikkbransanum.
Það voru margir snillingar framtíðarinnar sem þarna stigu á svið og léku lög fyrir okkur.
reyndar voru þetta alveg frábærir tónleikar, skemmtileg lög og ég verð að segja að það hljóta að vera afburðarkennarar að kenna þessum krökkum, því þau stóðu sig mjög vel öll sem eitt. Ég skemmti mér mjög vel.
En nafna mín litla Evíta Cesil hún bara kúrði hjá pabba sínum á tónleikunum. Æ það er svo gott að kúra hjá pabba.
Hér eru þær systur komnar heim í kúlu til ömmu. Það var nefnilega ákveðið að grilla saman.
Stubburinn þurfti að læra, vegna þess að hann fékk leyfi til að fara í bíó að sjá Spiderman 3. aftur.
Og amma fékk sætt bros frá nöfnu sinni.
Það var líka blásnar sápukúlur.
Og hver segir að sápukúlur séu ekki listaverk ?
Eins og þessi hér. En líftíminn er ansi stuttur hjá þeim. hehehe..
Elskuleg fjölskylda mín frá El Salvador kom eins og þau hafa alltaf gert í þau sex ár sem þau hafa átt heima hér. Komið með færandi hendi til mín á Mæðradaginn. Hann er nefnilega haldinn mjög hátíðlegur það syðra. Þau voru auðvitað boðin með í grillið. Yndislega fjölskyldan mín. Alejandra litla hefur verið hér í sex ár, en hún hefur ekki ennþá fengið leyfi til að búa hér. Þó er hún eins og hvert annað íslenskt barn. Talar lýtalausa íslensku. Og vill hvergi annarsstaðar vera. En hún kom bara með ömmu og afa. Sem er ekki viðurkennt hér. Og það er enginn ráðherra eða alsherjarnefndarfólk sem stendur að henni, þessari elsku. Þess vegna þarf eitthvað að gerast annað til að hún fái að vera hér áfram.
Sú vinna hefur kostað fólkið mitt ómælt fé og mikla fyrirhöfn. En svona er lífið.
Hún á enga aðra foreldra en þessa og mig og minn mann sem afa og ömmu. Ég vona að einhvern daginn sjái menn að sér og gefi henni leyfi til að eignast landvist hér.
Svo ein skýjamynd að lokum og bara eitt enn
GLEÐILEGAN MÆÐRADAG ELSKULEGU MÖMMUR OG ÖMMUR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
13.5.2007 | 16:14
Brotalamir.
Ekki eru allar fréttir jafnskemmtilegar eftir nóttina.
Í gær þegar ég gekk gegnum Austurvöll á leið í kosningakaffi, þá varð ég vör við að túlípanarnir sem börnin höfðu rifið upp og ég gróðursett aftur eftir að hafa rætt alvarlega við þau, voru rifnir upp enn á ný.
Þetta er mjög sorglegt að sjá, og ég vona að þarna hafi ekki sömu börn verið að verki. En ég mun setja laukana niður aftur. En ekki á Austurvelli í þetta sinn. Það er grátlegt að vita til þess að fólk skuli vera svona illa þenkjandi og láta skapið bitna á saklausum plöntum eða dýrum.
En þetta er ekki eina illvirkið sem unnið var. Því ein samstarfskona mín af skrifstofu Frjálslynda flokksins hringdi í mig núna rétt áðan, hún fór í heimsókn yfir til Sjálfstæðismanna í nótt, til að ræða við þá. Hún hafði að vísu fengið sér í tánna. Þetta var einmitt meðan Einar Oddur var úti, samkvæmt talningum. Þeir tilkynntu henni að hún væri óvelkomin og hrintu henni svo að hún datt og braut á sér rófubeinið. Hún liggur nú kvalin heima og búin að taka fullt af verkjalyfjum.
Það góða fyrir þessa ruddalegu sjálfstæðismenn er að konan er öryrki svo þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hún missi úr vinnu. Hún sagði mér að hún yrði sennilega í rúminu næstu daga. Mikil er nú þetta kurteist og gott fólk eða hitt þó heldur. Ég segi nú bara SKAMMIST ÞIÐ YKKAR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
13.5.2007 | 11:23
Góður og gefandi dagur þrátt fyrir allt.
Ég vil byrja á að óska Sjálfstæðirmönnum og Vinstri grænum til hamingju með góða kosningaútkomu. Mér þykir einsýnt að þessir tveir flokkar taki áskoruninni og myndi næstu ríkisstjórn. En ég spái líka stjórnarkreppu og kosningum aftir eftir 2 ár.
En dagurinn var góður hjá mér, ég fór á skrifstofuna til að hitta mína menn um morguninn. Um þrjú tvö leytið fór ég með mínum manni að kjósa. Á kjörstað gat að líta þessa ungu hressu menn í glímutökum.
Jamm og ein góð sveifla fyrir ljósmyndarann.
Klukkan þrjú fór ég á yndislega tónleika með Íris Kramer og Hrólfi Vagnssyni, þau eru listamenn á heimsmælikvarða. Litróf kölluðu þau tónleika sína og með þeim fylgdi litaspjald, þar sem maður átti að merkja við hvaða litur passaði fyrir hvaða lag.
En á lagaskránni voru mörg yndisleg lög.
La Fiesta
Figaro
Meditango
Dinosauros
Caravan
Interactive Imrovisation og Tango, frá þeim sjálfum
Tante Anni Prima
Libertango
Sofðu unga ástin mín.
Spain.
Og allt þetta spilað á takkaharmonikku, trompet og fleiri blásturhljófæri og kassatrommu hvað sem hún nú heitir á tæknimáli.
Hér spilar Hrólfur Dinosauros, ótrúlega flott lag
Þetta er sennilega eina hljóðfærið þessarar tegundar á Íslandi. Gaman að heyra leikið á hana.
Takturinn sleginn. Sjáið hve þau eru yndisleg. Falleg hjón og glæsileg.
Hér sjáum við skólastjóra Tónlistarskólans Sigríði Ragnar, systur Hjálmar H. ræða við Hrólf í pásunni.
Hér er gömul kempa Óli Kitt fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík og pabbi Eddu Borg. mikill jassari. Og Sigríður Ragnar.
Uppákoma hjá þeim hjónum Interactive Imrovisation
Hér má sjá Kristinn H. Gunnarsson, systur hans og bloggvinkonu Katrínu Gunnars og Elsu B. Friðfinnsdóttur. Við bíðum hér eftir fyrstu tölum. Kristinn er sem betur fer inni á Alþingi. Við héldum sjó þrátt fyrir allt. Þó við misstum góða menn út af þingi. En þeir koma bara tvíelfdir næst.
Svona var veðrið í gær svolítið villt. Ég er líka þannig í dag. En ég veit að lífið heldur áfram. Nú fer maður að huga að blómaræktinni aftur og getur gefið því allan tímann.
Ég get samt ekki skilið af hverju þetta fór svona. Mér finnst vera eitthvað að í íslenskri þjóðarsál. Eitthvað sem ég vona að við þroskumst upp úr. Því fyrr verðum við ekki lýðræðisríki. Meðan við látum plata okkur svona kosningar eftir kosningar og notum ekki samstöðuna til að breyta. Þá gerist ekki neitt.
Ég held samt sem áður að róðurinn verði ekki léttur núna hjá valdhöfum. Loforðin eru til staðar. Og við verðum á sjá til þess að við þau loforð verði staðið. Ég giska samt á að það verði kosningar aftur eftir 2 ár. Þá verður sennilega komið í ljós að inneign var ekki til fyrir öllum loforðunum. Og að "góðærið" var fullt af lofti.
En vonandi eigum við öll góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 13. maí 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar